12. mars 2007
Æfingamót U19 kvenna á La Manga hófst í dag og léku Íslendingar gegn Ítölum. Leikurinn tapaðist með einu marki gegn tveimur eftir að Ísland hafði náð forystunni. Næsti leikur Íslands er á miðvikudaginn gegn Englandi.
12. mars 2007
Íslendingar unnu öruggan sigur á Portúgal í lokaleik C riðils á Algarve Cup, 5-1 Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrennu í seinni hálfleik. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 23. landsliðsmark og er orðin markahæst frá upphafi. Katrín Jónsdóttir fyrirliði lék sinn 60. landsleik í dag.
12. mars 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Portúgal í dag á Algarve Cup. Þetta er síðasti leikurinn í riðlinum en einnig verður leikið um sæti. Leikurinn hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma og verður hægt að sjá leikinn á Ölver/Wembley í Glæsibæ.
12. mars 2007
Ísland gerði jafntefli gegn Írlandi í öðrum leik liðsins á Algarve Cup 2007. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1 og leiddi íslenska liðið í hálfleik eftir að Rakel Logadóttir skoraði snoturt skallamark.
12. mars 2007
Íslenska U19 kvennalandsliðið tekur þátt á æfingamóti á La Manga sem hefst í dag. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Ítalíu og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.
8. mars 2007
U19 landslið kvenna mun æfa föstudaginn 9. mars á félagssvæði HK í Kópavogi, Fagralundi. Æfingin hefst kl. 21:00.
8. mars 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Írlandi í öðrum leik liðsins á Algarve Cup. Sigurður gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Ítalíu.
7. mars 2007
Í fyrsta leik Íslands á Algarve Cup 2007, beið Ísland nauman ósigur gegn liðið Ítalíu með tveimur mörkum gegn einu. Sigurmark Ítala kom í uppbótartíma en staðan í hálfleik var 1-1. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleik.
7. mars 2007
Dómgæslan á Algarve Cup 2007 er í umsjón FIFA og eru þeir dómarar valdir sem möguleika eiga á því að dæma í næstu úrslitakeppni HM í Kína. Yfirbragðið er því ákaflega alþjóðlegt á dómurum mótsins.
7. mars 2007
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp skipuðum 31 leikmanni til æfinga um helgina. Leikmönnunum er skipt í 2 hópa og má sjá skiptinguna hér að neðan.
6. mars 2007
Kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem liðið leikur fyrsta leik sinn á mótinu á morgun. Leikið verður við Ítalíu og hefst leikurinn kl. 18:00. Þetta er fyrsti landsleikur Sigurðar Ragnars sem landsliðsþjálfara og hefur hann ákveðið að Katrín Jónsdóttir verður fyrirliði liðsins á mótinu.
6. mars 2007
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Portúgals til þess að leika í milliriðlum fyrir EM. Leikið verður dagana 19. - 24. mars og er leikið við Norður Íra, Portúgali og Rússa.
6. mars 2007
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem mætir Ítölum á morgun á Algarve Cup. Þóra B. Helgadóttir mun leika sinn fimmtugusta landsleik og þær Sif Atladóttir og Fjóla Dröfn Friðriksdóttir leika sinn fyrsta landsleik.
1. mars 2007
Í dag, 1. mars, hófst formlega miðasala á úrslitakeppni EM sem fram fer í Sviss og Austurríki í júní 2008. Hægt er að sækja um miða, í þessari fyrstu atrennu miðasölunnar til 31. mars.
1. mars 2007
Í dag var dregið í riðlakeppni fyrir EM 2007/08 hjá U17 og U19 karla í Barcelona. Úrslitakeppnirnar fara fram í Tékklandi hjá U19 og í Tyrklandi hjá U17. Íslendingar eru lentu í sterkum riðlum í báðum aldursflokkum.
1. mars 2007
U19 ára landslið kvenna mun taka þátt í æfingamóti á La Manga í mars og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valið 18 manna hóp fyrir mótið. Leikið verður gegn Ítalíu, Englandi og Danmörku á þessu móti.
28. febrúar 2007
Á morgun, fimmtudaginn 1. mars, verður dregið í riðla fyrir undankeppni EM hjá U17 og U19 karla. Dregið verður í Barcelona og verður byrjað að hræra í skálunum kl. 15:00 að íslenskum tíma.
28. febrúar 2007
Úrtaksæfingar verða haldnar í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á laugardaginn hjá U17 kvenna. Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 38 leikmenn til þessa æfinga.