4. júlí 2008
Lokaumferð riðlakeppni á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna fór fram í gær og er ljóst að Þýskaland og Frakkland leika til úrslita í mótinu. Íslenska liðið leikur því um sjöunda sætið á mótinu við Svía og fer sá leikur fram á ÍR-velli.
4. júlí 2008
Á morgun, laugardaginn 5. júlí, verður leikið um sæti á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna. Úrslitaleikurinn verður á milli Þýskalands og Frakklands en íslensku stelpurnar leika um sjöunda sætið á mótinu og mæta Svíum á ÍR velli kl. 11:00.
3. júlí 2008
Lokaumferð riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins hjá U16 kvenna fer fram í dag. Íslendingar taka á móti Þjóðverjum og fer leikurinn fram á Hvolsvelli og hefst kl. 16:00 eins og allir leikir síðustu umferðarinnar.
2. júlí 2008
Norðurlandamóti U16 var áframhaldið í gærkvöldi og voru fjórir leikir á dagskránni. Ísland mætti Noregi í Þorlákshöfn og fóru Norðmenn þar með sigur af hólmi í miklum markaleik, 6-2.
2. júlí 2008
Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2010 verður laugardaginn 6. september en þá verða Norðmenn sóttir heim. Leikurinn fer fram á Ullevaal vellinum í Osló.
1. júlí 2008
Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp fyrir úrtaksæfingar sem fara fram um komandi helgi. Æft verður tvisvar á Tungubökkum um helgina og hefur Lúka valið 27 leikmenn til þessara æfinga.
1. júlí 2008
Ísland leikur í dag annan leik sinn á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu á Þorlákshafnarvelli og hefst leikurinn kl. 16:00, leikið er gegn Noregi sem tapaði 7-0 gegn Þjóðverjum í fyrsta leik sínum.
30. júní 2008
Opna Norðurlandamótið hjá U16 kvenna hefst í dag og fer mótið fram hér á landi. A riðill, þar sem Ísland leikur, fer fram á Suðurlandi en B riðill er leikinn á Suðurnesjum. Á Selfossi taka Íslendingar á móti Dönum og hefst leikurinn kl. 16:00.
30. júní 2008
Opna Norðurlandamótið hjá U16 kvenna hófst í dag og voru fjórir leikir á dagskránni. Íslensku stelpurnar töpuðu, 0-1, gegn Dönum á Selfossi í hörkuleik en þær mæta Norðmönnum í Þorlákshöfn á morgun, þriðjudaginn 1. júlí.
27. júní 2008
Laugardaginn 27. september leikur íslenska kvennalandsliðið lokaleik sinn í undankeppni fyrir EM 2009. Leikurinn er einn sá mikilvægasti sem íslenskt landslið hefur leikið en jafntefli tryggir liðinu sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009.
26. júní 2008
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn mikilvæga gegn Grikkjum. Leikurinn hefst kl. 16:30 í dag á Laugardalsvelli og hefst miðasala á leikstað kl. 15:30.
26. júní 2008
Það ætti ekki að fara framhjá neinum að í dag leikur íslenska kvennalandsliðið sinn síðasta heimaleik í undankeppni fyrir EM 2009. Hér að neðan má sjá myndbönd sem að þjálfarinn, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, hefur notað í sínum undirbúningi.
26. júní 2008
Það styttist í leik Íslands og Grikklands sem hefst á Laugardalsvelli kl. 16:30. Allt er klárt í búningklefa íslenska liðsins og vallarstarfsmenn að leggja lokahönd á að völlurinn verði tilbúinn.
26. júní 2008
Íslenska kvennalandsliðið bætti enn einni rósinni í hnappagatið er þær lögðu Grikki á Laugardalsvelli í dag. Lokatölur urðu 7 - 0 íslenska liðinu í vil og skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir þrennu í leiknum. Íslandi dugir jafntefli í síðasta leik sínum í Frakklandi 27. september til þess að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2009.
25. júní 2008
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Grikkjum í undakeppni EM kvenna 2009. Ein breyting er á hópnum frá því í síðasta leik, Dóra Stefánsdóttir kemur inn í hópinn í stað Pálu Marie Einarsdóttur.
25. júní 2008
Gunnar Ólason og Sigurjón Brink munu halda uppi fjörinu með gítarleik og söng í hálfleik á viðureign Íslands og Grikklands á Laugardalsvelli á fimmtudag. Þeir félagar eru magnað tvíeyki með mikla reynslu úr tónlistarbransanum.
25. júní 2008
Handhafar A passa KSÍ þurfa ekki að nálgast miða fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM kvenna sem fram fer fimmtudaginn 26. júní kl. 16:30. Nóg er að sýna passana við innganginn á Laugardalsvelli.
25. júní 2008
Dómari leiks Íslands og Grikklands í undankeppni EM kvenna kemur frá Þýskalandi. Hún heitir Anja Kunick og henni til aðstoðar verða löndur hennar, Moiken Jung og Marina Wozniak.