Verslun
Leit
SÍA
Leit

26. október 2007

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum

Íslendingar sækja Dani heim á Parken í Kaupmannahöfn og fer leikurinn fram miðvikudaginn 21. nóvember og hefst kl. 20:00 að staðartíma.  Áfram Ísland klúbburinn verður með upphitun fyrir leikinn.

Landslið

24. október 2007

Æfingar hjá U17 og U19 karla

Um helgina verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða tvær æfingar hjá hvorum hópi.  Landsliðsþjálfararnir, Luka Kostic og Kristinn Rúnar Jónsson, hafa valið úrtakshópa til þessara æfinga.

Landslið

24. október 2007

Karlalandsliðið færist upp um eitt sæti

Nýr FIFA styrkleikalisti karlalandsliða var birtur í dag og færist íslenska karlalandsliðið upp um eitt sæti á listanum og er í sæti 79.  Það eru Argentínumenn er leiða listann að þessu sinni.

Landslið

17. október 2007

Byrjunarliðið hjá U19 karla tilbúið fyrir leik gegn Rúmenum

Íslendingar mæta i dag Rúmenum í riðlakeppni EM hjá U19 karla.  Riðill Íslendinga er leikinn í Englandi og er þetta síðasti leikur þeirra í riðlinum.  Íslendingar eiga möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum.

Landslið

17. október 2007

Allt klárt fyrir leikinn gegn Liechtenstein

Það styttist í leikinn gegn Liechtenstein en hann hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.  Leikmenn taka það rólega og undirbúa sig sem best fyrir leikinn.  Á meðan hafa aðrir nóg fyrir stafni og búningastjórinn er með sitt klárt fyrir leikinn.

Landslið

17. október 2007

Tap í Liechtenstein

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Liechtenstein í undakeppni EM 2008 í kvöld.  Leikið var á Rheinpark Stadion í Liechtenstein og lokatölur urðu 3-0 heimamönnum í vil eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik.

Landslið

17. október 2007

U19 karla komst áfram í milliriðla

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Rúmena í kvöld í síðasta leik sínum í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2-0 Íslendingum í vil eftir að staðan í hálfeik hafði verið 1-0.  Jósef Kristinn Jósefsson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin í leiknum.

Landslið

17. október 2007

Byrjunarliðið gegn Liechtenstein tilbúið

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Liechtenstein í kvöld.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2008 og hefst kl. 18:00 á Rheinpark Stadion.

Landslið

16. október 2007

U21 karla leikur gegn Austurríki í dag

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur í dag við Austurríki og er leikurinn liður í riðlakeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og hefst kl. 15:00.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.

Landslið

16. október 2007

Landsliðið mætt til Liechtenstein

Íslenska karlalandsliðið leikur gegn Liechtenstein á morgun í undankeppni EM 2008.  Leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst leikurinn kl. 18:00 en útsending hefst 17:40.

Landslið

16. október 2007

Jafntefli hjá U21 karla gegn Austurríki

Íslenska U21 karlalandsliðið gerði í dag jafntefli við Austurríki í riðlakeppni EM 2009.  Leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli og lauk 1-1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Landslið

16. október 2007

Landsliðið æfði á Rheinpark Stadion

Íslenska landsliðið æfði í kvöld á Rheinpark Stadion en þar fer fram landsleikur Íslands og Liechtenstein á morgun og hefst kl. 18:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn og hefst útsendingin kl. 17:40.

Landslið

14. október 2007

U19 karla leikur gegn Belgum í kvöld

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur annan leik sinn í undankeppni EM í kvöld þegar þeir mæta Belgum.  Belgar unnu Rúmena örugglega í fyrsta leik sínum en Íslendingar töpuðu gegn heimamönnum í Englandi.

Landslið

14. október 2007

Sigur hjá U19 karla gegn Belgum

Íslendingar unnu Belga í kvöld í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn er leikinn  Englandi.  Lokatölur urðu 3-1 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið 2-1 í hálfleik.  Íslendingar leika gegn Rúmenum á miðvikudaginn síðasta leik sinn í riðlinum.

Landslið

13. október 2007

Byrjunarlið Íslands gegn Lettum tilbúið

Ísland leikur gegn Lettlandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM í dag.  Leikurinn hefst kl. 16:00 á Laugardalsvelli og er miðasala frá kl. 12:00 á vellinum.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag.

Landslið

13. október 2007

Tap gegn Lettum í Laugardalnum

Óskabyrjun Íslendinga gegn Lettum í dag dugði skammt því að Lettar sigruðu Íslendinga í undakeppni EM með fjórum mörkum gegn tveimur.  Íslendingar komust yfir strax á 4. mínútu þegar að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eftir góða sókn.

Landslið

12. október 2007

Byrjunarlið U19 karla gegn Englandi í dag

Íslenska U19 karlalandsliðið mætir Englendingum í dag í undankeppni EM.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.  Í riðlinum eru einnig Rúmenía og Belgía.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Landslið

12. október 2007

Andlitsmálun fyrir leik gegn Lettlandi

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir landsleik Íslands og Lettlands á laugardag á Laugardalsvelli.  Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið til að vera sem flottastur!

Landslið