Verslun
Leit
SÍA
Leit

16. nóvember 2007

Norðurlandamót U16 stúlkna á Íslandi 2008

Næsta sumar mun Ísland halda Opna Norðurlandamót U16 stúlkna en mótið var hér síðast sumarið 2002 og fór þá fram í Reykjavík.   Næsta sumar er stefnt að því að leikið verði á Suðurnesjum og á Suðurlandi

Landslið

16. nóvember 2007

Ásgeir Gunnar kemur inn í hópinn

Ólafur Jóhannesson hefur gert aðra breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Dönum í undankeppni EM á miðvikudaginn.  Ásgeir Gunnar Ásgeirsson úr FH kemur inn í hópinn í stað Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er veikur.

Landslið

16. nóvember 2007

Byrjunarliðið hjá U21 karla tilbúið

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik í Trier í kvöld.  Leikurinn er undirbúningur fyrir leik gegn Belgum sem fer fram á þriðjudaginn og er í undankeppni EM.

Landslið

16. nóvember 2007

Tap gegn Þjóðverjum hjá U21 karla

Íslenska U21 karlalandsliðið tapaði í kvöld fyrir Þjóðverjum í vináttulandsleik en leikið var í Trier.  Lokatölur urðu 3-0 heimamönnum í vil eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. 

Landslið

15. nóvember 2007

Úrtaksæfingar hjá landsliði U19 karla

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið úrtakshópa til æfinga um komandi helgi.  Valdir eru tveir hópar til þessara æfinga en hvor hópurinn mun æfa tvisvar sinnum í Egilshöll annars vegar og Kórnum hinsvegar.

Landslið

15. nóvember 2007

U21 karla leikur í Þýskalandi og Belgíu

U21 landslið karla hélt í morgun til Þýskalands en á föstudaginn leika þeir vináttulandsleik við Þjóðverja í Trier.  Þaðan heldur liðið svo til Belgíu en att verður kappi við heimamenn á þriðjudaginn í undankeppni EM.

Landslið

15. nóvember 2007

Breyting á landsliðshópnum

Ólafur Jóhannesson hefur þurft að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum fyrir leikinn gegn Dönum.  Eiður Smári Guðjohnsen hefur dregið sig út úr hópnum af persónulegum ástæðum og í hans stað hefur Ólafur valið Eyjólf Héðinsson.

Landslið

13. nóvember 2007

Þrír nýliðar í 20 manna hópnum

Fyrsti landsliðshópur Ólafs Jóhannessonar, þjálfara A-landsliðs karla, var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þriðjudag.  Þrír nýliðar eru í hópnum, sem telur 20 leikmenn.

Landslið

12. nóvember 2007

Bjarni Sigurðsson ráðinn markmannsþjálfari A karla

Bjarni Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hefur verið ráðinn sem markmannsþjálfari A-landsliðs karla.  Bjarni lék 41 leik fyrir A-landslið Íslands á árunum 1980-1991.

Landslið

12. nóvember 2007

Fyrsti landsliðshópur Ólafs kynntur á þriðjudag

Fyrsti landsliðshópur Ólafs Jóhannessonar verður tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ á þriðjudag kl. 13:00.  Um er að ræða hóp Íslands fyrir lokaleikinn í undankeppni EM 2008

Landslið

7. nóvember 2007

Kvennalandsliðið til Algarve í mars

Íslenska kvennalandsliðið mun taka þátt á hinu sterka Algarve Cup 3. - 13. mars næstkomandi.  Ísland verður í C-riðli með Póllandi, Portúgal og Írlandi en auk leikja við þessar þjóðir, verður leikið um sæti á mótinu.

Landslið

6. nóvember 2007

Úrtaksæfingar U17 og U19 karla 10. og 11. nóvember

Alls hafa 70 leikmenn verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U19 og U17 landslið karla sem fram fara um næstu helgi, 10. og 11. nóvember.  Æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi. 

Landslið

6. nóvember 2007

U21 landsliðshópurinn gegn Þjóðverjum og Belgum

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik 16. nóvember og Belgum í undankeppni Evrópumótsins 20. nóvember.  Smellið hér að neðan til að skoða nánar.

Landslið

1. nóvember 2007

Pétur Pétursson ráðinn aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar

Pétur Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, en gengið var frá samningi við Pétur í morgun.  Pétur hefur störf nú þegar og mun verða Ólafi til aðstoðar í næsta leik.

Landslið

30. október 2007

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hafa valið úrtakshópa til æfinga um komandi helgi.  Hóparnir æfa tvisvar sinnum og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll.

Landslið

29. október 2007

Ólafur Jóhannesson ráðinn þjálfari A-landsliðs karla

Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla og tekur hann við af Eyjólfi Sverrissyni.  Samningur Ólafs er til tveggja ára eða til 31. desember 2009.  Fyrsti leikur Ólafs verður 21. nóvember nk. þegar að Íslendingar sækja Dani heim á Parken.

Landslið

27. október 2007

Samþykkt frá stjórnarfundi KSÍ

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi.

Landslið

26. október 2007

Klara eftirlitsmaður UEFA í Englandi

Klara Bjarmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á landsleik Englands og Hvíta Rússlands í undankeppni EM kvenna.  Leikurinn fer fram á Bescot Stadium í Walsall.

Landslið