12. október 2007
KSÍ ákvað á þessu ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki, en slík útgáfa hafði ekki verið í meira en áratug. Fyrir landsleikinn gegn Lettum á laugardag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum upplýsingum.
12. október 2007
Íslenska U19 karlalandsliðið töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM. Leikið var gegn heimamönnum, Englendingum og lágu íslensku strákarnir með fimm mörkum gegn einu. Á sunnudaginn verður leikið gegn Belgum.
11. október 2007
Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er tekur þátt í riðlakeppni U19 karla í Englandi næstu daga. Jóhann Laxdal úr Stjörnunni kemur inn í hópinn fyrir Kolbein Sigþórsson, sem er meiddur.
10. október 2007
Íslendingar taka á móti Lettum í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni fyrir EM 2008. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. október og hefst kl. 16:00. Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Miðasala er á Laugardalsvelli á leikdegi frá kl. 12:00.
9. október 2007
Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn fyrir leik gegn Austurríki í riðlakeppni EM. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 16. október á Grindavíkurvelli og hefst kl. 15:00.
8. október 2007
Miðasala á leik Danmerkur og Íslands í riðlakeppni EM 2008, sem fram fer á Parken 21. nóvember, er hafin hér á síðunni. Miðinn kostar 4.000 krónur en búast má við miklum fjölda Íslendinga á þennan leik.
8. október 2007
Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sinn fyrir undankeppni EM. Riðill Íslendinga er leikinn í Englandi og fara leikirnir fram 12. til 17. október.
8. október 2007
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Lettland afhenta miðvikudaginn 10. október frá kl. 12:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasölu Laugardalsvallar.
5. október 2007
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22. manna landsliðshóp fyrir næstu tvö verkefni landsliðsins. Framundan eru leikir í undakeppni EM 2008, heimaleikur gegn Lettlandi 13. október og útileikur gegn Liechtenstein 17. október.
4. október 2007
Föstudaginn 5. október kl. 20:00 mun æfingahópur A landsliðs kvenna leika æfingaleik gegn Val í nýjasta knattspyrnuhúsi landsins, Kórnum. Valsstúlkur eru að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir aðra umferð Evrópukeppninnar.
4. október 2007
Íslendingar leika lokaleik sinn í riðlakeppni EM 2008, 21. nóvember næstkomandi. Mótherjar verða Danir og er leikið á Parken í Kaupmannahöfn. Íslendingum gefst kostur á að kaupa miða á þennan leik á heimasíðu KSÍ.
3. október 2007
Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 21 leikmann til æfinga um komandi helgi. Æfingarnar verða þrjár og fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ.
3. október 2007
Íslendingar taka á móti Lettum í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni fyrir EM 2008. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. október, og hefst kl. 16:00. Miðasala á leikinn er hafin og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is
2. október 2007
Landslið Íslands í U19 kvenna og U17 karla verða bæði í eldlínunni í dag en þá leika þau síðustu leiki sína í riðlakeppni EM. Stelpurnar í U19 kvenna mæta gestgjöfum sínum frá Portúgal en strákarnir leika gegn Litháen.
2. október 2007
Tvö ungmennalandslið Íslands innbyrtu sigur í dag í riðlakeppni EM en þetta voru U17 karla og U19 kvenna. Strákarnir höfnuðu í þriðja sæti síns riðils en stelpurnar í U19 sigruðu í sínum riðli með fullt hús og eru komnar í milliriðla.
29. september 2007
Ungmennalandslið Íslands standa í ströngu þessa dagana en U19 kvenna og U17 karla leika nú í riðlakeppni EM. Stelpurnar leika í við Grikkland í dag en strákarnir etja kappi við Ísrael.
29. september 2007
Ungmennalandslið Íslands léku í dag í riðlakeppni EM en eru þetta U19 kvenna og U17 karla sem eru í eldlínunni. Stelpurnar unnu sigur á Grikkjum, 4-1 en strákarnir töpuðu gegn Ísrael, 0-3.
27. september 2007
U17 karlalandsliðið hefur leik í dag í riðlakeppni EM en riðillinn er leikinn í Serbíu. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í Serbíu og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma.