9. júlí 2007
U17 kvenna lék á sunnudag um 7.-8. sæti á Norðurlandamótinu í Noregi við Dani og urðu lokatölur leiksins 4-1 fyrir Dani.
6. júlí 2007
Áfrýjunardómstóll UEFA mildaði dóm gegn Dönum vegna atviks í leik Dana og Svía 2. júní sl. þannig að Danmörk verður nú að leika tvo næstu heimaleiki sína í 140 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn.
6. júlí 2007
Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic þjálfara U7 landsliðs Íslands.
5. júlí 2007
Noregur og Svíþjóð eru jöfn í efsta sæti riðilsins, hafa unnið báða leiki sína og leika til úrslita á morgun. Noregur sigraði Holland 1-0 og Svíþjóð sigraði Holland 3-1.
5. júlí 2007
Nú eru aðeins tvær vikur þar til úrslitakeppni EM U19 ára stúlkna hefst hér á Íslandi og undirbúningur því kominn vel á veg
5. júlí 2007
Íslandi tapaði fyrir Hollandi 1 - 3 í síðasta leik riðilsins á NM U17 kvenna í dag í Noregi. Ísland komst yfir á 15 mínútu með marki Jónu Hauksdóttir, Holland jafnaði á 30 mínútu og komst svo yfir á 35 mínútu, síðasta mark Hollands kom svo á 60 mínútu.
3. júlí 2007
Íslenska U17 landslið kvenna tapaði 0 – 2 fyrir Noregi á Norðurlandamótinu í dag, staðan í hálfleik var 0 - 2.
3. júlí 2007
Íslenska U17 landslið kvenna leikur í dag gegn Noregi ytra en þetta er annar leikur liðsins í mótinu en leikurin er liður í Norðurlandamóti kvenna U17. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma
2. júlí 2007
Stúlkurnar hjá U17 hefja leik á Norðurlandamótinu í dag og leika gegn Svíþjóð kl. 15.00 að íslenskum tíma.
2. júlí 2007
Íslenska U17 landslið kvenna leikur í dag gegn Svíþjóð ytra en leikurin er liður í Norðurlandamóti kvenna U17. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma
2. júlí 2007
Íslenska U17 landslið kvenna tapaði 3 – 0 fyrir Svíþjóð á Norðurlandamótinu
1. júlí 2007
Eins og kunnugt er hefst úrslitakeppni EM U19 kvenna hér á landi 18. júlí næstkomandi. Mikill fjöldi sjálfboðaliða mun starfa með einum eða öðrum hætti við keppnina og hefur gengið vel að manna þau störf.
27. júní 2007
Í dag eru réttar þrjár vikur þangað til að flautað verður til leiks í úrslitakeppni EM U19 kvenna. Ísland er í riðli með Noregi, Danmörku og Evrópumeisturum Þýskalands og mæta Norðmönnum í fyrsta leik sínum.
26. júní 2007
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn er taka þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Noregi í júlí. Ísland leikur í riðli með Svíþjóð, Noregi og Hollandi.
21. júní 2007
Íslenska kvennalandsliðið skemmti 5.976 áhorfendum konunglega þegar þær lögðu Serbíu örugglega í kvöld. Lokatölur urðu 5-0 Íslandi í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2-0. Aldrei hafa áhorfendur verið fleiri á kvennalandsleik á Íslandi.
20. júní 2007
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 26 leikmenn í undirbúningshóp fyrir Norðurlandamótið sem fram í júlí í Noregi. Hópurinn æfir á Laugarvatni um næstu helgi.
20. júní 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 manna hóp er mætir Serbum í undankeppni EM á fimmtudagskvöld. Leikurinn hefst kl. 21:15 á Laugardalsvelli og eru áhorfendur hvattir til þess að láta ekki sitt eftir liggja.
20. júní 2007
Dómarar leiksins koma frá Tékklandi og mun Dagmar Damkova sjá um dómgæsluna. Hún er einn þekktasti dómari Tékklands og árið 2003 varð hún fyrst kvendómarinn til að dæma í efstu deild karla í Tékklandi.