29. mars 2008
Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði í dag gegn stöllum sínum frá Finnlandi með tveimur mörkum gegn fjórum. Íslenska liðið hafnaði því í fjórða sæti milliriðilsins en Danir sigruðu riðilinn eftir hörkukeppni við Finna.
28. mars 2008
Knattspyrnusambönd Íslands og Norður Írlands hafa komist að samkomulagi um að U19 karlalandslið þjóðanna leiki tvo vináttulandsleiki. Leikirnir fara fram ytra og verða 8. og 10. september.
28. mars 2008
Íslenska U19 kvennalandsliðið lagði Íra í dag með einu marki gegn engu. Leikurinn, sem fór fram í Dublin, er fyrri vináttulandsleikur liðanna en síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn. Hlín Gunnlaugsdóttir skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
28. mars 2008
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Írum í vináttulandsleik í dag kl. 16:00. Leikurinn er fyrri leikur liðanna af tveimur leikjum og verður sá seinni á sunnudaginn kl. 11:00.
27. mars 2008
Stelpurnar í U17 kvennalandsliðinu leika sinn annan leik í milliriðli fyrir EM 2008 þegar þær mæta Dönum í dag. Leikurinn hefst kl. 14:30 og fer fram á Spjald Stadion í Danmörku.
27. mars 2008
Íslensku stelpurnar í U17 kvenna biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Danmörku í öðrum leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008. Lokatölur urðu 4-2 fyrir Dani eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1.
26. mars 2008
Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik ytra í kvöld kl. 19:15. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, mun tilkynna byrjunarliðið síðar í dag og verður það birt hér á síðunni.
26. mars 2008
Leik Danmerkur og Íslands í milliriðli EM 2008 hjá U17 kvenna hefur verið frestað en leikurinn átti að fara fram í dag. Mikill kuldi hefur verið í Danmörku og mikill snjór á vellinum. Leikurinn mun fara fram á morgun, fimmtudag, kl. 14:30.
26. mars 2008
Íslendingar mæta Slóvökum í vináttulandsleik í kvöld og fer leikurinn fram í Zlate Moravce. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.
26. mars 2008
Það styttist í vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands sem hefst kl. 19:15 í kvöld. Nú þegar er einn maður mættur á leikstað en það er búningastjórinn, Björn Ragnar Gunnarsson.
26. mars 2008
Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í vináttulandsleik í kvöld en leikið var í Zlaté Moravce. Lokatölur urðu 1-2 Íslendingum í vil eftir að staðan var markalaus í hálfleik. Þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins
25. mars 2008
Íslenska landsliðið æfði í morgun og í gærkvöldi á grasi en fyrsta æfing liðsins varð að fara fram á gervigrasi sökum vætutíðar. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag að Kristján Örn Sigurðsson verði fyrirliði liðsins á morgun.
24. mars 2008
Íslenska landsliðið hélt til Bratislava í Slóvakíu á páskadag en leikinn verður vináttulandsleikur við heimamenn á miðvikudaginn. Fyrsta æfing dagsins þurfti að fara fram á gervigrasi sökum vætutíðar.
24. mars 2008
Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði gegn Rússum í fyrsta leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008. Lokatölur urðu 3-4 eftir að íslenska liðið hafði leitt í hálfleik, 3-1. Leikið verður við heimastúlkur í Danmörku á miðvikudaginn.
24. mars 2008
Hermann Hreiðarsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum sem mætir Slóvökum í vináttulandsleik á miðvikudaginn. Hermann er meiddur og var þessi ákvörðun tekin eftir samráð við lækni íslenska landsliðsins.
21. mars 2008
Íslenska kvennalandsliðið færist upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA er birtur var í dag. Ísland er nú í nítjánda sæti listans eftir góðan árangur á Algarve Cup fyrr í þessum mánuði.
19. mars 2008
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem fer til Slóvakíu til að leika vináttulandsleik 26. mars næstkomandi. Tryggvi Guðmundsson úr FH kemur inn í hópinn
18. mars 2008
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp til þess að leika tvo vináttulandsleiki gegn Írum nú í lok mars. Leikirnir fara fram 28. og 30. mars og verða leiknir í Dublin.