Verslun
Leit
SÍA
Leit

16. júní 2008

Góður árangur hingað til gegn Grikklandi

Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir gegn Slóveníu og Grikklandi hjá kvennalandsliðinu en liðið er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni EM 2009.   Lliðinu hefur gengið vel gegn Grikkjum en aðeins einu sinni hefur verið leikið gegn Slóveníu.

Landslið

13. júní 2008

Norðmenn sterkari á Vodafonevellinum

Norðmenn lögðu Íslendinga í gærkvöldi í vináttulandsleik hjá U21 karla en leikið var á Vodafonevellinum.  Lokatölur urðu 1-4 eftir að Norðmenn leiddu í hálfleik, 0-1.  Það var Jón Vilhelm Ákason sem að skoraði mark Íslendinga.

Landslið

13. júní 2008

Ísland - Slóvenía laugardaginn 21. júní

Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni EM kvenna 2009, laugardaginn 21. júní kl. 14:00.  Íslensku stelpurnar eru í baráttu um sæti í úrslitakeppni EM 2009 og yrði það í fyrsta skipti sem A landslið Íslands í knattspyrnu tæki þátt í úrslitakeppni stórmóts.

Landslið

13. júní 2008

Hópurinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi valinn

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi sem fara fram á Laugardalsvelli 21. og 26. júní næstkomandi.  Tveir nýliðar eru í hópnum.

Landslið

12. júní 2008

Ísland - Noregur í kvöld

Í kvöld fer fram á Vodafonevellinum vináttulandsleikur hjá U21 karlalandsliðum Íslands og Noregs.  Leikurinn hefst kl. 19:15 og er aðgangur ókeypis.  Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í kvöld.

Landslið

11. júní 2008

Úrtaksæfingar fyrir Norðurlandamót hjá U16 kvenna

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp til úrtaksæfinga og eru þetta síðustu úrtaksæfingarnar fyrir Opna Norðurlandamótið er hefst hér á landi 30. júní næstkomandi.

Landslið

10. júní 2008

Skúli Jón inn í landsliðshópinn

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Norðmönnum á fimmtudaginn.  Skúli Jón Friðgeirsson úr KR kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Eggerts Rafns Einarssonar, sem er meiddur.

Landslið

10. júní 2008

Guðmundur Pétursson í landsliðshópinn

Luka Kostic hefur kallað inn nýjan mann í hópinn hjá U21 karla.  Guðmundur Pétursson úr KR kemur inn í hópinn í stað Alberts Brynjars Ingasonar úr Val sem er meiddur.

Landslið

9. júní 2008

Úrtaksæfingar um helgina hjá strákunum í U17

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 29 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ en einnig sækja strákarnir fyrirlestur þessa helgi.

Landslið

9. júní 2008

Tvær breytingar á hópnum hjá U21 karla

Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik, fimmtudaginn 12. júní kl. 19:15.&nbsp; Leikurinn fer fram á hinum nýja Vodafonevelli.</

Landslið

6. júní 2008

Kvennlandsliðið upp um eitt sæti

Íslenska kvennalandsliðið hækkaði sig upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er gefinn var út í dag.&nbsp; Ísland er&nbsp;nú í 18. sæti listans og í því 11. ef aðeins eru taldar Evrópuþjóðir.

Landslið

6. júní 2008

Tólfan ætlar að fjölmenna

A landslið kvenna leikur tvo heimaleiki í undankeppni EM 2009 á næstu vikum.&nbsp; Fyrst gegn Slóvenum 21. júní og síðan gegn Grikkjum 26. júní.&nbsp; Tólfan, stuðningssveit íslenska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar að fjölmenna.

Landslið

4. júní 2008

Karlalandsliðið stendur í stað

Íslenska karlalandsliðið stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.&nbsp; Ísland er í 85. sæti listans en það eru Argentínumenn sem eru á toppi listans en litlar breytingar eru á efstu sætum listans.

Landslið

4. júní 2008

Hópurinn hjá U21 karla er mætir Norðmönnum

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik á hinum nýja Vodafonevelli.&nbsp; Leikurinn verður leikinn 12. júní næstkomandi og hefst kl. 19:15.

Landslið

3. júní 2008

Tveir vináttulandsleikir við Dani hjá U21 karla

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki.&nbsp; Fyrri leikurinn fer fram hér á landi þann 20. ágúst nk. en seinni leikurinn fer fram ytra, 19. ágúst 2009.

Landslið

28. maí 2008

Stund á milli stríða

Karlalandslið Íslands undirbýr sig nú af kappi fyrir vináttulandsleik gegn Wales en leikið verður í kvöld kl. 19:35.&nbsp; Æft var tvisvar mánudag og þriðjudag og þess á milli voru leikmenn í meðhöndlun sjúkraþjálfara og nuddara.

Landslið

28. maí 2008

Heimir Einarsson inn í hópinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales í kvöld.&nbsp; Heimir Einarsson úr ÍA kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafn Steinssonar sem á við meiðsli að stríða og getur ekki leikið í kvöld.

Landslið

28. maí 2008

Byrjunarlið Íslands gegn Wales

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Wales í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld.&nbsp; Leikurinn hefst kl. 19:35 og hefst miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 17:00 á leikdag.

Landslið