17. mars 2008
Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur valið 20 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Slóvökum 26. mars. Leikurinn fer fram í Zlaté Moravce í Slóvakíu. Margar breytingar eru á hópnum frá leiknum við Færeyinga.
17. mars 2008
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt hóp sinn er heldur til Danmörku um páskana. Þar leikur liðið í milliriðli fyrir EM 2008 en mótherjarnir verða, auk heimamanna, Rússar og Finnar.
16. mars 2008
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyingum í dag kl. 16:00. Leikurinn fer fram í hinu glæsilega knatthúsi Kórnum í Kópavogi. Sex leikmenn frá Íslandsmeisturum Vals eru í byrjunarliðinu.
16. mars 2008
Íslendingar lögðu Færeyinga í dag í vináttulandsleik en leikurinn fór fram í knatthúsinu Kórnum. Lokatölur urðu 3-0 eftir að Íslendingar höfðu haft forystu í hálfleik, 1-0. Þetta er fyrsti karlalandsleikur sem fram fer innanhúss á Íslandi
14. mars 2008
Í gær var undirritaður samningur á milli KSÍ og Flugleiðahótela ehf um gistingu fyrir landslið Íslands og aðra gistingu á vegum Knattspynusambandsins. Í samningum felst m.a. að A landslið Íslands munu framvegis gista á Hilton Hóteli.
14. mars 2008
Sérstakar undirbúningsæfingar verða hjá U19 karla dagana 20. - 22. mars næstkomandi. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp fyrir þessar æfingar en þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil EM 2008.
14. mars 2008
Leikur Íslendinga og Færeyinga á sunnudaginn er sá 21. í röðinni í A-landsleik karla. Íslendingar hafa unnið nítján leiki af þessum tuttugu en einu sinni hefur orðið jafntefli
13. mars 2008
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Færeyja afhenta föstudaginn 14. mars frá kl. 10:00 - 15:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Mjög takmarkað magn af miðum er í boði á þennan leik.
13. mars 2008
Fyrir landsleikinn gegn Færeyingum á sunnudag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum. Útgáfa á leikskrám var hafin að nýju á síðasta ári eftir meira en áratugshlé.
12. mars 2008
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti landsliðshóp sinn í dag en Ísland tekur á móti Færeyjum í vináttulandsleik. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni Kórnum, sunnudaginn 16. mars og hefst kl. 16:00. Miðasala fer fram á www.midi.is.
12. mars 2008
Kvennalandsliðið íslenska sigraði í dag stöllur sínar frá Finnlandi en leikurinn var um 7. sætið á Algarve Cup. Lokatölur urðu 3-0 Íslandi í vil eftir að liðið hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Katrín Jónsdóttir setti landsleikjamet þegar hún lék sinn 70. landsleik í dag.
12. mars 2008
Í undankeppni HM 2010 sem hefst í haust verða mótherjar Íslands, Holland, Skotland, Noregur og Makedónía. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að leita til fjögurra valinkunna kollega sinna
11. mars 2008
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um helgina. Æft verður tvisvar og fara æfingar fram í Kórnum og í Egilshöllinni. Alls eru leikmennirnir 31 sem boðaðir eru til þessara æfinga.
11. mars 2008
Ísland mætir Finnum í leik um 7. sætið á Algarve Cup og hefst leikurinn kl. 10:30 að íslenskum tíma. Fyrirliði Íslands, Katrín Jónsdóttir, leikur sinn 70. landsleik og setur þar með landsleikjamet en fyrra metið átti Ásthildur Helgadóttir.
10. mars 2008
Íslenska kvennalandsliðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppni á Algarve Cup í dag, mánudag. Mótherjarnir verða heimastúlkur í Portúgal og hefst leikurinn kl. 15:45. Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal
10. mars 2008
Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Færeyja er hafin en leikurinn fer fram sunnudaginn 16. mars og hefst kl. 16:00. Leikið verður í hinni glæsilegu íþróttahöll Kórnum í Kópavogi. Einungis eru 1000 miðar í boði.
10. mars 2008
Íslenska kvennalandsliðið lagði í dag Portúgal að velli en leikurinn var sá síðasti í C-riðlinum á Algarve Cup. Lokatölur urðu 3-0 Íslandi í vil og tryggðu þær sér því sigur í riðlinum. Stelpurnar leika um sjöunda sæti mótsins á miðvikudaginn og verða mótherjarnir Finnar.
9. mars 2008
Íslenska kvennalandsliðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppni á Algarve Cup á morgun, mánudag. Mótherjarnir verða heimastúlkur í Portúgal og hefst leikurinn kl. 15:45. Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal.