11. september 2007
Leikskráin fyrir leikinn gegn Norður-Írum á miðvikudag telur 20 blaðsíður og inniheldur ýmsar áhugaverðar og gagnlegar upplýsingar. Leikskráin verður seld við innganginn á leikvanginn og kostar aðeins kr. 500.
11. september 2007
Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir landsleik Íslands og Norður-Írlands á miðvikudag. Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið til að vera sem flottastur!
11. september 2007
Íslenska karlalandsliðið U21 lék í dag við Belga í undankeppni EM 2009. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leiknum og eru Íslendingar því með 2 stig eftir 3 leiki í riðlinum.
10. september 2007
Íslenska U19 karlalandsliðið leikur annan vináttulandsleik sinn við Skota í dag en leikurinn verður í Keflavík kl. 17:30. Íslendingar sigruðu í fyrri leik þjóðanna á laugardaginn með þremur mörkum gegn engu en þá var leikið í Sandgerði.
10. september 2007
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Norður Írland afhenta þriðjudaginn 11. september frá kl. 12:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasölu Laugardalsvallar.
10. september 2007
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum fyrir leikinn gegn Belgum. Hjálmar Þórarinsson og Stefán Kári Sveinbjörnsson koma inn í hópinn í stað Guðjóns Baldvinssonar og Rúriks Gíslasonar sem eru meiddir.
10. september 2007
Vináttulandsleikur á milli Íslands og Skotlands hjá U19 karla, sem fram fer í dag kl. 17:30, verður leikinn á Njarðvíkurvelli. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Keflvíkurvelli en vegna vallaraðstæðna þar hefur leikurinn verið færður.
10. september 2007
Miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í riðlakeppni fyrir EM 2008 er nú í fullum gangi og gengur vel. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 12. september og hefst kl. 18:05.
10. september 2007
Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði jafnaldra sína frá Skotlandi í dag í vináttulandsleik. Leikurinn fór fram á Njarðvíkurvelli og lauk með sigri Íslands, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik.
9. september 2007
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Slóveníu og leikur þar í undanriðli fyrir EM 2008. Er þetta í fyrsta skipti sem að Evrópumót er haldið í þessum aldursflokki.
8. september 2007
Íslenska U19 karlalandsliðið leikur í dag vináttulandsleik gegn Skotum. Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði og hefst kl. 14:00. Þetta er fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en sá síðari er á mánudaginn á Keflavíkurvelli.
8. september 2007
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir kvöldið, en Íslendingar mæta Spánverjum á Laugardalsvellinum kl. 20:00 í undankeppni EM 2008.
8. september 2007
Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Skota í vináttulandsleik í dag en leikurinn fór fram á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði. Lokatölur urðu 3-0 Íslendingum í vil. Þjóðirnar leika annan leik á mánudaginn og fer sá leikur fram í Keflavík kl. 17:30.
8. september 2007
Íslendingar og Spánverjar gerðu jafntefli í hörkuleik á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn var í riðlakeppni EM. Íslendingar komust yfir í fyrri hálfleik með marki Emils Hallfreðssonar og þannig var staðan þangað til 86 mínútur voru liðnar af leiknum en þá jafnaði Andres Iniesta leikinn.
8. september 2007
Íslendingar og Spánverjar mætast í riðlakeppni EM 2008 í kvöld kl. 20:00 á Laugardalsvelli. Miðasala verður á Laugardalsvelli frá kl. 12:00 í dag en nokkur hundruð miðar eru enn eftir.
7. september 2007
Í dag, föstudag, er síðasti dagur forsölu miða á landsleik Íslands og Spánar sem fram fer laugardaginn 8. september kl. 20:00 á Laugardalsvellinum. Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða á leikinn með forsöluafslætti.
7. september 2007
Íslenska U21 landslið karla leikur í dag við Slóvakíu í riðlakeppni EM 2009. Leikið er í Senec í Slóvakíu og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma. Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.
7. september 2007
Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir landsleik Íslands og Spánar á laugardag á Laugardalsvelli. Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið til að vera sem flottastur!