16. júní 2008
Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir gegn Slóveníu og Grikklandi hjá kvennalandsliðinu en liðið er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni EM 2009. Lliðinu hefur gengið vel gegn Grikkjum en aðeins einu sinni hefur verið leikið gegn Slóveníu.
13. júní 2008
Norðmenn lögðu Íslendinga í gærkvöldi í vináttulandsleik hjá U21 karla en leikið var á Vodafonevellinum. Lokatölur urðu 1-4 eftir að Norðmenn leiddu í hálfleik, 0-1. Það var Jón Vilhelm Ákason sem að skoraði mark Íslendinga.
13. júní 2008
Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni EM kvenna 2009, laugardaginn 21. júní kl. 14:00. Íslensku stelpurnar eru í baráttu um sæti í úrslitakeppni EM 2009 og yrði það í fyrsta skipti sem A landslið Íslands í knattspyrnu tæki þátt í úrslitakeppni stórmóts.
13. júní 2008
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi sem fara fram á Laugardalsvelli 21. og 26. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru í hópnum.
12. júní 2008
Í kvöld fer fram á Vodafonevellinum vináttulandsleikur hjá U21 karlalandsliðum Íslands og Noregs. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er aðgangur ókeypis. Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í kvöld.
11. júní 2008
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp til úrtaksæfinga og eru þetta síðustu úrtaksæfingarnar fyrir Opna Norðurlandamótið er hefst hér á landi 30. júní næstkomandi.
10. júní 2008
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Norðmönnum á fimmtudaginn. Skúli Jón Friðgeirsson úr KR kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Eggerts Rafns Einarssonar, sem er meiddur.
10. júní 2008
Luka Kostic hefur kallað inn nýjan mann í hópinn hjá U21 karla. Guðmundur Pétursson úr KR kemur inn í hópinn í stað Alberts Brynjars Ingasonar úr Val sem er meiddur.
9. júní 2008
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 29 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi. Æfingarnar fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ en einnig sækja strákarnir fyrirlestur þessa helgi.
9. júní 2008
Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik, fimmtudaginn 12. júní kl. 19:15. Leikurinn fer fram á hinum nýja Vodafonevelli.</
6. júní 2008
Íslenska kvennalandsliðið hækkaði sig upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er gefinn var út í dag. Ísland er nú í 18. sæti listans og í því 11. ef aðeins eru taldar Evrópuþjóðir.
6. júní 2008
A landslið kvenna leikur tvo heimaleiki í undankeppni EM 2009 á næstu vikum. Fyrst gegn Slóvenum 21. júní og síðan gegn Grikkjum 26. júní. Tólfan, stuðningssveit íslenska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar að fjölmenna.
4. júní 2008
Íslenska karlalandsliðið stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag. Ísland er í 85. sæti listans en það eru Argentínumenn sem eru á toppi listans en litlar breytingar eru á efstu sætum listans.
4. júní 2008
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik á hinum nýja Vodafonevelli. Leikurinn verður leikinn 12. júní næstkomandi og hefst kl. 19:15.
3. júní 2008
Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki. Fyrri leikurinn fer fram hér á landi þann 20. ágúst nk. en seinni leikurinn fer fram ytra, 19. ágúst 2009.
28. maí 2008
Karlalandslið Íslands undirbýr sig nú af kappi fyrir vináttulandsleik gegn Wales en leikið verður í kvöld kl. 19:35. Æft var tvisvar mánudag og þriðjudag og þess á milli voru leikmenn í meðhöndlun sjúkraþjálfara og nuddara.
28. maí 2008
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales í kvöld. Heimir Einarsson úr ÍA kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafn Steinssonar sem á við meiðsli að stríða og getur ekki leikið í kvöld.
28. maí 2008
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Wales í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:35 og hefst miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 17:00 á leikdag.