27. september 2007
Strákarnir í U17 töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM en leikið er í Serbíu. Andstæðingarnir í dag voru heimamenn og lauk leiknum með sigri þeirra, 1-0. Mark Serba kom á fyrstu mínútu og tókst íslensku strákunum ekki að jafna metin.
27. september 2007
Íslenska U19 kvennalandsliðið byrjaði riðlakeppni EM 2008 með látum en fyrsti leikur liðsins var í dag. Rúmenar voru þá lagðir að velli með fjórum mörkum gegn engu en staðan í hálfleik var 2-0. Leikið verður gegn Grikkjum á laugardaginn kl. 15:00
27. september 2007
Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur fyrsta leik sinn í riðlakeppni EM í dag en riðillinn er leikinn í Portúgal. Fyrsti leikur liðsins er gegn Rúmeníu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.
24. september 2007
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er leikur í riðlakeppni EM í Serbíu dagana 27. september til 2. október. Ottó Hólm Reynisson úr Þór Akureyri kemur inn í hópinn.
24. september 2007
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert breytingu á hóp sínum er leikur í riðlakeppni EM í Portúgal. Dagný Brynjarsdóttir úr Val kemur inn í hópinn fyrir Ólöfu Gerði Ísberg úr KR.
22. september 2007
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Úkraínu í riðlakeppni EM í dag. Með sigri eða jafntefli tryggir íslenska liðið sig áfram í milliriðla EM.
22. september 2007
U17 landslið kvenna tryggði sér í dag sæti í milliriðli EM með 3-0 sigri á Úkraínu í lokaleik riðilsins í undankeppninni. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoraði öll mörkin í leiknum.
19. september 2007
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóveníu í riðlakeppni EM. Riðillinn er leikinn í Slóveníu en íslenska liðið sigraði Letta í fyrsta leik sínum, 7-1. Leikurinn í dag hefst kl. 14:30.
19. september 2007
Stelpurnar í U17 landsliðinu sigruðu sinn annan leik í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu. Voru heimastúlkur lagðar að velli að þessu sinni með fimm mörkum gegn engu og gerði Dagný Brynjarsdóttir þrennu í leiknum.
18. september 2007
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Portúgal og leikur þar í riðlakeppni EM U19 kvenna. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Rúmenía, Grikkland og Portúgal.
17. september 2007
Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu riðlakeppni Evrópumótsins af miklum krafti og lögðu Letta örugglega í fyrsta leik sínum. Lokatölur urðu 7-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði fimm mörk í leiknum.
17. september 2007
Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið U17 landsliðshóp Íslands sem keppir í undankeppni Evrópumótsins í Serbíu 27. september – 2. október.
17. september 2007
Íslenska U17 landslið kvenna leikur í dag sinn fyrsta leik í riðlakeppni fyrir EM en þetta er í fyrsta skiptið sem slík keppni er haldin í þessum aldursflokki. Leikið er gegn Lettum og hefur Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið.
12. september 2007
Byrjunarlið Íslands og Norður-Írlands fyrir viðureign liðanna í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli í kvöld verða tilkynnt um það bil einni klukkustund fyrir leik. Jafnframt verða þau birt hér á vefnum þegar þau berast.
12. september 2007
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 37 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi. Æft verður laugardag og sunnudag og fara æfingar fram í Fífunni í Kópavogi.
12. september 2007
Íslendingar unnu í kvöld ákaflega sætan sigur á Norður Írum í riðlakeppni EM 2008. Lokatölur urðu 2-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik fyrir Ísland. Ármann Smári Björnsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik en sigurmarkið var sjálfsmark Norður Íra.
12. september 2007
Miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í riðlakeppni fyrir EM 2008 er nú í fullum gangi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudaginn 12. september og hefst kl. 18:05.
11. september 2007
Íslenska U21 karlalandsliðið leikur sinn þriðja leik í riðlakeppni fyrir EM 2009 í dag. Mótherjarnir að þessu sinni eru Belgar og hefst leikurinn kl. 17:30 og fer fram á Akranesvelli.