Verslun
Leit
SÍA
Leit

23. ágúst 2007

Kvennalandsliðið heldur út á morgun

Íslenska kvennalandsliðið heldur utan í fyrramálið en framundan er fjórði leikur liðsins í riðlakeppni fyrir EM.  Leikið verður við Slóveníu og er leikurinn á sunnudaginn kl. 15:00 og verður í beinni útsendingu hjá RUV.

Landslið

22. ágúst 2007

Ísland - Kanada í kvöld kl. 18:05

Í kvöld mætast Ísland og Kanada í vináttulandsleik á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 18:05.  Hægt er að kaupa miða á www.midi.is en einnig hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 10:00 í dag. Búið er að tilkynna byrjunarlið Íslands fyrir kvöldið.

Landslið

22. ágúst 2007

Þrjár breytingar á kanadíska hópnum

Þrjár breytingar hafa verið gerða á kandíska hópnum fyrir leikinn gegn Íslendingum í dag.  Rhian Dodds Newcastle, David Edgar Kilmarnock og markvörðurinn Pat Onstad Houston Dynamo koma inn í hópinn.

Landslið

22. ágúst 2007

Byrjunarliðið hjá U21 karla er mætir Kýpur í dag

Íslenska U21 karlalandsliðið mætir Kýpur í dag í riðlakeppni EM 2009.  Lúka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn  í dag.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og fer fram á Grindavíkurvelli.

Landslið

22. ágúst 2007

Ísland - Kanada sýndur á RÚV

Vegna fjölda fyrirspurna er rétt að taka það fram að vináttulandsleikur Íslands og Kanada verður sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.  Leikurinn hefst kl. 18:05.

Landslið

22. ágúst 2007

Tap hjá U21 karla í fyrsta leiknum

Strákarnir í U21 karla töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM 2009.  Mótherjarnir voru Kýpverjar og fóru gestirnir með sigur af hólmi og skoruðu eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik.

Landslið

22. ágúst 2007

Jafnt hjá Íslandi og Kanada

Íslendingar og Kanadamenn gerðu jafntefli í vináttulandsleik er leikinn var á Laugardalsvelli í kvöld.  Lokatölur urðu 1-1 eftir að staðan hafði verið markalaus í hálflieik.  Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði mark Íslendinga á 65. mínútu.

Landslið

21. ágúst 2007

Breyting á hópnum hjá U21 karla

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Kýpur.  Hallgrímur Jónasson úr Keflavík kemur inn í hópinn í stað Eggerts Gunnþórs Jónssonar Hearts sem er meiddur.

Landslið

20. ágúst 2007

Vináttuleikur hjá U21 karla við Þjóðverja 16. nóvember

Íslenska U21 karlalandsliðið mun leika vináttulandsleik gegn Þjóðverjum ytra, föstudaginn 16. nóvember.  U21 liðið hefur leik í riðlakeppni fyrir EM 2009 með því að mæta Kýpur á Grindavíkurvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl 16:00.

Landslið

20. ágúst 2007

Miðar á Ísland - Kanada fyrir þá sem eru í hjólastól

Þeir sem eru í hjólastól og hafa hug á því að fara á landsleik Íslands og Kanada á næstkomandi miðvikudag, eru beðnir um að hafa samband við Ragnheiði á skrifstofu KSÍ.

Landslið

20. ágúst 2007

Einn nýliði í hópnum gegn Slóvenum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er fer til Slóveníu og leikur gegn heimastúlkum.  Leikurinn fer fram sunnudaginn 26. ágúst og hefst kl. 15:00.

Landslið

16. ágúst 2007

Aðgöngumiðar á landsleikinn gegn Kanada fyrir handhafa A-passa

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Kanada afhenta þriðjudaginn 21. ágúst frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.

Landslið

15. ágúst 2007

Kanadíski hópurinn tilkynntur

Landsliðsþjálfari Kanada, Dale Mitchell, hefur tilkynnt 17 manna landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 22. ágúst nk.  Hópurinn samanstendur af leikmönnum sem leika víðsvegar í Evrópu.

Landslið

14. ágúst 2007

Hópurinn fyrir leikinn gegn Kanada tilkynntur

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag átján manna leikmannahóp fyrir vináttulandsleik gegn Kanada.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 18:05.  Miðasala á leikinn hefst í dag á www.midi.is.

Landslið

14. ágúst 2007

Miðasala á Ísland - Kanada í fullum gangi

Miðasala á vináttuleik Íslands og Kanada er hafin.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 22. ágúst og hefst kl. 18.05.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer fram í miðasölukerfi frá midi.is. 

Landslið

13. ágúst 2007

U21 karla leikur gegn Kýpur - Hópurinn tilkynntur

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leik gegn Kýpur.  Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í riðlakeppni EM 2009 og fer fram á Grindavíkurvelli, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 16:00.

Landslið

8. ágúst 2007

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 17. - 19. ágúst

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 17. - 19. ágúst.  Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1992, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla.

Landslið

7. ágúst 2007

Sigur hjá U17 karla gegn Færeyingum

Strákarnir í U17 luku leik sínum á Norðurlandamótinu um helgina þegar þeir léku gegn Færeyjum en mótið fór fram í Danmörku.  Leikurinn var um sjöunda sætið í mótinu og sigruðu Íslendingar með þremur mörkum gegn engu.

Landslið