13. júní 2007
Áhugavert er að velta fyrir sér möguleikum A-landsliðs kvenna á sæti í lokakeppni EM 2009. Í riðli Íslands er ljóst að Frakkar þykja sigurstranglegir og er talið að íslenska liðið eigi góðan möguleika á 2. sæti riðilsins.
13. júní 2007
Dómarinn í viðureign Íslands og Frakklands á laugardag er Englendingurinn Wendy Toms. Toms varð á sínum tíma fyrsti kvendómarinn til að starfa í ensku úrvalsdeildinni og starfaði þar sem aðstoðardómari á fjölmörgum leikjum.
12. júní 2007
Í 22 manna landsliðshópi Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, þjálfara A-landsliðs kvenna, eru hvorki fleiri né færri en 9 leikmenn frá Íslands- og bikarmeisturum Vals, eða tæplega helmingur hópsins.
12. júní 2007
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Svíum í vináttulandsleik í Svíþjóð 18. júní. Leikurinn er síðasti leikurinn hjá íslenska liðinu fyrir úrslitakeppni EM sem hefst hér á landi í 18. júlí.
12. júní 2007
Á vef franska kvennalandsliðsins fer nú fram könnun á meðal knattspyrnuáhugafólks þar sem spáð er um úrslit viðureignar Íslendinga og Frakka í undankeppni EM 2009. Frakkar sigurvissir fyrir leikinn.
12. júní 2007
Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir ná stórum áföngum í landsleikjafjölda ef þær koma við sögu í leiknum gegn Frökkum í undankeppni EM 2009 á Laugardalsvelli næsta laugardag.
11. júní 2007
Landsliðshópurinn sem mætir Frökkum og Serbum í undankeppni EM kvennalandsliða 2009 verður tilkynntur með blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, mánudag kl. 14:00.
11. júní 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikinga tvo gegn Frakklandi og Serbíu. Leikurinn gegn Frakklandi fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14:00 en Serbíuleikurinn fimmtudaginn 21. júní.
8. júní 2007
Aganefnd UEFA úrskurðaði í dag Svíum sigur í leik gegn Dönum sem fram fór 2. júní síðastliðinn. Leikurinn var flautaður af í stöðunni 3-3 þegar að danskur áhorfandi veittist að dómara leiksins. Danir hafa áfrýjað niðurstöðunni.
7. júní 2007
Ísland mætir Frakklandi í undankeppni fyrir EM kvenna 2009 og er leikurinn leikinn á Laugardalsvellinum. Leikurinn fer fram daginn fyrir þjóðhátíðardaginn, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 14:00. Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik.
6. júní 2007
Í dag sækir íslenska landsliðið það sænska heim á Rasunda vellinum í Stokkhólmi. Leikurinn er í riðlakeppni fyrir EM 2008 og hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.
6. júní 2007
Íslendingar biðu lægri hlut gegn Svíum í landsleik í Stokkhólmi en leikurinn var í riðlakeppni fyrir EM 2008. Lokatölur urðu þær að heimamenn skoruðu fimm mörk án þess að Íslendingar næðu að svara.
5. júní 2007
Íslenska U19 karlalandsliðið vann lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en riðillinn var leikinn í Noregi. Sigur vannst á Azerbaijan með fimm mörkum gegn tveimur. Leikurinn í gær var síðasti leikur hjá U19 karla þar sem Guðni Kjartansson stjórnar liðinu.
5. júní 2007
Íslenska landsliðið æfði í dag á rennisléttum Rasunda vellinum en á morgun etja þeir kappi þar við Svía. Aðstæður eru allar hinar bestu og var um 26 stiga hiti í Stokkhólmi í dag.
4. júní 2007
Áfram Ísland, stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verða með upphitun fyrir leik Svíþjóðar og Íslands. Upphitunin er í samvinnu við Icelandair og Íslendingafélagið í Stokkhólmi.
4. júní 2007
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er leikur gegn Azerum í dag. Leikurinn er í milliriðli fyrir EM og hefst kl. 17:00 í Noregi. Þetta er þriðji og síðasti leikur Íslands í riðlinum.
2. júní 2007
Ísland og Liechtenstein mætast á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 en leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2008. Eyjólfur Sverrisson, landliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.
2. júní 2007
Íslenska U19 karlalandsliðið tapaði í gær gegn Norðmönnum í miklum markaleik en lokartölur urðu 4-3 fyrir Norðmenn. Staðan í leikhléi var 3-2 Norðmönnum í vil. Ísland leikur gegn Azerbaijan á mánudaginn í lokaleik sínum í þessum milliriðli fyrir EM.