Verslun
Leit
SÍA
Leit

7. mars 2008

Leikið við Írland í dag

Kvennalandsliðið leikur sinn annan leik á Algarve Cup í dag, föstudag, þegar liðið mætir Írum.  Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum hér á síðunni.

Landslið

7. mars 2008

Öruggur sigur á Írum

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag öruggan sigur á Írlandi en þetta var annar leikur stelpnanna á Algarve Cup.  Lokatölur urðu 4-1 og komu öll mörkin í fyrri hálfleik.  Næsti leikur íslensku stelpnanna er á mánudaginn þegar að leikið verður við heimastúlkur í Portúgal.

Landslið

6. mars 2008

Leikið við Írland á morgun

Kvennalandsliðið leikur sinn annan leik á Algarve Cup á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Írum.  Stelpurnar lögðu Pólland í fyrsta leik sínum á mótinu en Írar töpuðu gegn Portúgal.

Landslið

6. mars 2008

Landsliðshópur Færeyinga tilkynntur

Íslendingar taka á móti Færeyingum í vináttulandsleik, sunnudaginn 16. mars kl. 16:00.  Leikurinn fer fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi og er þetta fyrsti A-landsleikur karla sem leikinn er innandyra hér á landi.

Landslið

5. mars 2008

Sigur á Pólverjum í fyrsta leik á Algarve

Íslenska kvennalandsliðið hóf leik í dag á Algarve Cup með því að sigra Pólland.  Lokatölur urðu 2-0 eftir markalausan fyrri hálfleik.  Íslenska liðið sótti mun meira í leiknum en góður pólskur markvörður gerði okkar stelpum erfitt fyrir.

Landslið

5. mars 2008

Leikið gegn Póllandi kl. 13:15 í dag

Íslenska kvennalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á Algarve Cup í dag og eru Póverjar mótherjarnir.  Leikurinn hefst kl. 13:15 og verður fylgst með gangi mála hér á síðunni.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum. Sjá má textalýsingu af leiknum hér að neðan.

Landslið

5. mars 2008

FIFA fjölgar dómurum á nokkrum leikjum á Algarve

FIFA mun vera nota Algarve Cup sem tilraunamót fyrir nýjung í dómaramálum.  Á nokkrum leikjum á Algarve Cup verða dómararnir sex talsins í stað fjögurra.  Ekki verður gefið upp fyrirfram á hvaða leikjum þetta kerfi verður notað.

Landslið

4. mars 2008

Æfingahelgi hjá U17 og U19 kvenna framundan

Um helgina verða æfingar hjá U17 og U19 landsliðum kvenna og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni.  Þau Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Landslið

4. mars 2008

Góðar aðstæður hjá kvennalandsliðinu

Íslenska kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem liðið tekur þátt á Algarve Cup.  Fyrsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag og verða Pólverjar andstæðingarnir.

Landslið

3. mars 2008

Landsliðið hélt utan til Algarve í morgun

Kvennalandsliðið hélt utan í morgun til Algarve þar sem liðið tekur þátt í Algarve Cup.  Ein breyting hefur verið gerð á hópnum.  Sif Atladóttir varð að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla og í hennar stað kemur Embla Grétarsdóttir.

Landslið

25. febrúar 2008

Hópurinn tilkynntur fyrir Algarve Cup

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshópinn er tekur þátt á Algarve Cup dagana 5. - 12. mars.  Mótherjar Íslands á mótinu verða Pólland, Írland og Portúgal.  Einnig verður leikið um sæti á mótinu.

Landslið

25. febrúar 2008

Æfingahelgi hjá U17 og U19 karla framundan

Um helgina verða æfingar hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Lúka Kostic og Kristinn R. Jónsson, valið leikmenn til þessara æfinga.  Tveir hópar verða við æfingar hjá U19 karla.

Landslið

22. febrúar 2008

Hvenær lék Hemmi Hreiðars sinn fyrsta A-landsleik?

Hversu oft vakna spurningar á kaffistofum landsmanna um atriði eins og t.d. þessi:  Hvenær lék Hemmi Hreiðars sinn fyrsta landsleik?  Hvað hefur Eiður Smári skorað mörg landsliðsmörk?  Hvað hefur Ásta B. Gunnlaugsdóttir leikið marga landsleiki?

Landslið

19. febrúar 2008

31 leikmaður valinn til æfinga hjá U17 karla

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 31 leikmann til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum þessa helgi og fara æfingarnar fram í Akraneshöllinni og Reykjaneshöllinni.

Landslið

18. febrúar 2008

Æfingahelgi framundan hjá U17 og U19 kvenna

Um komandi helgi verða æfingar hjá kvennalandsliðum U17 og U19 og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.  Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið leikmenn til þessara æfinga.

Landslið

18. febrúar 2008

A landslið kvenna æfir um helgina

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 26 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara æfingarnar fram í Egilshöllinni og Kórnum.

Landslið

13. febrúar 2008

Leikdagar ákveðnir í undankeppni U17 kvenna

Gefnir hafa verið út leikdagar í riðli Íslendinga í undankeppni EM 2009 hjá U17 kvenna.  Riðill Íslendinga verður leikinn á Ítalíu og verður verkefni íslensku stelpnanna verðugt.

Landslið

11. febrúar 2008

Landsleikur við Azerbaijan 20. ágúst á Laugardalsvelli

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Azerbaijan hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram 20. ágúst og verður leikinn á Laugardalsvelli.

Landslið