Verslun
Leit
SÍA
Leit

27. nóvember 2007

Dregið í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna 11. desember

Dregið verður í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna 11. desember næstkomandi.  Landslið U19 kvenna er í efsta styrkleikaflokki en U17 kvenna er í öðrum styrkleikaflokki.

Landslið

27. nóvember 2007

Æfingar hjá U19 kvenna 1. og 2. desember

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 25 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar um helgina, í Kórnum og í Egilshöllinni.  Athygli skal vakin á því að U17 kvenna æfir ekki um þessa helgi.

Landslið

27. nóvember 2007

Dregið í milliriðla EM hjá U19 karla

Ísland verður í pottinum þegar dregið verður í milliriðla í EM 2008 hjá U19 karla.  Drátturinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember, og verður dregið í Cannes í Frakklandi.  Úrslitakeppni fer fram í Tékklandi 14. - 26. júlí.

Landslið

25. nóvember 2007

Ísland í 9. riðli fyrir undankeppni HM 2010

Dregið hefur verið í riðla fyrir undankeppni HM 2010.  Drátturinn fór fram í Durban í Suður-Afríku í dag, sunnudag, og hafnaði Ísland í 9. riðli ásamt Hollandi, Skotlandi, Noregi og Makedóníu.

Landslið

23. nóvember 2007

Ísland í 5. styrkleikaflokki fyrir HM 2010

Næstkomandi sunnudag verður dregið í undankeppni HM 2010 í Suður Afríku og fer drátturinn fram í Durban.  Ísland er í 5. styrkleikaflokki en níu þjóðir eru í hverjum styrkleikaflokki nema þeim síðasta sem skipaður er 8 þjóðum.

Landslið

23. nóvember 2007

Ísland í 89. sæti styrkleikalista FIFA

Íslenska karlalandsliðið er í 89. sæti styrkleikalista FIFA en nýr listi var birtur í dag.  Ísland fellur um 10 sæti frá því að síðasti listi var birtur.  Argentína er í efsta sætinu og Brasilíumenn koma þar á eftir.

Landslið

21. nóvember 2007

Allt klárt fyrir leikinn

Leikur Danmerkur og Íslands hefst kl. 19:00 í kvöld að íslenskum tíma.  Leikurinn fer fram á Parken og ljóst er að mikill fjöldi Íslendinga verður á staðnum og mun vonandi láta heyra vel í sér.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn.

Landslið

21. nóvember 2007

Danir sterkari á Parken

Danir lögðu Íslendinga í kvöld í lokaleik þjóðanna í undankeppni fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu 3-0 fyrir Dani eftir að staðan hafði verið 2-0 í hálfleik.  Íslendingar enduðu því í sjötta sæti riðilsins með átta stig.

Landslið

20. nóvember 2007

U21 karla leikur gegn Belgum í kvöld

Landslið U21 karla leikur í dag við Belga í undankeppni EM og fer leikurinn fram í Brussel.  Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.  Íslendingar hafa fengið þrjú stig til þessa í riðlinum eftir fjóra leiki en Belgar hafa fjögur stig eftir jafn marga leiki.

Landslið

20. nóvember 2007

Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku tilkynnt

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Dönum í lokaleik þjóðanna í undankeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn fer fram á Parken á morgun, miðvikudag og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.

Landslið

20. nóvember 2007

Ísland yfir gegn Belgum í hálfleik

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur nú gegn Belgum og er leikurinn í undankeppni EM.  Staðan í hálfleik er sú að Íslendingar leiða í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu.  Það voru þeir Birkir Bjarnason og Arnór Smárason sem skoruðu mörk Íslendinga.

Landslið

20. nóvember 2007

Æft á Parken í kvöld - Síðasta æfing fyrir leik

Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Dönum og í kvöld æfði liðið á keppnisvellinum sjálfum, hinum kunna Parken.  Ólafur Jóhannesson tilkynnti byrjunarliðið þar og má sjá það annars staðar hér á síðunni.

Landslið

20. nóvember 2007

Sætur sigur á Belgum

Íslenska U21 karlalandsliðið lagði Belga í dag í Brussel með tveimur mörkum gegn einu.  Leikurinn var í undankeppni EM U21.  Þeir Birkir Bjarnason og Arnór Smárason skoruðu mörk Íslendinga í fyrri hálfleik.

Landslið

19. nóvember 2007

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna

Úrtaksæfingar verða um komandi helgi hjá U17 og U19 kvenna um komandi helgi.  Þau Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 kvenna, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Landslið

19. nóvember 2007

Mikill áhugi Íslendinga á leiknum

Landsliðið æfir af krafti fyrir leikinn gegn Dönum og voru tvær æfingar á dagskránni í dag.  Gengu þær vel og fer vel um mannskapinn í Kaupmannahöfn.  Mikill áhugi Íslendinga er á leiknum og hafa rúmlega 1000 miðar verið seldir landanum.

Landslið

18. nóvember 2007

Landsliðið æfði tvisvar í dag

Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af krafti fyrir landsleikinn gegn Danmörku á miðvikudag.  Í dag æfði liðið tvisvar sinnum en seinni æfingin stóð yfir aðeins í um 40 mínútur en þá fór rafmagnið af æfingavellinum.

Landslið

18. nóvember 2007

Landslið U21 karla komið til Belgíu

Íslenska U21 karlalandsliðið er komið til Belgíu en þar leikur liðið við heimamenn á þriðjudaginn.  Leikurinn er liður í undankeppni EM U21 karla og fer leikurinn fram í Brussel.

Landslið

17. nóvember 2007

Fyrsta æfing Ólafs í dag

Íslenska karlalandsliðið er komið til Kaupmannahafnar en þar verður leikið við Dani á Parken, næstkomandi miðvikudag.  Ólafur Jóhannesson stjórnaði sinni fyrstu landsliðsæfingu í dag.

Landslið