Verslun
Leit
SÍA
Leit

12. mars 2007

Naumt tap gegn Ítölum hjá U19 kvenna

Æfingamót U19 kvenna á La Manga hófst í dag og léku Íslendingar gegn Ítölum.  Leikurinn tapaðist með einu marki gegn tveimur eftir að Ísland hafði náð forystunni.  Næsti leikur Íslands er á miðvikudaginn gegn Englandi.

Landslið

12. mars 2007

Hólmfríður með þrennu gegn Portúgal í 5-1 sigri

Íslendingar unnu öruggan sigur á Portúgal í lokaleik C riðils á Algarve Cup, 5-1  Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrennu í seinni hálfleik.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 23. landsliðsmark og er orðin markahæst frá upphafi.  Katrín Jónsdóttir fyrirliði lék sinn 60. landsleik í dag.

Landslið

12. mars 2007

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Portúgal í dag á Algarve Cup.  Þetta er síðasti leikurinn í riðlinum en einnig verður leikið um sæti.  Leikurinn hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma og verður hægt að sjá leikinn á Ölver/Wembley í Glæsibæ.

Landslið

12. mars 2007

Jafntefli gegn Írlandi

Ísland gerði jafntefli gegn Írlandi í öðrum leik liðsins á Algarve Cup 2007.  Leiknum lauk með jafntefli, 1-1 og leiddi íslenska liðið í hálfleik eftir að Rakel Logadóttir skoraði snoturt skallamark.

Landslið

12. mars 2007

U19 kvenna hefur leik í dag

Íslenska U19 kvennalandsliðið tekur þátt á æfingamóti á La Manga sem hefst í dag.  Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Ítalíu og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. 

Landslið

8. mars 2007

Æfing hjá U19 kvenna í Fagralundi

U19 landslið kvenna mun æfa föstudaginn 9. mars á félagssvæði HK í Kópavogi, Fagralundi.  Æfingin hefst kl. 21:00.

Landslið

8. mars 2007

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Írlandi í öðrum leik liðsins á Algarve Cup.  Sigurður gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Ítalíu.

Landslið

7. mars 2007

Naumt tap gegn Ítalíu

Í fyrsta leik Íslands á Algarve Cup 2007, beið Ísland nauman ósigur gegn liðið Ítalíu með tveimur mörkum gegn einu.  Sigurmark Ítala kom í uppbótartíma en staðan í hálfleik var 1-1.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleik.

Landslið

7. mars 2007

Dómgæslan á Algarve Cup 2007 í umsjón FIFA

Dómgæslan á Algarve Cup 2007 er í umsjón FIFA og eru þeir dómarar valdir sem möguleika eiga á því að dæma í næstu úrslitakeppni HM í Kína.  Yfirbragðið er því ákaflega alþjóðlegt á dómurum mótsins.

Landslið

7. mars 2007

Úrtakshópur hjá U17 kvenna æfir um helgina

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp skipuðum 31 leikmanni til æfinga um helgina.  Leikmönnunum er skipt í 2 hópa og má sjá skiptinguna hér að neðan.

Landslið

6. mars 2007

Katrín verður fyrirliði á Algarve

Kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem liðið leikur fyrsta leik sinn á mótinu á morgun.  Leikið verður við Ítalíu og hefst leikurinn kl. 18:00.  Þetta er fyrsti landsleikur Sigurðar Ragnars sem landsliðsþjálfara og hefur hann ákveðið að Katrín Jónsdóttir verður fyrirliði liðsins á mótinu.

Landslið

6. mars 2007

U17 hópurinn sem fer til Portúgals

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Portúgals til þess að leika í milliriðlum fyrir EM.  Leikið verður dagana 19. - 24. mars og er leikið við Norður Íra, Portúgali og Rússa.

Landslið

6. mars 2007

Byrjunarliðið gegn Ítölum tilkynnt

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem mætir Ítölum á morgun á Algarve Cup.  Þóra B. Helgadóttir mun leika sinn fimmtugusta landsleik og þær Sif Atladóttir og Fjóla Dröfn Friðriksdóttir leika sinn fyrsta landsleik.

Landslið

1. mars 2007

Miðasala hafin á úrslitakeppni EM 2008

Í dag, 1. mars, hófst formlega miðasala á úrslitakeppni EM sem fram fer í Sviss og Austurríki í júní 2008.  Hægt er að sækja um miða, í þessari fyrstu atrennu miðasölunnar til 31. mars.

Landslið

1. mars 2007

Riðlarnir klárir hjá U17 og U19 karla

Í dag var dregið í riðlakeppni fyrir EM 2007/08 hjá U17 og U19 karla í Barcelona.  Úrslitakeppnirnar fara fram í Tékklandi hjá U19 og í Tyrklandi hjá U17.  Íslendingar eru lentu í sterkum riðlum í báðum aldursflokkum.

Landslið

1. mars 2007

Hópur U19 kvenna sem fer til La Manga

U19 ára landslið kvenna mun taka þátt í æfingamóti á La Manga í mars og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valið 18 manna hóp fyrir mótið.  Leikið verður gegn Ítalíu, Englandi og Danmörku á þessu móti.

Landslið

28. febrúar 2007

Dregið í undankeppni EM hjá U17 og U19 karla

Á morgun, fimmtudaginn 1. mars, verður dregið í riðla fyrir undankeppni EM hjá U17 og U19 karla.  Dregið verður í Barcelona og verður byrjað að hræra í skálunum kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Landslið

28. febrúar 2007

Úrtaksæfingar fyrir U17 kvenna á Austurlandi

Úrtaksæfingar verða haldnar í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á laugardaginn hjá U17 kvenna.  Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 38 leikmenn til þessa æfinga.

Landslið