Verslun
Leit
SÍA
Leit

17. mars 2008

Hópurinn gegn Slóvökum tilkynntur

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur valið 20 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Slóvökum 26. mars.  Leikurinn fer fram í Zlaté Moravce í Slóvakíu.  Margar breytingar eru á hópnum frá leiknum við Færeyinga.

Landslið

17. mars 2008

U17 kvenna leikur í milliriðli EM í Danmörku

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt hóp sinn er heldur til Danmörku um páskana.  Þar leikur liðið í milliriðli fyrir EM 2008 en mótherjarnir verða, auk heimamanna, Rússar og Finnar.

Landslið

16. mars 2008

Byrjunarliðið gegn Færeyingum

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyingum í dag kl. 16:00.  Leikurinn fer fram í hinu glæsilega knatthúsi Kórnum í Kópavogi.  Sex leikmenn frá Íslandsmeisturum Vals eru í byrjunarliðinu.

Landslið

16. mars 2008

Færeyingar lagðir í Kórnum

Íslendingar lögðu Færeyinga í dag í vináttulandsleik en leikurinn fór fram í knatthúsinu Kórnum.  Lokatölur urðu 3-0 eftir að Íslendingar höfðu haft forystu í hálfleik, 1-0.  Þetta er fyrsti karlalandsleikur sem fram fer innanhúss á Íslandi

Landslið

14. mars 2008

Samningur á milli KSÍ og Flugleiðahótela ehf

Í gær var undirritaður samningur á milli KSÍ og Flugleiðahótela ehf um gistingu fyrir landslið Íslands og aðra gistingu á vegum Knattspynusambandsins.  Í samningum felst m.a. að A landslið Íslands munu framvegis gista á Hilton Hóteli.

Landslið

14. mars 2008

Sérstakar undirbúningsæfingar U19 karla

Sérstakar undirbúningsæfingar verða hjá U19 karla dagana 20. - 22. mars næstkomandi.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp fyrir þessar æfingar en þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil EM 2008.

Landslið

14. mars 2008

Viðureignir Íslands og Færeyja

Leikur Íslendinga og Færeyinga á sunnudaginn er sá 21. í röðinni í A-landsleik karla.  Íslendingar hafa unnið nítján leiki af þessum tuttugu en einu sinni hefur orðið jafntefli

Landslið

13. mars 2008

Aðgöngumiðar á Ísland-Færeyjar fyrir handhafa A-passa

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Færeyja afhenta föstudaginn 14. mars frá kl. 10:00 - 15:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Mjög takmarkað magn af miðum er í boði á þennan leik.

Landslið

13. mars 2008

Leikskráin fyrir leikinn gegn Færeyingum í Kórnum

Fyrir landsleikinn gegn Færeyingum á sunnudag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.  Útgáfa á leikskrám var hafin að nýju á síðasta ári eftir meira en áratugshlé.

Landslið

12. mars 2008

Landsliðshópur Íslands gegn Færeyjum

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti landsliðshóp sinn í dag en Ísland tekur á móti Færeyjum í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni Kórnum, sunnudaginn 16. mars og hefst kl. 16:00.  Miðasala fer fram á www.midi.is.

Landslið

12. mars 2008

Glæsilegur sigur á Finnum

Kvennalandsliðið íslenska sigraði í dag stöllur sínar frá Finnlandi en leikurinn var um 7. sætið á Algarve Cup.  Lokatölur urðu 3-0 Íslandi í vil eftir að liðið hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik.  Katrín Jónsdóttir setti landsleikjamet þegar hún lék sinn 70. landsleik í dag.

Landslið

12. mars 2008

Ólafur leitar ráðgjafar hjá kollegum

Í undankeppni HM 2010 sem hefst í haust verða mótherjar Íslands, Holland, Skotland, Noregur og Makedónía.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að leita til fjögurra valinkunna kollega sinna

Landslið

11. mars 2008

Úrtakshópur hjá U17 karla á ferðinni um helgina

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um helgina.  Æft verður tvisvar og fara æfingar fram í Kórnum og í Egilshöllinni.  Alls eru leikmennirnir 31 sem boðaðir eru til þessara æfinga.

Landslið

11. mars 2008

Leikið við Finna um 7. sætið

Ísland mætir Finnum í leik um 7. sætið á Algarve Cup og hefst leikurinn kl. 10:30 að íslenskum tíma.  Fyrirliði Íslands, Katrín Jónsdóttir, leikur sinn 70. landsleik og setur þar með landsleikjamet en fyrra metið átti Ásthildur Helgadóttir.

Landslið

10. mars 2008

Leikið við Portúgal í dag kl. 15:45

Íslenska kvennalandsliðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppni á Algarve Cup í dag, mánudag.  Mótherjarnir verða heimastúlkur í Portúgal og hefst leikurinn kl. 15:45.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal

Landslið

10. mars 2008

Miðasala á Ísland - Færeyjar er hafin

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Færeyja er hafin en leikurinn fer fram sunnudaginn 16. mars og hefst kl. 16:00.  Leikið verður í hinni glæsilegu íþróttahöll Kórnum í Kópavogi.  Einungis eru 1000 miðar í boði.

Landslið

10. mars 2008

Öruggur sigur á Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið lagði í dag Portúgal að velli en leikurinn var sá síðasti í C-riðlinum á Algarve Cup.  Lokatölur urðu 3-0 Íslandi í vil og tryggðu þær sér því sigur í riðlinum.  Stelpurnar leika um sjöunda sæti mótsins á miðvikudaginn og verða mótherjarnir Finnar.

Landslið

9. mars 2008

Leikið við Portúgal á morgun

Íslenska kvennalandsliðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppni á Algarve Cup á morgun, mánudag.  Mótherjarnir verða heimastúlkur í Portúgal og hefst leikurinn kl. 15:45.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal.

Landslið