28. maí 2008
Í ár er KSÍ klúbburinn að hefja sitt 18. starfsár og er fyrirkomulag klúbbsins að mestu með sama sniði og undanfarin ár. Síðustu ár hefur klúbburinn verið fullsetinn en nú eru örfá sæti laus og eru áhugasamir hvattir til þess að hafa samband
28. maí 2008
Leikur Serbíu og Íslands er hafinn í Serbíu og er mjög heitt í veðri, hitinn um 35 - 37 stig. Íslensku stelpurnar byrjuðu engu að síður af krafti, í hvítum búningum og áttu fyrsta markskotið á 3. mínútu sem fór reyndar langt framhjá. Fylgst verður með leiknum hér á síðunni.
28. maí 2008
Íslenska kvennalandsliðið lagði það serbneska í dag með fjórum mörkum gegn engu. Mikill hiti setti mark sitt á leikinn en um 37 stig voru á leikvellinum á meðan leikurinn fór fram. Íslenska liðið hefur nú hlotið 12 stig eftir fimm leiki og er í öðru sæti riðilsins, með markatöluna 14 - 2.
28. maí 2008
Íslendingar töpuðu gegn Wales í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 0-1 gestunum í vil og kom sigurmarkið í lok fyrri hálfleiks. Arnór Smárason spilaði sinn fyrsta A landsleik í kvöld.
27. maí 2008
Fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudag verður gefin út 24 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum. Leikskráin verður seld við innganginn á Laugardalsvelli fyrir leik.
27. maí 2008
Ólafur Jóhannesson hefur valið Valsmanninn Birki Má Sævarsson í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales, en liðin mætast á Laugardalsvelli á miðvikudag kl. 19:35.
27. maí 2008
Ísland mætir Serbíu á morgun, miðvikudag, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending kl. 14:50 en leikurinn sjálfur hefst kl. 15:00.
26. maí 2008
Landsliðshópurinn æfði í morgun á Framvelli og var þetta fyrsta æfingin síðan að hópurinn kom saman fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudaginn. Þetta var fyrsta æfingin fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudaginn
26. maí 2008
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales á miðvikudaginn. Indriði Sigurðsson kemur inn í hópinn í stað Ragnars Sigurðssonar sem er meiddur.
26. maí 2008
Í morgun fékkst það staðfest að Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í landsliðshópnum í vináttulandsleik gegn Wales á miðvikudaginn. Ekki fékkst leyfi hjá félagsliði hans, Barcelona, en leikdagurinn er ekki alþjóðlegur leikdagur.
26. maí 2008
Í morgun hélt kvennalandsliðið utan og er förinni heitið til Serbíu. Þar verður leikið við heimamenn í undankeppni fyrir EM 2009 og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV. Leikurinn hefst kl. 15:00, miðvikudaginn 28. maí.
26. maí 2008
Fyrir vináttulandsleik Íslands og Wales á miðvikudag mun Védís Hervör Árnadóttir syngja þjóðsöngva landanna. Þá mun Gunni Óla halda uppi fjörinu í hálfleik með gítar og söng.
26. maí 2008
Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir vináttu landsleik Íslands og Wales á miðvikudag. Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið!
23. maí 2008
Sá landsliðshópur sem John Toshack, landsliðsþjálfari Wales hafði áður tilkynnt fyrir vináttulandsleikina gegn Íslandi 28. maí og Hollandi 1. júní hefur nú verið skorinn niður úr 35 leikmönnum í 27.
23. maí 2008
Ísland og Wales mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 28. maí og hefst leikurinn kl. 19:35. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir þátttöku Íslands í undankeppni fyrir HM 2010. Miðasala er í fullum gangi og er hægt að fá miða á forsöluafslætti ef keypt er á netinu fyrir leikdag.
22. maí 2008
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Wales þann 28. maí næstkomandi. Atli Sveinn Þórarinsson, úr Val, kemur inn í hópinn.
21. maí 2008
Þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna og Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynntu í dag hópa sína fyrir næstu verkefni. Dagur Sveinn Dagbjartsson hitti landsliðsþjálfarana eftir fundinn í dag og heyrði í þeim hljóðið.
21. maí 2008
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Wales afhenta föstudaginn 23. maí frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Takmarkað magn af miðum er í boði á þennan leik.