23. ágúst 2007
Íslenska kvennalandsliðið heldur utan í fyrramálið en framundan er fjórði leikur liðsins í riðlakeppni fyrir EM. Leikið verður við Slóveníu og er leikurinn á sunnudaginn kl. 15:00 og verður í beinni útsendingu hjá RUV.
22. ágúst 2007
Í kvöld mætast Ísland og Kanada í vináttulandsleik á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:05. Hægt er að kaupa miða á www.midi.is en einnig hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 10:00 í dag. Búið er að tilkynna byrjunarlið Íslands fyrir kvöldið.
22. ágúst 2007
Þrjár breytingar hafa verið gerða á kandíska hópnum fyrir leikinn gegn Íslendingum í dag. Rhian Dodds Newcastle, David Edgar Kilmarnock og markvörðurinn Pat Onstad Houston Dynamo koma inn í hópinn.
22. ágúst 2007
Íslenska U21 karlalandsliðið mætir Kýpur í dag í riðlakeppni EM 2009. Lúka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag. Leikurinn hefst kl. 16:00 og fer fram á Grindavíkurvelli.
22. ágúst 2007
Vegna fjölda fyrirspurna er rétt að taka það fram að vináttulandsleikur Íslands og Kanada verður sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Leikurinn hefst kl. 18:05.
22. ágúst 2007
Strákarnir í U21 karla töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM 2009. Mótherjarnir voru Kýpverjar og fóru gestirnir með sigur af hólmi og skoruðu eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik.
22. ágúst 2007
Íslendingar og Kanadamenn gerðu jafntefli í vináttulandsleik er leikinn var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 1-1 eftir að staðan hafði verið markalaus í hálflieik. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði mark Íslendinga á 65. mínútu.
21. ágúst 2007
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Kýpur. Hallgrímur Jónasson úr Keflavík kemur inn í hópinn í stað Eggerts Gunnþórs Jónssonar Hearts sem er meiddur.
20. ágúst 2007
Íslenska U21 karlalandsliðið mun leika vináttulandsleik gegn Þjóðverjum ytra, föstudaginn 16. nóvember. U21 liðið hefur leik í riðlakeppni fyrir EM 2009 með því að mæta Kýpur á Grindavíkurvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl 16:00.
20. ágúst 2007
Þeir sem eru í hjólastól og hafa hug á því að fara á landsleik Íslands og Kanada á næstkomandi miðvikudag, eru beðnir um að hafa samband við Ragnheiði á skrifstofu KSÍ.
20. ágúst 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er fer til Slóveníu og leikur gegn heimastúlkum. Leikurinn fer fram sunnudaginn 26. ágúst og hefst kl. 15:00.
16. ágúst 2007
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Kanada afhenta þriðjudaginn 21. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.
15. ágúst 2007
Landsliðsþjálfari Kanada, Dale Mitchell, hefur tilkynnt 17 manna landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 22. ágúst nk. Hópurinn samanstendur af leikmönnum sem leika víðsvegar í Evrópu.
14. ágúst 2007
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag átján manna leikmannahóp fyrir vináttulandsleik gegn Kanada. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 18:05. Miðasala á leikinn hefst í dag á www.midi.is.
14. ágúst 2007
Miðasala á vináttuleik Íslands og Kanada er hafin. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 22. ágúst og hefst kl. 18.05. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer fram í miðasölukerfi frá midi.is.
13. ágúst 2007
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leik gegn Kýpur. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í riðlakeppni EM 2009 og fer fram á Grindavíkurvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 16:00.
8. ágúst 2007
Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 17. - 19. ágúst. Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1992, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla.
7. ágúst 2007
Strákarnir í U17 luku leik sínum á Norðurlandamótinu um helgina þegar þeir léku gegn Færeyjum en mótið fór fram í Danmörku. Leikurinn var um sjöunda sætið í mótinu og sigruðu Íslendingar með þremur mörkum gegn engu.