24. september 2020
Smitrakningateymi Almannavarna hefur upplýst KSÍ um að einn þátttakandi í Hæfileikamótun drengja sem fram fór 19. og 20. september hafi greinst smitaður af Covid-19.
22. september 2020
A landslið kvenna gerði 1-1- jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli í toppslag riðilsins í undankeppni EM 2022. Liðin eru áfram jöfn að stigum í efstu tveimur sætum riðilsins, en Svíar á toppnum á markatölu.
22. september 2020
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíþjóð.
22. september 2020
Ísland mætir í dag Svíþjóð í undankeppni EM 2022 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.
20. september 2020
Afreksæfingar KSÍ fara fram á Austurlandi 27. september, en um er að ræða æfingar fyrir bæði stúlkur og drengi.
17. september 2020
A landslið karla er í 41. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og fellur um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út.
17. september 2020
A landslið kvenna mætir Lettlandi á Laugardalsvelli í dag, fimmtudag, og hefst leikurinn kl. 18:45, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.
16. september 2020
Á fundi framkvæmdastjórnar UEFA á þriðjudag voru teknar ákvarðanir um frestanir og breytingar á mótum, m.a. á milliriðlum U19 landsliða karla og Meistaradeild kvenna.
15. september 2020
A landslið kvenna kom saman á mánudag og hóf undirbúning sinn fyrir leiki gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM 2022.
10. september 2020
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur kynnt hóp liðsins fyrir leikina gegn Lettlandi og Svíþjóð.
8. september 2020
Ísland tapaði 1-5 gegn Belgíu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands.
8. september 2020
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari A karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Belgíu.
8. september 2020
Vegna áhorfendabanns á heimaleikjum íslenska kvennalandsliðsins í september geta þeir sem keyptu mótsmiða á alla leiki íslenska kvennalandsliðsins óskað eftir endurgreiðslu fyrir þá leiki.
7. september 2020
A landslið karla mætir Belgíu í A-deild Þjóðadeildar UEFA á Koning Boudewijn leikvanginum í Brussel á þriðjudag. Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
5. september 2020
Ísland tapaði 0-1 fyrir Englandi í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA.
5. september 2020
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari A karla, hefur tilkynnt byrjunarlið liðsins fyrir leikinn í dag gegn Englandi.
5. september 2020
Ísland og England mætast í Þjóðadeild UEFA í dag, laugardag, og hefst leikurinn kl. 16:00. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, án áhorfenda, en í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.
4. september 2020
U21 árs landslið karla vann góðan 1-0 sigur gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021.