Verslun
Leit
SÍA
Leit

20. maí 2008

Landsliðshóparnir tilkynntir

Á morgun, miðvikudaginn 21. maí kl. 11:30 munu þeir Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynna landsliðshópa sína er verða í eldlínunni 28. maí næstkomandi.

Landslið

16. maí 2008

Miðasala á Ísland - Wales

Íslendingar taka á móti Wales í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 28. maí kl. 19:35.   Miðasala á leikinn hefst kl. 14:00 í dag og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Landslið

16. maí 2008

Landsliðshópur Wales tilkynntur

John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Íslandi og Hollandi. . Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, mun tilkynna hóp sinn næstkomandi miðvikudag.

Landslið

8. maí 2008

Gary fylgist með Frökkum og Serbum

Gary Wake, aðstoðarlandsliðsþjálfari U19 kvenna, er nú staddur í Frakklandi þar sem hann fylgist með landsleik Frakka og Serba í riðlakeppni fyrir EM kvenna 2009.  Þessar þjóðir eru í sama riðli og Íslendingar

Landslið

7. maí 2008

Markalaust jafntefli í Finnlandi

Íslenska kvennalandsliðið gerði í dag markalaust jafntefli gegn Finnlandi í vináttulandsleik.  Leikið var í Lahti og var leikurinn seinni vináttulandsleikur þjóðanna en fyrri leiknum lauk einnig með jafntefli, 1-1.

Landslið

6. maí 2008

Byrjunarliðið í seinni leiknum gegn Finnlandi

Íslenska kvennlandsliðið leikur seinni vináttulandsleikinn gegn Finnlandi á morgun kl. 15:30 og verður leikið í Lahti á leikvelli sem notaður verður í úrslitakeppni EM 2009.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Landslið

4. maí 2008

Jafnt gegn Finnum

Kvennalandsliðið gerði í dag jafntefli við Finna í vináttulandsleik er leikinn var í Espoo í Finnlandi.  Lokatölur urðu 1-1 og jöfnuðu Finnar leikinn í uppbótartíma.  Edda Garðarsdóttir skoraði mark Íslendinga með glæsilegu skoti.

Landslið

3. maí 2008

Byrjunarliðið gegn Finnlandi

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik gegn Finnlandi á morgun og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn en liðin leika aftur á miðvikudaginn.

Landslið

2. maí 2008

U19 karla tapaði gegn Búlgaríu

Strákarnir í U19 karlalandsliðinu töpuðu gegn Búlgörum í lokaleik liðsins fyrir EM 2008 en leikið var í Noregi.  Lokatölur urðu 2-1 Búlgari í vil en Íslendingar þurftu sigur til þess að tryggja sig áfram í úrslitakeppnina.

Landslið

2. maí 2008

U19 karla leika gegn Búlgörum í dag

Í dag kl. 16:00 leika Íslendingar við Búlgari í milliriðli fyrir EM 2008 hjá U19 karla.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.   

Landslið

30. apríl 2008

Skemmtileg verkefni við Norðurlandamót U16 kvenna

Opna Norðurlandamót U16 kvenna verður haldið í sumar og er skipulag þess í höndum KSÍ.  KSÍ óskar eftir sjálboðaliðum til að vinna við mótið,  sérstaklega á Selfossi og nágrenni og í Keflavík og nágrenni.

Landslið

29. apríl 2008

Byrjunarliðið hjá U19 kvenna gegn Englandi

Í dag leikur íslenska U19 landslið kvenna lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM 2008.  Milliriðillinn er leikinn í Belgíu og eru mótherjarnir í dag Englendingar.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Landslið

29. apríl 2008

Naumt tap hjá U19 kvenna gegn Englandi

Íslenska U19 kvennalandsliðið lék síðasta leikinn í milliriðli fyrir EM 2008 í dag en riðillinn var leikinn í Belgíu.  Íslenska liðið tapaði naumlega gegn sterku ensku liði með einu marki gegn engu og kom sigurmark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok.

Landslið

29. apríl 2008

Byrjunarlið U19 karla gegn Ísrael

U19 landslið karla leikur sinn annan leik í milliriðli fyrir EM 2008 í dag og verða mótherjarnir frá Ísrael.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag.

Landslið

29. apríl 2008

Fullt hús hjá U19 karla

U19 karlalandsliðið vann sinn annan leik í milliriðli fyrir EM 2008 í dag en þá voru Ísraelsmenn lagðir að velli.  Lokatölur urðu 1-0 Íslandi í vil og skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmarkið á 7. mínútu leiksins.

Landslið

28. apríl 2008

Óskar inn í hópinn hjá U19 karla

Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, heldur til Noregs í dag þar sem U19 karla leikur í milliriðli fyrir EM 2008.  Kemur hann í stað Ögmundar Kristinssonar sem varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Noregi.

Landslið

27. apríl 2008

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi hjá U19 karla

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Norðmönnum í dag í fyrsta leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Leikið er í Moss í Noregi og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Landslið

27. apríl 2008

Frábær byrjun hjá U19 karla í Noregi

Íslenska U19 karlalandsliðið byrjaði frábærlega í milliriðli fyrir EM 2008 en riðillinn er leikinn í Noregi.  Fyrsti leikurinn fór fram í dag og voru Norðmenn mótherjarnir að þessu sinni.  Íslenska liðið lagði heimamenn með þremur mörkum gegn tveimur. 

Landslið