20. júní 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Serbum. Leikurinn er liður í undankeppni EM og hefur íslenska liðið unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum. Serbneska liðið hefur unnið eina leik sinn í riðlinum til þessa.
19. júní 2007
Þjálfari kvennalandsliðs Serbíu, sem mætir því íslenska í undankeppni EM 2009 á fimmtudag, heitir Perica Krstic. Krstic er virtur þjálfari í kvennaknattspyrnu í heimalandinu, en hann þjálfar einnig U19 kvennalandslið Serba.
19. júní 2007
Íslenska U19 kvennalandsliðið bar í gær sigurorð af Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Norrtalje í Svíþjóð. Lokatölur urðu 0-1 og var það Rakel Hönnudóttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 64. mínútu.
19. júní 2007
Íslenska karlalandsliðið mun taka þátt í fjögurra þjóða móti á Möltu í febrúar á næsta ári. Auk heimamanna í Möltu verða Hvít-Rússar og Armenar með í mótinu. Leikirnir verða þrír og eru leikdagar 2., 4. og 6. febrúar 2008.
19. júní 2007
Fyrir landsleikinn gegn Serbíu á fimmtudaginn geta handhafar A-skírteina sýnt þau við merktan inngang á Laugardalsvelli þegar komið er á völlinn. Mikilvægt er að aðeins sé notaður þessi merkti inngangur fyrir A-skírteini.
18. júní 2007
Íslenska U19 landslið kvenna leikur í dag vináttulandsleik gegn Svíþjóð ytra. Leikurinn sem er lokaleikur liðsins fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma. Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.
18. júní 2007
Ísland tekur á móti Serbíu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 21. júní á Laugardalsvelli og hefst kl. 21:15. Íslenska liðið hefur farið vel af stað í riðlakeppninni og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.
18. júní 2007
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 34 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi. Leikmennirnir sem fæddir eru árið 1991, munu æfa tvisvar um helgina og færa æfingarnar fram á Tungubökkum.
16. júní 2007
Íslendingar unnu frábæran sigur á Frakklandi í dag með einu marki gegn engu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands á 81. mínútu eftir fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttur. Íslenska liðið varðist frábærlega og gaf Frökkum fá færi á sér.
15. júní 2007
Ísland og Frakkland mætast í undankeppni EM á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní kl. 14:00. Góður stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik og hjálpað stelpunum í því að láta drauminn rætast.
15. júní 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Frökkum á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er í undakeppni EM og hefst kl. 14:00. Um er að ræða tímamótaleiki hjá Eddu Garðarsdóttur og Dóru Stefánsdóttur.
15. júní 2007
Íslenska kvennalandsliðið hefur tvisvar sinnum áður verið með Frökkum í riðli í undankeppni EM. Fyrsta viðureignin fór fram á Akranesvelli í september 1995 og gerðu liðin þá 3-3 jafntefli.
15. júní 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hvaða 18 leikmenn munu skipa liðið gegn Frökkum á morgun. Rakel Logadóttir verður ekki með í þessum leik vegna meiðsla.
14. júní 2007
Miðasala á leik Íslands og Frakklands sem fram fer laugardaginn 16. júní kl. 14:00, er hafin. Hægt er að kaupa miða á hér á síðunni og á www.midi.is. Miðinn kostar 1000 krónur en frítt er fyrir 16 ára og yngri. Sætaval er frjálst í vesturstúkunni.
13. júní 2007
Nýr styrkleikalisti FIFA var birtur í dag og fellur íslenska liðið niður um þrettán sæti á listanum og sitja í sæti 109. Ítalir halda toppsætinu en Frakkar fara upp fyrir Brasilíumenn í annað sætið.
13. júní 2007
Fyrir landsleikina gegn Frakklandi og Serbíu geta handhafar A-skírteina sýnt þau við merktan inngang á Laugardalsvelli þegar komið er á völlinn. Mikilvægt er að aðeins sé notaður þessi merkti inngangur fyrir A-skírteini.
13. júní 2007
Frakkar tefla fram gríðarlega sterkum leikmannahópi gegn Íslandi í undankeppni EM næsta laugardag. Í hópnum er góð blanda eldri og reyndari leikmanna annars vegar og ungra og efnilegra hins vegar.
13. júní 2007
Þjálfari kvennalandsliðs Frakka er Bruno Bini, en hann tók við liðinu í febrúar á þessu ári. Hann þjálfaði áður U19 kvennalandslið Frakka og gerði það lið m.a. að Evrópumeisturum árið 2003.