23. mars 2007
Á morgun, laugardaginn 24. mars leika strákarnir í U17 karla lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM 2007. Leikið verður við Rússa kl. 15:00 og með sigri eru möguleikar Íslands um sæti úrslitakeppninni fyrir hendi.
21. mars 2007
Í dag kl. 15:00 leikur U17 karla sinn annan leik í millirðili fyrir EM en leikið er í Portúgal. Mótherjarnir eru að þessu sinni heimamenn í Portúgal. Fyrsti leikur Íslendinga í riðlinum var gegn Norður Írum og lauk sá leik með jafntefli, 2-2.
21. mars 2007
Eyjólfur Sverrisson hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Spánverjum 28. mars næstkomandi. Þeir Hólmar Örn Rúnarsson Silkeborg og Indriði Sigurðsson, Lyn, koma inn í hópinn.
21. mars 2007
Strákarnir í U17 gerðu sitt annað jafntefli í dag í milliriðli fyrir EM 2007. Leikið var við gestgjafana í Portúgal og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Síðasti leikur Íslands er við Rússa á laugardaginn.
19. mars 2007
Íslenska U17 karlalandsliðið hefur leik í dag í milliriðli fyrir EM og er leikið í Portúgal. Norður Írar eru fyrsti mótherjinn og hefst leikur þjóðanna kl. 15:00. Hinar þjóðirnar eru svo Rússar og heimamenn í Portúgal.
19. mars 2007
Í dag kl. 14:00 mun Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynna landsliðshóp sinn er mætir Spánverjum á Mallorca 28. mars næstkomandi. Leikurinn er í F riðli í undankeppni fyrir EM 2008. Þjóðirnar hafa báðar þrjú stig, Ísland eftir fjóra leiki en Spánverjar eftir þrjá.
19. mars 2007
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag 18 manna landsliðshóp sem leikur gegn Spáni miðvikudaginn 28. mars nk. Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Gunnar Þór Gunnarsson Hammarby og Atli Jóhannsson KR.
19. mars 2007
Fyrsti leikur hjá U17 karlalandsliðinu í milliriðli fyrir EM 2007 fór fram í dag og voru andstæðingarnir Norður Írar. Leiknum lauk með jafntefli, 2-2, eftir að Íslendingar höfðu leitt, 2-0. Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins.
16. mars 2007
Síðasti leikur U19 kvenna á æfingamóti landsliða á La Manga verður leikinn í dag og eru andstæðingarnir Danir. Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikurinn hefst kl. 13:00.
16. mars 2007
Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánar, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn sem mætir Dönum 24. mars og Íslendingum 28. mars. Leikurinn við Íslendinga er leikinn á Mallorca og hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma.
16. mars 2007
U19 landslið kvenna lék þriðja og síðasta leik sinn á æfingamóti á La Manga í dag og voru Danir mótherjar íslenska liðsins. Lauk leiknum með jafntefli, 1-1, eftir að staðan hafði verið markalaust í hálfleik. Rakel Hönnudóttir skoraði mark Íslands.
16. mars 2007
Nýir styrkleikalistar FIFA, bæði í karla- og kvennaflokki, hafa verið birtir. Karlalandsliðið fer upp um níu sæti og situr í sæti 86. Konurnar eru hinsvegar áfram í sæti númer 21.
15. mars 2007
Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U19 karla og hafa verið valdir 27 leikmenn til þessara æfinga. Æfingarnar verða undir stjórn Kristins Rúnars Jónssonar landsliðsþjálfara.
14. mars 2007
Núna kl. 10:00 hófst leikur Íslands og Kína á Algarve Cup en leikið er um níunda sætið á mótinu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson teflir fram sama byrjunarliði og í leiknum gegn Portúgal. Fylgst verður með helstum fréttum af leiknum hér að neðan.
14. mars 2007
Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur í dag gegn stöllum sínum frá Englandi á æfingamóti landsliða sem haldið er á La Manga. Fylgst verður með aðalatriðum leiksins hér að neðan í fréttinni.
14. mars 2007
Íslenska kvennalandsliðið vann í dag frækilegan sigur á Kínverjum í leik um níunda sætið á Algarve Cup 2007. Lokatölur urðu 4-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið markalaust í hálfleik.
14. mars 2007
U19 kvennalandslið Íslands gerði í dag jafntefli við Englendinga á æfingamóti landsliða á La Manga. Lauk leiknum 1-1 eftir að Laufey Björnsdóttir hafði komið Íslendingum yfir á 51. mínútu. Leikið verður við Danmörku á föstudaginn.
13. mars 2007
Íslenska kvennalandsliðið mun mæta því kínverska í leik um níunda sætið á Algarve Cup 2007. Þetta var ljóst eftir leiki gærkvöldsins en Ísland vann þar öruggan 5-1 sigur á Portúgal en Kína tapaði 0-2 fyrir Finnum.