Verslun
Leit
SÍA
Leit

23. júlí 2007

Leikir dagsins hefjast allir kl 16:00

Lokaumferð riðlakeppni úrslitakeppni U19 kvenna fer fram í dag og fara fram fjórir sem hefjast allir kl.16:00.  Ísland tekur á móti Evrópumeisturum Þjóðverja í dag í lokaleik sínum í keppninni og fer leikurinn fram á Grindavíkurvelli.

Landslið

23. júlí 2007

Byrjunarlið Íslands gegn Þjóðverjum í U19

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Þjóðverjum í dag.  Fimm breytingar eru gerðar á liðinu sem mætti Dönum á föstudag.  Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram í Grindavík og hefst kl. 16:00

Landslið

23. júlí 2007

Norðmenn tryggðu sér sigur í lokin

Í dag lauk riðlakeppni úrslitakeppni EM U19 kvenna og fóru fram fjórir hörkuleikir.  Þýskaland, Noregur, England og Frakkland halda áfram í undanúrslitin sem fara fram á fimmtudaginn. 

Landslið

23. júlí 2007

Þjóðverjar unnu sigur í Grindavík

Þjóðverja lögðu Íslendinga með fjórum mörkum gegn tveimur í lokaumferð riðlakeppni U19 kvenna, en liðin mættust í Grindavík í dag.  Fanndís Friðriksdóttir gerði bæði mörk Íslands í leiknum og skoraði því öll þrjú mörk Íslands í keppninni.

Landslið

20. júlí 2007

Þjóðverjar öruggir í undanúrslit

Þjóðverjar tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum EM U19 kvenna með því að leggja Norðmenn á Fylkisvelli í dag með tveimur mörkum gegn engu.  Baráttunni um hin sætin þrjú lýkur á mánudag.

Landslið

20. júlí 2007

Naumt tap gegn Dönum í hörkuleik

Íslenska U19 kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Danmörku í kvöld á Kópavogsvelli með tveimur mörkum gegn einu.  Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark íslenska liðsins í síðari hálfleik.

Landslið

19. júlí 2007

Ísland mætir Danmörku á föstudag

Önnur umferð riðlakeppninnar í úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna fer fram á föstudag.  Þrír leikir fara fram kl. 16:00, en kl. 19:15 mæta Íslendingar Dönum á Kópavogsvelli. Frítt er á alla leikina í boði Orkuveitu Reykjavíkur.

Landslið

18. júlí 2007

Setningarathöfn fyrir fyrsta leik Íslands

Fyrir leik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld verður stutt setningarathöfn í tilefni fyrsta leikdags í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Setningarathöfnin hefst um kl. 19:00 og munu um 100 iðkendur frá Þrótti Reykjavík koma þar við sögu.

Landslið

18. júlí 2007

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt er mætir Norðmönnum í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni U19 kvenna.  Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld og er leikinn á Laugardalsvelli.

Landslið

18. júlí 2007

Orkuveita Reykjavíkur býður á leikina

Orkuveita Reykjavíkur er sérstakur samstarfsaðili KSÍ vegna úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Einn stærsti þátturinn í þessu samstarfi er sá að Orkuveitan hefur ákveðið að bjóða knattspyrnuáhugafólki frítt á alla leikina í keppninni.

Landslið

18. júlí 2007

Þremur leikjum lokið í fyrstu umferð

Þrír leikir í fyrstu umferð úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna fóru fram í dag.  Frakkland og Þýskaland unnu eins marks sigra og eru því með þrjú stig, en England og Pólland skildu jöfn eftir mikla dramatík á lokasekúndunum.

Landslið

18. júlí 2007

Leikir dagsins í úrslitakeppni U19 kvenna

Úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst í dag. Á Fylkisvelli mætast Pólland og England, á Kópavogsvelli leika Spánn og Frakkland og á Víkingsvelli mætast Danmörk og Þýskaland.  Á Laugardalsvelli kl. 19:15 leika svo Íslendingar og Norðmenn.  Ókeypis er inn á alla leiki mótsins í boði Orkuveitu Reykjavíkur.

Landslið

18. júlí 2007

Norskur sigur á Laugardalsvelli

Norðmenn lögðu Íslendinga með fimm mörkum gegn engu í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna, en liðin mættust á Laugardalsvelli í kvöld.  Noregur hefur því tyllt sér á topp A-riðils.

Landslið

17. júlí 2007

Bakhjarlar liðanna

Samstarfsaðilar KSÍ hafa tekið að sér að vera bakhjarlar aðkomuliðanna sjö í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi og hefst á miðvikudag.  Samstarfsaðilarnir gefa stuðningsmönnum "síns liðs" gjafir á leikstöðunum.

Landslið

17. júlí 2007

Hópurinn valinn hjá U17 karla fyrir Norðurlandamótið

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er tekur þátt á Norðurlandamótinu frá 29. júli til 5. ágúst næstkomandi.  Íslendingar eru í riðli með Englendingum, Svíum og Finnum.

Landslið

16. júlí 2007

Platini afhendir sigurverðlaunin

Á miðvikudaginn verður flautað til leiks í úrslitakeppni EM U19 kvenna en mótið er sem kunnugt er haldið hér á landi.  Þrír leikir hefjast kl. 16:00 á miðvikudaginn en fjórði leikurinn, á milli Íslands og Noregs, hefst kl. 19:15 á Laugardalsvelli.  Nú er ljóst að forseti UEFA, Michel Platini, mun verða viðstaddur úrslitaleikinn og afhendir nýbökuðum Evrópumeisturum sigurverðlaunin.

Landslið

12. júlí 2007

Fyrstu fulltrúar UEFA koma til landsins í dag

Alltaf styttist í úrslitakeppni EM U19 kvenna en keppnin hefst sem kunnugt er, 18. júlí næstkomandi.  Sjálfboðaliðar hafa þegar hafið störf og er von á fyrstu fulltrúum UEFA og styrktaraðila mótsins í dag.

Landslið

10. júlí 2007

U19 hópurinn fyrir úrslitakeppnina tilkynntur

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahópinn sem tekur þátt í úrslitakeppni EM fyrir hönd Íslands, en keppnin fer fram hér á landi og hefst í næstu viku.

Landslið