Verslun
Leit
SÍA
Leit

16. apríl 2007

Ljóst hvaða þjóðir leika í úrslitakeppni EM U19 kvenna

Í gær skýrðist hvaða þjóðir munu leika hér á landi í úrslitakeppni EM U19 kvenna. Keppnin fer fram dagana 18. - 29. júlí og er leikið á sjö völlum hér á landi. Sjö þjóðir tryggðu sér farseðilinn til Íslands eftir keppni í milliriðlum.

Landslið

11. apríl 2007

Leikið við England á Roots Hall

Kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við England 17. maí næstkomandi.  Leikið verður á Roots Hall, heimavelli Southend United.  Völlurinn tekur rétt tæplega 12.500 manns í sæti.

Landslið

10. apríl 2007

Styttist í úrslitakeppni EM U19 kvenna

Úrslitakeppni EM U19 kvenna verður haldin hér á landi dagana 18. - 29. júlí.  Milliriðlar keppninnar hófust í gær og á sunnudaginn verður ljóst hvaða sjö þjóðir mæta hingað til leiks í úrslitakeppnina.

Landslið

10. apríl 2007

Fyrsti leikur í riðli Íslands leikinn á morgun

Á morgun fer fram fyrsti leikur í riðli Íslands í undankeppni fyrir EM kvenna í Finnlandi 2009.  Taka þá Frakkar á móti Grikkjum og verður Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari á meðal áhorfenda á leiknum.

Landslið

4. apríl 2007

Dregið hjá U17 karla kl. 10:45 í dag

Í dag kl.10:45 verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla.  Úrslitakeppnin fer fram í Belgíu.  Átta þjóðir eru í pottinum og skiptast þær í tvo riðla.  Hægt er að fylgjast með drættinum á www.uefa.com.

Landslið

4. apríl 2007

Riðlarnir klárir fyrir úrslitakeppni U17

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla sem fram fer í Belgíu.  Leikirnir fara fram dagana 2. - 13. maí.  Fimm efstu þjóðirnar tryggja sér sæti á HM 2007 í Suður Kóreu.

Landslið

2. apríl 2007

28 leikmenn boðaðir á æfingar hjá U17 karla

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 28 leikmenn til æfinga á næstu dögum.  Æfingarnar fara fram á Fylkisvelli og í Fífunni, fimmtudag, föstudag og laugardag.

Landslið

1. apríl 2007

Mótherjar U17 karla klárir í úrslitakeppni EM í Belgíu

Glæsilegur árangur hjá strákunum í U17 karla hefur vakið töluverða athygli víðsvegar um Evrópu.  Tvö íslensk landslið taka þátt í úrslitakeppni EM á þessu ári en stúlkurnar í U19 kvenna leika í úrslitakeppni hér á landi í júlí.

Landslið

1. apríl 2007

Riðlakeppni fyrir EM 2009 hefst í dag

Í dag hefst riðlakeppni fyrir EM 2009 kvenna þegar að Írar taka á móti Hollandi.  Fyrsti leikur Íslands verður leikinn í Grikklandi, 31. maí næstkomandi.  Sigurvegarar riðlanna sex tryggja sér sæti í úrsllitakeppninni í Finnlandi 2009. 

Landslið

28. mars 2007

Spánn - Ísland í kvöld á Mallorca

Íslendingar mæta Spánverjum í kvöld í undankeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn er í F-riðli og fer fram á Mallorca.  Íslendingar hafa hlotið þrjú stig til þessa í riðlinum en Spánverjar hafa sex stig.  Þetta er í tíunda skiptið sem þjóðirnar mætast.

Landslið

28. mars 2007

Landsliðið æfði í hellirigningu í morgun

Strákarnir í landsliðinu voru snemma á fótum í morgun og æfðu kl. 11:00 að staðartíma eða kl. 9:00 að íslenskum tíma í morgun.  Það hefur rignt hressilega á sólareyjunni Mallorca í dag og ljóst að völlurinn verður vel vökvaður fyrir leikinn.

Landslið

28. mars 2007

Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Spánverjum í kvöld.  Eyjólfur stillir upp í leikaðferðina 4-4-2 og mun Gunnar Þór Gunnarsson leika sinn fyrsta landsleik .  Leikurinn hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Landslið

28. mars 2007

Naumt tap gegn Spánverjum

Íslendingar biðu lægri hlut gegn gríðarsterku spænsku landsliði með marki á 80. mínútu.  Hetjuleg barátta leikmanna íslenska liðsins dugði því miður aðeins of skammt og Spánverjar fögnuðu sigri

Landslið

26. mars 2007

60 ára afmælið haldið hátíðlegt á Mallorca

Knattspyrnusambandinu bárust margar góðar kveðjur í tilefni af 60 ára afmælinu og á sólareyjunni Mallorca var afmælisins minnst.  Þar eru landsliðsmennirnir á fullu í undirbúningi fyrir landsleikinn gegn Spánverjum, sem fram fer á miðvikudaginn.

Landslið

24. mars 2007

Byrjunarliðið hjá U17 gegn Rússum

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Rússum í dag kl. 15:00.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í milliriðli fyrir EM 2007 og er riðillinn leikinn í Portúgal.  Með sigri eiga Íslendingar möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2007.

Landslið

24. mars 2007

Ótrúlegur fyrri hálfleikur hjá strákunum

Fyrri hálfleikur Íslands og Rússlands í milliriðli fyrir EM hefur verið hreint með ólíkindum.  Íslendingar leiða í hálfleik með fimm mörkum gegn engu gegn núverandi Evrópumeisturum í þessum aldursflokki.  Kolbeinn Sigþórsson hefur skorað fjögur mörk.

Landslið

24. mars 2007

Úrslitakeppni í Belgíu bíður U17 karla

Íslenska U17 landslið karla, undir stjórn Luka Kostic, tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni EM 2007 sem fram fer í Belgíu.  Liðið tapaði ekki leik í milliriðlinum og lögðu ríkjandi Evrópumeistara Rússa í dag.

Landslið

23. mars 2007

Ármann Smári valinn í hópinn

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshóp sínum fyrir leikinn gegn Spánverjum 28. mars næstkomandi.  Ármann Smári Björnsson, Brann,  hefur verið valinn í hópinn í stað Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.

Landslið