10. júní 2005
Þrír nemar í íþróttafræðum við Kennaraháskóla Íslands hafa nýlega lokið við B.S. ritgerð sína um menntun allra knattspyrnuþjálfara á Íslandi sumarið 2004. Þremenningarnir unnu þetta verkefni í samstarfi við KSÍ og er ritgerðin aðgengileg á skrifstofu KSÍ fyrir þá sem hafa áhuga.
24. maí 2005
Árlegur fundur Alþjóðanefndar FIFA (IFAB) var haldinn í Wales 26. febrúar 2005.
18. maí 2005
Norska knattspyrnusambandið hefur sent KSÍ bréf sem staðfestir að íslenski þjálfarinn Teitur Þórðarson hefur nú lokið UEFA-Pro þjálfaranámskeiði í Noregi. Teitur er því fyrstur íslendinga til að afla sér þessara þjálfararéttinda.
10. maí 2005
Áherslur dómaranefndar KSÍ 2005 eru svipaðar og verið hafa undanfarin ár og byggjast þær á eftirfarandi grunnatriðum:
25. apríl 2005
KSÍ VII þjálfaranámskeið fer fram í fyrsta skipti laugardaginn 30. apríl næstkomandi klukkan 14:00 í fundarsal ÍSÍ í Laugardal. Þessi dagur er hugsaður sem undirbúningsdagur fyrir æfingakennslu, sem þarf svo að ljúka fyrir 20. júlí.
19. apríl 2005
Matarfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands - KÞÍ, sem vera átti á Kaffi Reykjavík miðvikudaginn 20. apríl, hefur verið frestað vegna dræmrar þátttöku.
12. apríl 2005
KSÍ heldur V.stigs þjálfaranámskeið um næstu helgi (15. - 17. apríl) í fundarsal ÍSÍ í Laugardal. Rúmlega 30 þátttakendur eru skráðir á námskeiðið, sem er bæði bóklegt og verklegt.
4. apríl 2005
Ákveðið hefur verið að halda KSÍ VII þjálfaranámskeiðið í fyrsta skipti laugardaginn 30. apríl næstkomandi. Þessi dagur er undirbúningsdagur fyrir æfingakennslu sem lýkur svo á tveimur mánuðum.
30. mars 2005
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir matarfundi á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík við Vesturgötu í Reykjavík, miðvikudaginn 20. apríl kl. 19:00.
21. mars 2005
KSÍ-V þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 15. - 17. apríl næstkomandi. Fjöldi þátttakenda á KSÍ-V er takmarkaður, þannig að áhugasamir aðilar þurfa að sækja um þátttöku og mun fræðslunefnd KSÍ velja úr umsækjendum.
17. mars 2005
Knattspyrnufélagið Þróttur stendur fyrir málstofu undir yfirskriftinni Afreksstefna - þátttökustefna í íþróttum.
10. mars 2005
Á miðvikudag fór fram útskrift fyrir 80 þjálfara sem luku nýlega KSÍ-B þjálfaragráðunni. KSÍ-B þjálfaragráðan gefur réttindi til að þjálfa alla yngri flokka á Íslandi. Alls hafa nú 202 knattspyrnuþjálfarar þessi réttindi hér á landi.
8. mars 2005
KSÍ stendur fyrir útskrift fyrir þá þjálfara sem hafa lokið UEFA-B þjálfaragráðunni miðvikudaginn 9. mars kl. 17:00 í fundarsal E hjá ÍSÍ í Laugardal (þar sem kaffitería ÍSÍ var áður).
1. mars 2005
KSÍ heldur 3. stigs þjálfaranámskeið dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Góð þátttaka er á námskeiðinu og hafa 36 þjálfarar skráð sig til leiks.
22. febrúar 2005
KSÍ III þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Þátttökurétt hafa allir þeir sem lokið hafa KSÍ II eða B-stigi KSÍ.
18. febrúar 2005
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sækir UEFA-ráðstefnu um Futsal í Ostrava í Tékklandi 18. - 20. febrúar, í tengslum við úrslitakeppni EM í íþróttinni, sem fram fer á sama stað.
16. febrúar 2005
KSÍ III þjálfaranámskeið fer fram í Reykjavík dagana 4. - 6. mars næstkomandi. Þátttökurétt hafa allir þeir sem lokið hafa KSÍ II eða B-stigi KSÍ.
26. janúar 2005
Alls hafa 56 þjálfarar skráð sig í UEFA-B prófið sem fram fer laugardaginn 29. janúar næstkomandi klukkan 11:00, í annað skipti á Íslandi.