7. september 2007
Áhorfendur á leik Íslands og Spánar eru hvattir til að mæta vel tímanlega á leikinn á laugardag til að forðast biðraðir og til að hita upp fyrir leikinn. Boðið verður upp á ýmislegt fyrir leikinn til að stytta fólki stundir og hefja fjörið.
7. september 2007
KSÍ ákvað á þessu ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki, en slík útgáfa hafði ekki verið í meira en áratug. Fyrir landsleikinn gegn Spánverjum á laugardag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.
7. september 2007
Strákarnir í U21 karla gerðu í dag jafntefli Slóvakíu i riðlakeppni EM U21 en leikið var ytra í grenjandi rigningu. Lokatölur urðu 2-2 og skoruðu Bjarni Þór Viðarsson og Theódór Elmar Bjarnason mörk Íslendinga.
6. september 2007
Áttu gamlan landsliðsbúning, eða nýjan? Áttu bláa úlpu eða bláa peysu, bláa húfu eða trefil? Áttu bláa skó, bláa vettlinga? Áttu eitthvað blátt? Klæðum stúkuna í blátt á laugardaginn! Allir að mæta í bláu!
5. september 2007
Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum 8. og 10. september. Ásgeir Þór Ingólfsson úr Haukum kemur í stað Björns Jónssonar sem er meiddur.
4. september 2007
Tveir leikmenn hafa þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir landsleikinn gegn Spáni vegna meiðsla. Leikmennirnir eru Brynjar Björn Gunnarsson, Reading og Helgi Sigurðsson úr Val.
3. september 2007
Miðasala á landsleik Íslands og Spánar í riðlakeppni fyrir EM 2008 stendur nú sem hæst. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 8. september og hefst kl. 20:00. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer fram í miðasölukerfi frá midi.is
1. september 2007
Miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í riðlakeppni fyrir EM 2008 er hafin. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 12. september og hefst kl. 18:05. Miðasala fer fram í miðasölukerfi frá midi.is
31. ágúst 2007
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Spánn afhenta miðvikudaginn 5. september frá kl. 12:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasölu Laugardalsvallar.
31. ágúst 2007
Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánar, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslandi 8. september og Lettlandi 12. september. Sex leikmenn landsliðshópsins eru frá Valencia.
31. ágúst 2007
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Spáni, 8. september, og Norður Írlandi 12. september. Í hópnum eru 22 leikmenn og þar af eru tveir nýliðar.
30. ágúst 2007
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21, hefur tilkynnt 18 manna landsliðshóp fyrir næstu leiki í undankeppni EM 2009. Leikið verður í Slóvakíu ytra föstudaginn 7. september og Belgíu hér heima þriðjudaginn 11. september.
30. ágúst 2007
Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt hóp fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum. Fyrri leikurinn verður á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði 8. september og sá síðari á Keflavíkurvelli, mánudaginn 10 september.
28. ágúst 2007
Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður Íra hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Lettlandi og Íslandi. Norður Írar heimsækja okkur heim á Laugardalsvöllinn, miðvikudaginn 12. september kl. 18:05.
26. ágúst 2007
Ísland tapaði á útivelli í dag fyrir Slóveníu í riðlakeppni fyrir EM 2009. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimastúlkum og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands á 4. mínútu.
25. ágúst 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóvenum í riðlakeppni fyrir EM 2009 í Finnlandi. Leikurinn hefst kl. 15:00 og er í beinni útsendingu hjá RUV.
24. ágúst 2007
Miðasala á landsleik Íslands og Spánar í riðlakeppni fyrir EM 2008 hófst kl. 16:00 í dag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 8. september og hefst kl. 20:00. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer fram í miðasölukerfi frá midi.is.
24. ágúst 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Slóvenum á sunnudaginn í riðlakeppni EM. Ólína G. Viðarsdóttir kemur inn í hópinn.