2. júní 2007
Íslendingar gerðu jafntefli gegn Liechtenstein í dag og urðu lokatölur 1-1. Brynjar Björn Gunnarsson kom Íslendingum yfir í fyrri hálfleik. Liðið mun leika gegn Svíum næstkomandi miðvikudag ytra.
1. júní 2007
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norðmönnum í dag í milliriðli fyrir EM. Riðillinn er leikinn í Noregi og hefst leikur þjóðanna kl. 17:00 að íslenskum tíma.
31. maí 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Grikkjum í dag kl. 15:00 ytra. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2009 en úrslitakeppnin fer fram í Finnlandi.
31. maí 2007
Ísland vann góðan útisigur í sínum fyrsta leik sínum í undankeppninni fyrir EM 2009. Leikið var gegn Grikklandi ytra og bar íslenska liðið sigurorð af því gríska með lokatölunum 0-3. Íslenska liðið leiddi í hálfleik með tveimur mörkum.
31. maí 2007
Íslenska U19 landslið karla hóf leik í milliriðli fyrir EM í gær og öttu kappi gegn Evrópumeisturum Spánverja. Spánverjar báru sigur úr býtum með þremur mörkum gegn tveimur eftir að íslenska liðið leiddi í hálfleik, 0-1.
30. maí 2007
Íslenska U19 landslið karla hefur leik í milliriðli fyrir EM í dag þegar þeir mæta Spánverjum kl. 17:00. Spánverjar eru handhafar titilsins í þessum aldursflokki en milliriðillinn er leikinn í Noregi.
29. maí 2007
Í endurbættri stúku á Laugardalsvellinum er breytt og bætt aðstaða fyrir þá sem eru í hjólastól. Aðstaðan er í norður- og suðurenda stúkunnar en bílastæði og inngangur eru við suðurendann.
29. maí 2007
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Liechtenstein afhenta föstudaginn 1. júní frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.
24. maí 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn sem mætir Grikkjum ytra 31. maí næstkomandi. Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2009.
23. maí 2007
Í dag var dregið við hátíðlega athöfn í riðla í úrslitakeppni EM U19 kvenna. Keppnin fer fram sem kunnugt er hér á landi dagana 18. - 29. júlí. Íslendingar mæta Norðmönnum í fyrsta leik sínum en einnig eru Danir og Evrópumeistarar Þjóðverja í riðlinum.
22. maí 2007
Á morgun, miðvikudaginn 23. maí, verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U19 kvenna en keppnin fer fram hér á landi 18. - 29. júlí næstkomandi. Fjölmargir gestir, innlendir sem erlendir, verða viðstaddir athöfnina sem hefst kl. 18:00.
22. maí 2007
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 20 manna landsliðshóp sinn fyrir tvo landsleiki. Fyrri leikurinn er gegn Liechtenstein á heimavelli 2. júní og sá seinni gegn Svíum, 6. júní, í Stokkhólmi. Fjórir nýliðar eru í landsliðshópnum.
22. maí 2007
Svíar hafa tilkynnt landsliðshóp sinn er mæta Dönum í Kaupmannahöfn 2. júní og Íslendingum 6. júní í Stokkhólmi. Svíar eru í öðru sæti riðilsins með 12 stig, einu stigi á eftir Norður Írum en hafa leikið leik minna.
22. maí 2007
Miðasala á leik Íslands og Liechtenstein í riðlakeppni fyrir EM 2008 er hafin. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 2. júní og hefst kl. 16.00. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer fram í miðasölukerfi frá www.midi.is.
22. maí 2007
Landsliðshópur Liechtenstein var tilkynntur í dag og valdi landsliðsþjálfarinn, Hans-Peter Zaugg, 19 leikmenn til þess að etja kappi við Íslendinga hér á Laugardalsvelli 2. júní og Spánverja fjórum dögum síðar.
17. maí 2007
Íslenska kvennalandsliðið laut í lægra haldi gegn stöllum sínum frá Englandi er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik á Roots Hall í kvöld. Lokatölur urðu þær að Englendingar gerður fjögur mörk án þess að Íslendingar næðu að skora.
17. maí 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Englendingum í kvöld. Leikurinn fer fram á Roots Hall, heimavelli Southend United og hefst kl. 18:45.
16. maí 2007
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19, hefur valið 18 leikmenn til að taka þátt í milliriðli Evrópumóts U19 landsliða í Noregi 28. maí – 6. júní. Efsta þjóð riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM í Austurríki.