2. ágúst 2007
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Finnum í dag. Leikurinn er lokaleikur liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku. Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.
2. ágúst 2007
Íslenska U17 karlalandsliðið gerði í dag jafntefli við Finna í lokaleik sínum í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku. Lokatölur urðu 3-3 eftir að Íslendingar höfðu leitt í hálfleik, 2-0
31. júlí 2007
Fanndís Friðriksdóttir varð markahæst á nýafstaðinni úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna, ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Fanndís, hin enska Ellen White og Frakkinn Mary-Laure Delie skoruðu allar þrjú mörk.
31. júlí 2007
UEFA hefur kynnt úrvalslið úrslitakeppni EM U19 kvenna, sem er nýlokið hér á Íslandi. Það eru fréttaritarar uefa.com sem standa að valinu og eru Þjóðverjar áberandi á meðal valinna leikmanna.
31. júlí 2007
U17 landslið karla mætir Svíum í dag, þriðjudag kl. 13:00, í öðrum leik sínum í Norðurlandamótinu, sem fram fer í Danmörku að þessu sinni. Luka Kostic, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands.
31. júlí 2007
Eins og kunnugt er lauk úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna með úrslitaleik á Laugardalsvelli síðastliðinn sunnudag. Mótið var hið glæsilegasta í alla staði og eiga hinir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem störfuðu við mótið þakkir skildar.
31. júlí 2007
Íslenska U17 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð í dag en leikurinn er liður í Norðulandamótinu er fram fer í Danmörku. Svíar unnu sigur með því að skora sigurmarkið á 77. mínútu leiksins.
31. júlí 2007
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið skipaður í skipulagsnefnd á vegum FIFA fyrir Heimsmeistarakeppni U20 landsliða karla sem fram fer í Egyptalandi 2009.
30. júlí 2007
Norðurlandamót U17 karla hefst í dag í Danmörku og leikur íslenska liðið sinn fyrsta leik gegn Englandi kl. 13:00. Einnig eru Svíar og Finnar með Íslendingum í riðli. Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.
30. júlí 2007
Norðurlandamót U17 karla hófst í dag en mótið fer fram í Danmörku. Íslendingar biðu lægri hlut gegn Englendingum í fyrsta leik sínum. Englendingar skoruðu tvö mörk án þess að Íslendingum tækist að svara.
29. júlí 2007
Úrslitaleikur EM U19 kvenna fer fram á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00. Mætast þá gamalgrónar knattspyrnuþjóðir, Þýskaland og England. Þjóðverjar eru núverandi handhafar titilsins en enska liðið hefur komið mörgum á óvart með framgöngu sinni í mótinu.
29. júlí 2007
Þjóðverjar lögðu Englendinga með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik EM U19 kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og bæði mörkin komu í framlengingu. Þjóðverjar eru því Evrópumeistarar U19 landsliða kvenna.
27. júlí 2007
Þrír leikmenn eru nú markahæstir í úrslitakeppni EM U19 kvenna, en aðeins einn þeirra getur bætt við. Þær Fanndís Friðriksdóttir, Mary-Laure Delie og Ellen White hafa allar skorað 3 mörk.
27. júlí 2007
Það verða tvær rótgrónar knattspyrnuþjóðir, Þýskaland og England, er mætast í úrslitaleik EM U19 á sunnudaginn. Þetta varð ljóst eftir að Englendingar unnu Norðmenn á KR-vellinum í gærkvöldi með þremur mörkum gegn engu.
26. júlí 2007
Þjóðverjar tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM U19 landsliða kvenna þegar þeir báru sigurorð af Frökkum með fjórum mörkum gegn tveimur eftir framlengdan leik. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli á sunnudag kl. 16:00.
25. júlí 2007
Nú standa fjórar þjóðir eftir í úrslitakeppni EM U19 kvenna og er leikið í undanúrslitum á morgun, fimmtudag. Á Laugardalsvelli leika Þýskaland og Frakkland kl. 16:00 og kl. 19:00 mætast England og Noregur á KR-velli.
25. júlí 2007
Undanúrslitin í lokakeppni EM U19 landsliða kvenna fara fram á fimmtudag. Vert er að gefa lykilmönnum liðanna fjögurra góðar gætur, því þar eru á ferð gríðarlega efnilegir leikmenn sem eru þegar farnir að banka á dyr A-landsliða sinna.
24. júlí 2007
Fanndís Friðriksdóttir, framherji í U19 landsliði Íslands, er markahæst allra leikmanna eftir riðlakeppnina í úrslitakeppni EM U19 kvenna. Fanndís skoraði öll þrjú mörk íslenska liðsins í keppninni. Næstu leikmenn hafa skorað tvö mörk.