2. september 2008
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Austurríki og Slóvakíu á næstu dögum. Þeir Hjörtur Logi Valgarðsson úr FH og Jón Vilhelm Ákason úr ÍA koma inn í hópinn.
29. ágúst 2008
Íslenska U18 karlalandsliðið leikur í dag við Ungverja á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi. Þetta er síðasti leikur liðsins í þessu móti en liðið tapaði fyrir Tékkum, 0-2 í fyrsta leik og gegn Norðmönnum 1-2.
29. ágúst 2008
Framundan eru tveir vináttulandsleikir við Norður Íra hjá U19 karla og fara þeir leikir fram ytra 8. og 10. september. Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 18 leikmenn fyrir þessa leiki.
29. ágúst 2008
Strákarnir í U18 gerðu í dag markalaust jafntefli við Ungverja en leikurinn var liður í æfingamóti er fram fer í Tékklandi. Liðið hlaut því eitt stig og komst ekki upp úr riðlinum.
28. ágúst 2008
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti á blaðamannafundi í dag landsliðshóp sinn sem tekur þátt í næstu landsliðsverkefnum. Það eru leikir gegn Noregi ytra, 6. september og Skotum hér heima, 10. september.
28. ágúst 2008
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi í dag landsliðshóp sinn er mætir Austuríki og Slóvakíu í undankeppni fyrir EM 2009. Leikurinn við Austurríki fer fram ytra 5. september en leikurinn gegn Slóvakíu hér heima, þriðjudaginn 9. september.
27. ágúst 2008
Íslenska U18 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Tékkum á æfingamóti er fer fram í Tékkland. Lokatölur urðu 2-0 Tékkum í vil. Leikið verður við Norðmenn í dag og hefur byrjunarlið Íslands verið tilkynnt.
27. ágúst 2008
Íslenska U18 karlalandsliðið laut í lægra haldi fyrir Norðmönnum á æfingamóti í Tékklandi í dag. Norðmenn höfðu betur 2-1 en Íslendingar leiddu í hálfleik 0-1. Það var Arnar Sveinn Geirsson sem kom Íslendingum yfir í fyrri hálfleik
27. ágúst 2008
Landsliðsþjálfari Skota, George Burley, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er mætir Makedóníu og Íslendingum í undankeppni HM 2010. Burley valdi 25 leikmenn í hópinn. Landsliðshópur Íslands verður tilkynntur á morgun.
26. ágúst 2008
Í dag kl. 15:00 leika Íslendingar við Tékka á Tékklandsmótinu og er þetta fyrsti leikur íslenska liðsins í mótinu. Þetta er æfingamót en auk þessa þjóða leika Norðmenn og Ungverjar í A riðli. Kristinn R. Jónsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í þessum leik.
26. ágúst 2008
Þann 27. september leikur kvennalandsliðið sinn mikilvægasta leik til þessa þegar þær mæta Frökkum í undankeppni EM 2009. Þetta er úrslitaleikur um hvor þjóðin tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM 2009 en hún fer fram að þessu sinni í Finnlandi.
21. ágúst 2008
Í dag hófst miðasala á leik Hollands og Íslands en sá leikur fer fram Rotterdam þann 11. október næstkomandi. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2010 en Ísland hefur þar leik gegn Norðmönnum í Osló, 6. september og stendur miðasala yfir á þann leik.
21. ágúst 2008
Mikill áhugi Skota er á leik Íslands og Skotlands sem fram fer á Laugardalsvelli 10. september næstkomandi og er fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2010. Nú þegar hefur KSÍ selt Knattspyrnusambandi Skotlands um 1500 miða á þennan leik.
20. ágúst 2008
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Aserum í vináttulandsleik í kvöld. Tveir nýliðar eru í hópnum og er annar þeirra, Jóhann Berg Guðmundsson, í byrjunarliðinu.
20. ágúst 2008
Strákarnir í U21 karla þurftu að lúta í lægra haldi gegn Dönum í vináttulandsleik á KR velli í dag. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Dani eftir að þeir leiddu í hálfleik, 1-0. Leikurinn var lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir síðustu leikina í undankeppni fyrir EM 2009.
20. ágúst 2008
Íslendingar gerðu í kvöld jafntefli gegn Aserum í vináttulandsleik í knattspyrnu en leikið var á Laugardalsvelli. Hvort lið skoraði eitt mark í leiknum og var það Grétar Rafn Steinsson sem jafnaði leikinn fyrir Íslendinga í síðari hálfleik.
20. ágúst 2008
Ísland mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik í kvöld á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:45. Miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 17:00 en hleypt er inn á völlinn kl. 18:30. Þetta er í fyrsta skiptið er Ísland og Aserbaídsjan mætast í landsleik.
20. ágúst 2008
Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik hjá U21 karla í dag og verður leikið á KR vellinum. Leikurinn hefst kl. 16:30 og er aðgangur ókeypis á þennan vináttulandsleik.