24. júní 2008
Áttu gamlan landsliðsbúning, eða nýjan? Áttu bláa úlpu eða bláa peysu, bláa húfu eða trefil? Áttu bláa skó, bláa vettlinga? Áttu eitthvað blátt? Klæðum stúkuna í blátt á fimmtudaginn og styðjum stelpurnar okkar til sigurs!
23. júní 2008
Ísland tekur á móti Grikklandi í undankeppni EM kvenna 2009 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. júní kl. 16:30. Leikurinn er síðasti heimaleikur stelpnanna í þessari undankeppni EM.
23. júní 2008
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sinn er leikur á Opna Norðurlandamótinu U16 kvenna sem fram hér á landi dagana 30. júní - 5. júlí. Mótið fer að mestu fram á Suðurlandi og á Suðurnesjum.
23. júní 2008
Liðsmenn fyrsta kvennalandsliðs Íslands voru heiðursgestir á landsleik Íslands og Slóveníu á laugardag. Fyrsti leikurinn var gegn Skotum ytra þann 20. september 1981, en leiknum lauk með sigri Skota 2-1.
21. júní 2008
Í dag mætast Ísland og Slóvenía í undankeppni EM 2009 og hefst leikurinn kl. 14:00 á Laugardalsvelli. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir báðar þjóðir og treysta stelpurnar á stuðning íslensku þjóðarinnar.
21. júní 2008
Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Slóvenum í dag með fimm mörkum gegn engu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrjú mörk í leiknum og þær Katrín Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu eitt hvor.
20. júní 2008
Í hálfleik á landsleik Íslands og Slóveníu á morgun laugardag, mun Veðurguðinn Ingó skemmta vallargestum með gítarleik og söng. Staðfest er að hið geysivinsæla "Bahama" sé á meðal þeirra laga sem hann mun leika.
20. júní 2008
KSÍ ákvað á síðasta ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki og er því haldið áfram nú fyrir kvennalandsleikina gegn Slóveníu og Grikklandi í undankeppni EM 2009.
20. júní 2008
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 19 leikmenn í hópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu. Átján leikmenn verða á skýrslu en vegna meiðsla í hópnum hefur Sigurður Ragnar nítján leikmenn til taks fyrir leikinn.
20. júní 2008
Varnarmaðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir mun væntanlega leika sinn 50. A landsleik á morgun gegn Slóveníu en hún hefur verið einn af lykilmönnum í varnarleik liðsins. Þá mun Edda Garðarsdóttir líklega leika sinn 60. landsleik gegn Slóveníu.
20. júní 2008
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóvenum á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. júní kl. 14:00. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir mun leika sinn 50. landsleik og Edda Garðarsdóttir fer í 60 landsleiki.
19. júní 2008
Á vefsíðunni Facebook er að finna aðdáendasíðu kvennalandsliðsins. Allir Facebook notendur eru hvattir til að kíkja á síðuna og skrá sig í klúbbinn.
19. júní 2008
Sérstakir gestir KSÍ á landsleiknum við Slóvena á laugardaginn verða þeir leikmenn er skipuðu fyrsta landsliðshóp Íslands í knattspyrnu kvenna. Fyrsti landsleikurinn var leikinn gegn Skotum ytra og fór fram í Kilmarnock 20. september.
19. júní 2008
Laugardagurinn 21. júní er dagur kvennaknattspyrnunnar á Íslandi og verður hann haldinn hátíðlegur á Laugardalsvelli þar sem Ísland og Slóvenía mætast í undankeppni EM 2009.
18. júní 2008
Íslenska kvennalandsliðið hóf undirbúning sinn fyrir landsleikinn gegn Slóvenum í kvöld. Dagur Sveinn Dagbjartsson, mætti með myndavélina á æfinguna í kvöld og hitti þar fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur og Ástu Árnadóttur
18. júní 2008
“Að horfa upp í stúku og hlusta á alla syngja þjóðsönginn með okkur gaf manni þvílíka gæsahúð og fyllti mann þannig þjóðarstolti og það var aldrei að fara að koma til greina annað en að leggja lífið að veði fyrir sigur” - Sif Atladóttir
18. júní 2008
Slóvenar hafa tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í undankeppni EM 2009 hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. júní kl. 14:00. Ellefu leikmenn landsliðshópsins koma frá tveimur sterkustu félögunum í Slóveníu.
18. júní 2008
Dómarar leiksins sem verða við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Slóveníu á laugardaginn koma frá Hollandi. Dómarinn heitir Sjoukje De Jong og henni til aðstoðar verða löndur hennar Vivian Peeters og Nicolet Bakker.