12. apríl 2006
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem leikur vináttulandsleik gegn Hollendingum í kvöld. Leikurinn fer fram á Oosteerenk Stadium í Zwolle hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.
12. apríl 2006
A landslið kvenna beið í kvöld ósigur gegn Hollendingum, en þetta er í fyrsta sinn sem þeim appelsínugulu tekst að vinna sigur á íslenska liðinu. Sigurmark hollenska liðsins kom í síðari hálfleik.
10. apríl 2006
A landslið kvenna mætir Hollendingum í vináttulandsleik á miðvikudag. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður og hefur íslenska liðið unnið sigur í öllum viðureignunum. Síðasta viðureign liðanna var í undankeppni EM 1997.
5. apríl 2006
Á þriðja tug leikmanna hafa verið boðaðir á æfingar U19 landsliðs kvenna sem fram fara á Fylkisvelli um páskana. Æfingarnar eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir EM milliriðil, sem fram fer í Rúmeníu í lok apríl.
4. apríl 2006
Tæplega þrjátíu leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingu vegna U21 landsliðs karla, sem fram fer í Fífunni í Kópavogi laugardaginn 15. apríl. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins.
3. apríl 2006
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið 18 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Hollendingum, sem fram fer á Oosterenk leikvanginum í Zwolle 12. apríl næstkomandi.
27. mars 2006
Ákveðið hefur verið að U19 landslið karla leiki tvo vináttuleiki við Skota í byrjun september og fara báðir leikirnir fram í Skotlandi. U19 landslið Íslands og Skotlands hafa mæst 13 sinnum áður.
21. mars 2006
Tæplega 30 leikmenn frá 9 félögum verið boðaðir á æfingar U19 landsliðs kvenna um næstu helgi. Æft verður á Fylkisvelli á laugardeginum og í Egilshöll á sunnudeginum.
20. mars 2006
A landslið kvenna er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið og stendur í stað frá því listinn var síðast gefinn út, en styrkleikalisti kvennaliða er gefinn út þrisvar sinnum á ári.
16. mars 2006
A landslið karla er í 97. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA og fellur því um eitt sæti frá síðasta mánuði. Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, en baráttan á topp 10 þykir aldrei hafa verið eins jöfn.
13. mars 2006
Vel á fjórða tug leikmanna hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla um næstu helgi - dagana 18. og 19. mars. Æft verður í Reykjaneshöll og Egilshöll undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara liðsins.
13. mars 2006
Fyrsti fundur undirbúningshóps U19 landsliðs Íslands fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna 2007 fer fram miðvikudaginn 15. mars. Farið verður yfir undirbúning liðsins fram að móti og fyrirkomulag þrekmælinga kynnt.
9. mars 2006
Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir verður fyrirliði íslenska liðsins í vináttulandsleiknum gegn Englendingum á Carrow Road í Norwich í kvöld. Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt um hádegisbil.
9. mars 2006
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Englendingum, en liðin mætast í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich kl. 19:45 í kvöld, fimmtudagskvöld.
9. mars 2006
A landslið kvenna tapaði í kvöld í vináttulandsleik gegn Englendingum með einu marki gegn engu. Eina mark leiksins kom þegar um 10 mínútur voru til leiksloka við gríðarlegan fögnuð áhorfenda.
8. mars 2006
Samið hefur verið um leikdaga við Andorra í forkeppni Evrópumóts U21 landsliða. Leikið verður í Andorra 3. maí og á Íslandi 1. júní.
7. mars 2006
A landslið kvenna mætir Englendingum í vináttulandsleik í Norwich á fimmtudag. Íslenska liðinu hefur aldrei tekist að vinna sigur á því enska, í sjö viðureignum, en einu sinni hafa liðin gert jafntefli.
7. mars 2006
Ásthildur Helgadóttir á við meiðsl að stríða og getur því ekki leikið með A-landsliði kvenna gegn Englandi, en liðin mætast í vináttulandsleik í Norwich á fimmtudag. Annar leikmaður verður ekki kallaður í hópinn að svo stöddu.