6. febrúar 2008
U21 karlalandsliðið leikur við Kýpur í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM 2009. Leikið er á Kýpur og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leiknum.
6. febrúar 2008
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Armeníu kl. 16:30 í dag. Leikurinn er lokaleikur liðsins á æfingamóti sem fram fer á Möltu. Armenar hafa unnið báða leiki sína til þessa en Íslendingar eru án stiga.
6. febrúar 2008
Íslenska U21 karlalandsliðið beið lægri hlut í dag gegn Kýpur ytra en leikurinn var í riðlakeppni EM 2009. Lokatölur urðu 2-0 fyrir heimamenn eftir að staðan í hálfleik var 0-0.
6. febrúar 2008
Íslendingar lögðu Armena að velli í dag en leikurinn var síðasti leikur liðsins á æfingamóti sem fram fór á Möltu. Lokatölur urðu 2-0 Íslendingum í vil og voru það Tryggvi Guðmundsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoruðu mörk Íslands.
5. febrúar 2008
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 30 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Fífunni og verða leiknir æfingaleikir fyrri daginn.
5. febrúar 2008
Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið tvo hópa til æfinga um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum um helgina en alls eru 47 leikmenn boðaðir til þessara æfinga.
4. febrúar 2008
Ísland leikur gegn Möltu á æfingamóti í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma. Bæði liðin töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferð, Íslendingar fyrir Hvít Rússum og Malta fyrir Armeníu.
4. febrúar 2008
Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Möltu í kvöld en leikurinn er liður í æfingamóti sem fer fram á Möltu. Lokatölur urðu eitt mark gegn engu fyrir heimamenn og kom markið á 18. mínútu leiksins. Ísland leikur á móti Armeníu á miðvikudag.
2. febrúar 2008
Ísland og Hvíta Rússland mætast í dag kl. 14:00 en leikurinn er liður í æfingamóti sem fram fer á Möltu. Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og eru þrír nýliðar sem byrja leikinn í dag. Fylgst er með leiknum hér á síðunni.
2. febrúar 2008
Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Hvít Rússum í fyrsta leik æfingamótsins á Möltu. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Hvít Rússa eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik. Ísland leikur gegn Möltu á mánudaginn.
1. febrúar 2008
Karlalandsliðið er statt á Möltu um þessar mundir þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti. Fyrsti leikur liðsins er við Hvíta Rússland á morgun, laugardag. Þessar þjóðir hafa ekki áður mæst í A-landsleik karla.
31. janúar 2008
Íslenski landsliðshópurinn kom til Möltu í nótt eftir langt ferðalag og í dag var æft tvisvar sinnum. Landsliðið mætir Hvít Rússum á laugardaginn, Möltu á mánudaginn og Armenum á miðvikudaginn.
30. janúar 2008
Íslenska landsliðið hélt af stað í morgun til Möltu þar sem liðið leikur á æfingamóti, 2. - 6. febrúar. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, valdi 30 leikmenn í landsliðshópinn en af þeim hópi eru 6 leikmenn sem geta ekki tekið þátt í þessu móti.
28. janúar 2008
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið hóp til æfinga um helgina. Æft verður tvisvar sinnum og hafa tuttugu og sjö leikmenn verið valdir til þessara æfinga.
28. janúar 2008
Þau Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 kvenna, hafa valið hópa til æfinga um helgina. Æfingarhópur U17 kvenna æfir í Kórnum en U19 kvenna æfir bæði í Kórnum og Egilshöll.
28. janúar 2008
Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Kýpur ytra þann 6. febrúar næstkomandi. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2009 og er Ísland með 6 stig eftir 5 leiki í riðlinum.
21. janúar 2008
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið leikmenn til æfinga um komandi helgi. Æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara æfingarnar fram í Kórnum í Kópavogi.
21. janúar 2008
Æfingar verða hjá U16 karla um komandi helgi og hafa 36 leikmenn verið boðaðir til þessara æfinga sem verða undir stjórn Freys Sverrissonar. Æft verður tvisvar um helgina og fara æfingarnar fram í Egilshöll og Kórnum.