26. apríl 2008
Lið U19 kvenna lék annan leik sinn í dag í milliriðli fyrir EM 2008 en leikið er í Belgíu. Gerðu stelpurnar 2-2 jafntefli gegn Póllandi eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1-2. Sara Björk Gunnarsdóttir fékk að líta rauða spjaldið á síðustu mínútu leiksins.
26. apríl 2008
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið landsliðhóp sinn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Finnlandi sem leiknir verða ytra. Leikirnir fara fram 4. og 7. maí og eru liður í lokaundirbúningi liðsins fyrir baráttuna í undankeppni EM
25. apríl 2008
Íslenska U19 landslið karla heldur til Noregs snemma í fyrramálið þar sem leikið verður í milliriðli fyrir EM 2008. Liðið er þar í riðli með heimamönnum, Búlgaríu og Ísrael. Fyrsti leikurinn er við Noreg, sunnudaginn 27. apríl.
24. apríl 2008
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Belgum í dag. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í milliriðli fyrir EM 2008 og er leikið í Belgíu. Önnur lið í riðlinum eru England og Pólland.
24. apríl 2008
Landslið U19 kvenna tapaði í dag gegn Belgum í fyrsta leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008. Eftir markalausan fyrri hálfleik, skoruðu Belgar eina mark leiksins á 65. mínútu. Íslenska liðið leikur gegn Póllandi á laugardaginn.
24. apríl 2008
Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert breytingu á hópi sínum fyrir keppni í milliriðli fyrir EM 2008 sem leikinn verður í Noregi. Aaron Palomares úr HK kemur inn í hópinn í stað Kolbeins Sigþórssonar, sem er meiddur.
23. apríl 2008
Stelpurnar í U19 landsliði kvenna hélt af stað í morgun, ásamt fylgdarliði, til Belgíu þar sem liðið leikur í milliriðli fyrir EM 2008. Fyrsti leikur liðsins er á morgun, fimmtudag, en þá verður leikið gegn heimastúlkum í Belgíu.
23. apríl 2008
Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert þrjár breytingar á hóp sínum er leikur í Noregi í milliriðli fyrir EM 2008. Fyrsti leikur liðsins er gegn heimamönnum, sunnudaginn 27. apríl.
22. apríl 2008
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, mun á morgun fylgjast með leik Grikkja og Frakka í 3. riðli undankeppni fyrir EM 2009. Þessi lið verða mótherjar Íslands síðar á árinu.
16. apríl 2008
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli fyrir EM 2008. Andstæðingar Íslands í riðlinum eru, auk heimastúlkna, Pólland og England.
16. apríl 2008
Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er leikur í milliriðli fyrir EM 2008 í Noregi. Leikið verður dagana 27. apríl til 2. maí. Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru, auk heimamanna, Ísrael og Búlgaría.
9. apríl 2008
Íslenska karlalandsliðið færist upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Íslenska karlalandsliðið er nú í 86. sæti listans. Argentínumenn er sem fyrr í efsta sæti FIFA styrkleikalistans.
9. apríl 2008
KSÍ hefur þekkst boð tékkneska sambandsins um að taka þátt í 8 liða móti fyrir U18 landslið (leikmenn fæddir 1991 og síðar) í Tékklandi 26. - 31. ágúst. Dregið hefur verið í riðla og er Ísland í riðli með heimamönnum, Norðmönnum og Ungverjum.
7. apríl 2008
Landsliðsþjálfararnir, Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa sína sem mæta á úrtaksæfingar um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum.
4. apríl 2008
Dregið hefur verið í riðla í Norðurlandamóti NMU16 kvenna sem fram fer hér á landi næsta sumar og ennfremur hafa leikvellir verið ákveðnir. Íslenska liðið leikur í A-riðli með Þýsklandi, Danmörku og Noregi.
30. mars 2008
Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur í dag seinni vináttulandsleik sinn við Íra og fer leikurinn fram í Dublin. Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn er hefst kl. 11:00.
30. mars 2008
Stelpurnar í U19 kvenna töpuðu stórt gegn stöllum sínum frá Írlandi í dag. Írska liðið var mun sterkara í þessum leik og sigruðu með átta mörkum gegn engu. Grunnurinn að sigri heimastúlkna var lagður í fyrri hálfleik.
29. mars 2008
Íslendingar mæta Finnum í dag í lokaleik milliriðils fyrir EM 2008. Íslensku stelpurnar eiga ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum en efsta liðið vinnur sér sæti í úrslitakeppni EM 2008.