5. maí 2006
Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins sem leikur gegn Hvít-Rússum, laugardaginn 6. maí, kl. 14:00. Leikið verður á Darida Stadium í Minsk og er leikurinn liður í undakeppni fyrir HM 2007.
4. maí 2006
Leikur Hvíta Rússlands og Íslands, í undankeppni HM kvenna 2007, verður í sýndur í beinni útsendingu. Leikurinn er laugardaginn, 6. maí og hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma. Leikið verður á Darida Stadium í Minsk.
3. maí 2006
Í dag kl. 16:00 mæta Íslendingar Andorrubúum og er leikurinn liður í forkeppni fyrir undankeppni EM. Þessi fyrri leikur þjóðanna fer fram ytra og sigurvegarinn úr viðureignum þessara þjóða, mætir Austurríki og Ítalíu.
3. maí 2006
Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Andorra. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður blásið til sóknar að þessu sinni og leikin leikaðferðin 4-3-3.
3. maí 2006
Ekki tókst að brjóta á bak aftur þétta vörn Andorrabúa og markalaust jafntefli varð staðreynd. Heimamenn lögðu allt kapp á að halda markinu hreinu og gerðu fáar tilraunir til að ógna marki Íslendinga.
2. maí 2006
Gera varð eina breytingu á U21liði karla en hópurinn lagði af stað til Andorra í gærmorgun. Vegna veikinda komst Eyjólfur Héðinsson úr Fylki ekki með en í hans stað var Steinþór Freyr Þorsteinsson úr Breiðablik valinn.
29. apríl 2006
U19 landslið kvenna leikur í dag lokaleik sinn í milliriðli EM, sem fram fer í Rúmeníu. Mótherjarnir í dag eru einmitt heimamenn, Rúmenar, en bæði liðin eru án stiga eftir töp gegn Englendingum og Dönum.
29. apríl 2006
U19 landslið kvenna vann í dag öruggan sigur á Rúmenum í lokaumferð milliriðils EM, sem fram fór í Rúmeníu. Greta Mjöll Samúelsdóttir gerði tvö mörk fyrir íslenska liðið. Danir lögðu Englendinga í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM.
28. apríl 2006
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur tilkynnt um eina breytingu á hópnum fyrir leikinn gegn Hvít Rússum í Minsk. Málfríður Erna Sigurðardóttir kemur í hópinn í stað Olgu Færseth.
27. apríl 2006
Annar leikur íslenska U19 kvennalandsliðisins í undanriðli EM, fer fram í dag kl. 14:00 að íslenskum tíma. Mæta þá stelpurnar dönsku stöllum sínum en danska liðið sigraði það rúmenska í sínum fyrsta leik, 7-0.
27. apríl 2006
Íslensku stelpurnar í U19 landsliðinu léku í dag sinn annan leik í undanriðli fyrir EM, sem fram fer í Rúmeníu. Leiknum lyktaði 1-2 fyrir þær dönsku eftir að þær höfðu tveggja marka forystu í hálfleik
25. apríl 2006
Íslenska U19 kvennaliðið tapaði fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM en riðillinn er leikinn í Rúmeníu. Íslenska liðið tapaði 1-7 og er það stærsta tap hjá íslenska U19 kvennaliðinu frá upphafi.
25. apríl 2006
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt liðið sem mætir Hvít-Rússum ytra þann 6. maí nk. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2007.
25. apríl 2006
Á slaginu kl. 11 að íslenskum tíma hefst leikur Englands og Íslands í millirðlum fyrir EM sem fram fer þessa dagana í Rúmeníu. Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur tilkynnt byrjunarliðið.
24. apríl 2006
Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Andorra ytra þann 3. maí í forkeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007. Þetta er fyrri leikur þessara þjóða en seinni leikurinn fer fram hér heima 1. júní.
24. apríl 2006
Ennþá eru eftir miðar á HM 2006 í Þýskalandi sem hefst 9. júní. Fimmta þrep söluferlis FIFA hefst 1. maí en einungis er hægt að kaupa miða á sérstakri HM síðu FIFA.
19. apríl 2006
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn í U19 ára landslið kvenna sem tekur þátt í milliriðlum EM sem fram fara nú í apríl í Rúmeníu.
19. apríl 2006
Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í dag, stendur íslenska karlalandsliðið í stað og er í 97. sæti. Fyrstu mótherjar okkar í undankeppni EM 2008, Norður Írar, skjótast upp fyrir okkur á listanum.