Verslun
Leit
SÍA
Leit

20. ágúst 2008

Rakel gaf ungri knattspyrnukonu landsliðstreyju

Á heimasíðu Þórs, www.thorsport.is er sagt frá Margréti Selmu Steingrímsdóttur sem er efnileg knattspyrnustúlka og leikur með KA.  Hún varð fyrir því óhappi að fótbrotna í leik með félagi sínu en þá var KA að leika í úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ.

Landslið

20. ágúst 2008

Byrjunarlið Íslands U21 karla gegn Danmörku

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Dönum í vináttulandsleik í dag.  Leikurinn fer fram á KR velli og hefst kl. 16:30.  Aðgangur á leikinn er ókeypis og eru áhorfendur hvattir til þess að fjölmenna

Landslið

20. ágúst 2008

Viðtal við landsliðsþjálfarann fyrir Aseraleikinn

Á síðustu æfingu landsliðsins fyrir leikinn gegn Aserum þá hitti Dagur Sveinn Dagbjartsson landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og ræddi við hann um leikinn í kvöld og áherslur Ólafs í leiknum.

Landslið

18. ágúst 2008

Davíð Þór inn í hópinn gegn Aserum

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Aserum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.  Davíð Þór Viðarsson úr FH kemur inn í hópinn í stað Arnórs Smárasonar sem er meiddur.

Landslið

18. ágúst 2008

Finnur Orri inn í U21 hópinn

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið Finn Orra Margeirsson úr Breiðabliki inn í hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Dönum.  Finnur kemur í stað Heimis Einarssonar úr ÍA sem draga varð úr hópnum vegna meiðsla.

Landslið

18. ágúst 2008

Miðar á Ísland-Aserbaídsjan fyrir handhafa A-passa

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Aserbaídsjan afhenta þriðjudaginn 19. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Landslið

18. ágúst 2008

Myndband frá úrtökumóti KSÍ á Laugarvatni

Um helgina fór úrtökumót drengja fram á Laugarvatni og voru ríflega 60 leikmenn boðaðir til æfinga þessa helgi.  Guðlaugur Gunnarsson var með myndavélina og tók upp nokkrar svipmyndir.

Landslið

15. ágúst 2008

Damkova dæmir í Frakklandi

Eins og kunnugt er leikur íslenska kvennalandsliðið í Frakklandi, laugardaginn 27. september, en þá verður leikið gegn Frökkum.  Dómarar leiksins koma frá Tékklandi en Dagmar Damkova mun meðhöndla flautuna.

Landslið

15. ágúst 2008

Hópurinn hjá U18 karla er fer til Tékklands

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp sinn er tekur þátt á alþjóðlegu móti í Tékklandi síðar í mánuðinum.  Mótherjar Íslendinga verða auk heimamanna, Norðmenn og Ungverjar.

Landslið

13. ágúst 2008

Leiktími ákveðinn á Frakkland-Ísland

Leiktími á viðureign Frakklands og Íslands í undankeppni EM kvenna hefur verið ákveðinn.  Liðin mætast í lokaumferð riðilsins þann 27. september og hefur leiktíminn nú verið staðfestur kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Landslið

13. ágúst 2008

Danski U21 hópurinn gegn Íslandi

Keld Bordinggaard, þjálfari U21 landsliðs Dana, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi á KR-velli 20. ágúst.  Nokkuð er um meiðsli á meðal fastamanna og því telur Bordinggaard hópinn vera veikari en ella. 

Landslið

13. ágúst 2008

A-karla leikur gegn Slóvakíu 2009

Ákveðið hefur verið að A-landslið karla leiki vináttulandsleik gegn Slóvökum á Laugardalsvelli 12. ágúst 2009.  Þessi leikur er hluti af samkomulagi sem gert var við Knattspyrnusamband Slóvakíu í fyrra.

Landslið

13. ágúst 2008

Ekki mörg þekkt nöfn í landsliðshópi Asera

Sjálfsagt kannast íslenskt knattspyrnuáhugafólk ekki við marga leikmenn í landsliðshópi Asera, en þjálfarinn er þó vel kunnur í knattspyrnuheiminum, sjálfur Berti Vogts.

Landslið

12. ágúst 2008

Hópurinn gegn Aserbaídsjan tilkynntur

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Aserbaídsjan 20. ágúst.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. 

Landslið

12. ágúst 2008

U21 hópurinn gegn Dönum tilkynntur

U21 karlalandslið Íslands og Danmerkur mætast í vináttulandsleik á KR-velli 20. ágúst, sama dag og A landsliðið leikur gegn Aserbaidsjan á Laugardalsvellinum.  Luka Kostic hefur tilkynnt íslenska hópinn fyrir leikinn.

Landslið

12. ágúst 2008

Miðasala á Ísland-Aserbaídsjan hafin

Miðasala er hafin á vináttulandsleik Íslands og Aserbaídsjan, sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 20. ágúst næstkomandi.  Sem fyrr fer miðasalan fram í gegnum vefinn midi.is. 

Landslið

12. ágúst 2008

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Aserbaídsjan 20. ágúst.  Jafnframt er öryrkjum og ellilífeyrisþegum boðið á leikinn. 

Landslið

11. ágúst 2008

Aðgöngumiðar á FH-Aston Villa fyrir handhafa A-passa

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn FH-Aston Villa afhenta miðvikudaginn 13. ágúst, frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Landslið