Verslun
Leit
SÍA
Leit

20. desember 2007

Vináttulandsleikur gegn Wales 28. maí

Íslendingar munu spila vináttulandsleik gegn Wales, miðvikudaginn 28. maí 2008 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Þetta er sjötti vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á næsta ári en leikið verður við Færeyjar og Slóvakíu í mars sem og við Armeníu, Hvíta-Rússland og Möltu á æfingamóti í febrúar.

Landslið

17. desember 2007

Ísland í 90. sæti FIFA styrkleikalistans

Nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út í morgun og er íslenska landsliðið í 90. sæti listans og hefur fallið um eitt sæti frá því að síðasti listi var gefinn út.  Argentínumenn halda toppsæti FIFA styrkleikalistans.

Landslið

17. desember 2007

Rúnar Kristinsson heiðraður fyrir 100 landsleiki

Rúnar Kristinsson var heiðraður af Knattspyrnusambandi Íslands í kvöld fyrir að vera fyrstur til þess að spila 100 A-landsleiki.  Einnig fengu 74 aðilar heiðursmerki KSÍ fyrir frábær störf til handa íslenskrar knattspyrnu.

Landslið

14. desember 2007

Norðmenn fyrstu mótherjar Íslendinga

Í dag funduðu forsvarsmenn knattspyrnusambanda þjóðanna í 9. riðli undankeppni HM 2010 og voru leikdagar ákveðnir.  Ísland leikur fyrsta leikinn gegn Norðmönnum á útivelli 6. september og Skotar sækja okkur heim 10. september.

Landslið

11. desember 2007

Dregið í riðla hjá U17 og U19 kvenna

Í dag var dregið í riðla í forkeppni hjá U17 og U19 kvenna fyrir EM 2009.  Riðlarnir verða leiknir um  haustið 2008.  U17 er í riðli með Ítalíu, Frakklandi og Azerbaijan.  U19 er í riðli með Írlandi, Ísrael og Grikklandi.

Landslið

11. desember 2007

Úrtakshópur valinn hjá U16 karla

Freyr Sverrisson, þjálfari landsliðs U16 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina og hafa 36 leikmenn verið valdir til þessara æfinga.

Landslið

11. desember 2007

Milliriðlarnir klárir hjá U17 og U19 kvenna

Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2008 hjá U17 og U19 kvenna.  Ísland var í pottinum í báðum þessum keppnum og er ljóst að erfiðir leikir eru framundan hjá stelpunum þegar leikið verður í vor.

Landslið

11. desember 2007

Úrtaksæfingar hjá U16 kvenna um helgina

Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari U16 landsliðs kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  36 leikmenn eru boðaðir til tveggja æfinga um helgina og fara þær báðar fram í knatthúsinu Kórnum.

Landslið

11. desember 2007

Æfingar hjá U21 karla um komandi helgi

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi.  Valdir eru 26 leikmenn til þessara æfinga en æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara báðar æfingarnar fram í knatthúsinu Kórnum.

Landslið

10. desember 2007

Leikið við Slóvakíu 26. mars

KSÍ og Knattspyrnusamband Slóvakíu hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna mætist vináttulandsleik í Slóvakíu 26. mars næstkomandi.  Leikdagurinn 26. mars er alþjóðlegur landsleikjadagur.

Landslið

4. desember 2007

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um næstu helgi

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar um helgina og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.

Landslið

4. desember 2007

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um komandi helgi

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna,  hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Kristrún velur 30 leikmenn til þessara æfinga en æft verður tvisvar um helgina, í Egilshöll og Kórnum.

Landslið

3. desember 2007

Leikið við Færeyjar 16. mars

Ísland og Færeyjar munu mætast í vináttulandsleik sunnudaginn 16. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í hinu nýja knattspyrnuhúsi Kórnum í Kópavogi. 

Landslið

29. nóvember 2007

Leikjaniðurröðun á Algarve Cup 2008

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt á hinu sterka Algarve Cup 2008 en mótið fer fram dagana 5. - 12. mars.  Ísland er í riðli með Póllandi, Írlandi og Portúgal á mótinu.

Landslið

29. nóvember 2007

Milliriðillinn klár hjá U19 karla

Í dag var dregið í milliriðla EM 2008 hjá U19 karla og var Ísland í pottinum.  Ísland lenti í riðli með Noregi, Ísrael og Búlgaríu.  Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitakeppnina sem fram fer í Tékklandi 14. - 26. júlí.

Landslið

29. nóvember 2007

Riðill U17 karla fyrir EM 2009 leikinn á Íslandi

Í dag var dregið í undankeppni EM 2009 hjá U17 og U19 karla.  Hjá U17 drógust Íslendingar í riðil með Sviss, Noregi og Úkraínu og verður riðillinn leikinn á Íslandi. Hjá U19 karla leika Íslendingar gegn Svíþjóð, Austurríki og Makedóníu.

Landslið

28. nóvember 2007

Úrtaksæfingar hjá U19 karla um helgina

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 36 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.

Landslið

28. nóvember 2007

Drætti í milliriðla hjá U19 karla frestað um einn dag

Drætti í milliriðla fyrir EM U19 karla, er fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um einn dag vegna tæknilegra örðugleika.  Á morgun, fimmtudag, verður því dregið í milliriðla fyrir EM 2008 og fyrir undankeppni EM 2009.

Landslið