Verslun
Leit
SÍA
Leit

27. september 2007

Tap í fyrsta leik hjá U17 karla gegn Serbíu

Strákarnir í U17 töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM en leikið er í Serbíu.  Andstæðingarnir í dag voru heimamenn og lauk leiknum með sigri þeirra, 1-0.  Mark Serba kom á fyrstu mínútu og tókst íslensku strákunum ekki að jafna metin.

Landslið

27. september 2007

Góður sigur í fyrsta leik hjá U19 kvenna

Íslenska U19 kvennalandsliðið byrjaði riðlakeppni EM 2008 með látum en fyrsti leikur liðsins var í dag.  Rúmenar voru þá lagðir að velli með fjórum mörkum gegn engu en staðan í hálfleik var 2-0.  Leikið verður gegn Grikkjum á laugardaginn kl. 15:00

Landslið

27. september 2007

Fyrsti leikur U19 kvenna í dag í Portúgal

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur fyrsta leik sinn í riðlakeppni EM í dag en riðillinn er leikinn í Portúgal.  Fyrsti leikur liðsins er gegn Rúmeníu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. 

Landslið

24. september 2007

Breyting á hópnum hjá U17 karla

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er leikur í riðlakeppni EM í Serbíu dagana 27. september til 2. október.  Ottó Hólm Reynisson úr Þór Akureyri kemur inn í hópinn.

Landslið

24. september 2007

Breyting á hópnum hjá U19 kvenna

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert breytingu á hóp sínum er leikur í riðlakeppni EM í Portúgal.  Dagný Brynjarsdóttir úr Val kemur inn í hópinn fyrir Ólöfu Gerði Ísberg úr KR.

Landslið

22. september 2007

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Úkraínu

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Úkraínu í riðlakeppni EM í dag.  Með sigri eða jafntefli tryggir íslenska liðið sig áfram í milliriðla EM.

Landslið

22. september 2007

U17 kvenna áfram í milliriðla EM

U17 landslið kvenna tryggði sér í dag sæti í milliriðli EM með 3-0 sigri á Úkraínu í lokaleik riðilsins í undankeppninni.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoraði öll mörkin í leiknum.

Landslið

19. september 2007

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Slóveníu

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóveníu í riðlakeppni EM.  Riðillinn er leikinn í Slóveníu en íslenska liðið sigraði Letta í fyrsta leik sínum, 7-1.  Leikurinn í dag hefst kl. 14:30.

Landslið

19. september 2007

Öruggur sigur á Slóvenum hjá U17 kvenna

Stelpurnar í U17 landsliðinu sigruðu sinn annan leik í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu.  Voru heimastúlkur lagðar að velli að þessu sinni með fimm mörkum gegn engu og gerði Dagný Brynjarsdóttir þrennu í leiknum.

Landslið

18. september 2007

Hópurinn valinn hjá U19 kvenna fyrir riðlakeppni EM

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Portúgal og leikur þar í riðlakeppni EM U19 kvenna.  Mótherjar Íslands í riðlinum eru Rúmenía, Grikkland og Portúgal.

Landslið

17. september 2007

Stórsigur hjá U17 kvenna gegn Lettlandi

Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu riðlakeppni Evrópumótsins af miklum krafti og lögðu Letta örugglega í fyrsta leik sínum.  Lokatölur urðu 7-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5-0.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði fimm mörk í leiknum.

Landslið

17. september 2007

Hópurinn hjá U17 karla valinn fyrir Serbíuför

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið  U17 landsliðshóp Íslands sem keppir í undankeppni Evrópumótsins í Serbíu 27. september – 2. október.

Landslið

17. september 2007

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Lettum

Íslenska U17 landslið kvenna leikur í dag sinn fyrsta leik í riðlakeppni fyrir EM en þetta er í fyrsta skiptið sem slík keppni er haldin í þessum aldursflokki.  Leikið er gegn Lettum og hefur Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið.

Landslið

12. september 2007

Byrjunarliðin tilkynnt klukkutíma fyrir leik

Byrjunarlið Íslands og Norður-Írlands fyrir viðureign liðanna í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli í kvöld verða tilkynnt um það bil einni klukkustund fyrir leik.  Jafnframt verða þau birt hér á vefnum þegar þau berast.

Landslið

12. september 2007

37 leikmenn valdir til úrtaksæfinga hjá U17 karla

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 37 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æft verður laugardag og sunnudag og fara æfingar fram í Fífunni í Kópavogi.

Landslið

12. september 2007

Sætur sigur á Norður Írum

Íslendingar unnu í kvöld ákaflega sætan sigur á Norður Írum í riðlakeppni EM 2008.  Lokatölur urðu 2-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik fyrir Ísland.  Ármann Smári Björnsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik en sigurmarkið var sjálfsmark Norður Íra.

Landslið

12. september 2007

Ísland - Norður Írland í kvöld

Miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í riðlakeppni fyrir EM 2008 er nú í fullum gangi.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudaginn 12. september og hefst kl. 18:05.

Landslið

11. september 2007

U21 karla leikur gegn Belgum í dag

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur sinn þriðja leik í riðlakeppni fyrir EM 2009 í dag.  Mótherjarnir að þessu sinni eru Belgar og hefst leikurinn kl. 17:30 og fer fram á Akranesvelli.

Landslið