Verslun
Leit
SÍA
Leit

15. júní 2006

Fjórði leikur Íslands og Portúgals

Leikur Íslands og Portúgal á sunnudaginn verður fjórði A landsleikur kvenna á milli þjóðanna.  Fyrstu þrír leikirnir hafa allir farið fram í Portúgal og því í fyrsta sinn er þjóðirnar mætast á Íslandi.  Íslenska liðið hefur enn ekki náð að landa sigri gegn Portúgal.

Landslið

14. júní 2006

Dómarar leiksins koma frá Danmörku

Það verður danskt dómaratríó sem kemur til með að stjórna ferðinni í leik Íslands og Portúgals, sunnudaginn 18. júní.  Leikurinn er, eins og áður hefur komið fram, 100. A landsleikur kvenna.

Landslið

14. júní 2006

Knattspyrnuskóli drengja 19.- 23. júní 2006

Knattspyrnuskóli karla 2006 fer fram að Laugarvatni 19. - 23. júní næstkomandi.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1992.

Landslið

12. júní 2006

100. leikur kvennalandsliðsins á sunnudag

A landslið kvenna leikur á sunnudag 100. leik sinn frá upphafi þegar það mætir Portúgölum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2007. Þóra B. Helgadóttir tekur við fyrirliðabandinu af systur sinni, Ásthildi, sem er í leikbanni,

Landslið

8. júní 2006

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni.  Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1992.  Gestakennarar verða á flestum æfingunum og þar er von á mjög góðum gestum.

Landslið

7. júní 2006

Æfingahópur fyrir U17 karla

Luka Kostic, þjálfari U17 karlaliðs Íslands, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum, laugardaginn 10. júní og sunnudaginn 11. júní.

Landslið

2. júní 2006

Andorramönnum skellt á Skaganum

Íslenska U21 karlalandsliðið tryggði sér sæti í undankeppni fyrir EM 2007 með því að leggja Andorra með tveimur mörkum gegn engu.  Liðið  leikur gegn Austurríki og Ítalíu í undankeppninni.

Landslið

1. júní 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra

Lúka Kostic landsliðsþjálfari U21 karla hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Andorra á Akranesvelli kl. 18:15.  Stillt er upp í leikaðferðina 4-3-3 og stefnt á að brjóta vörn Andorra á bak aftur en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli

Landslið

1. júní 2006

100. A landsleikur kvenna

Þann 18. júní nk. leikur íslenska A landslið kvenna sinn 100. landsleik.  Leikið er við Portúgal í undankeppni fyrir HM 2007.  Fyrsti A landsleikur kvenna var leikinn 29. september 1981 í Skotlandi.

Landslið

1. júní 2006

Knattspyrnuskóli KSÍ - ítrekun

Knattspyrnuskóli stúlkna verður haldinn að Laugarvatni 12. - 16. júní næstkomandi. Framlengdur frestur er til kl. 12:00 á morgun, miðvikudaginn 7. júní.

Landslið

30. maí 2006

Ísland tekur þátt í EM U17 kvenna

Framkvæmdanefnd UEFA ákvað á dögunum að hrinda af stað Evrópukeppni U17 kvenna.  KSÍ hefur þegar tilkynnt þátttöku Íslands í mótinu en það hefst á haustdögum 2007.

Landslið

30. maí 2006

Leikið við Andorra á Akranesvelli

U21 landslið karla mun taka á móti Andorra á Akranesvelli í dag, fimmtudaginn 1. júní.  Leikurinn er seinni leikur þjóðanna en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en leikið var ytra 3. maí síðastliðinn.

Landslið

29. maí 2006

Jón Ólafur tekur við landsliði U17 kvenna

Jón Ólafur Daníelsson hefur verið ráðinn til að leysa Ernu Þorleifsdóttur af sem landsliðsþjálfari U17 kvenna.  Jón Ólafur mun því stýra liðinu á Norðurlandamóti kvenna sem fram fer í Finnlandi í byrjun júlí.

Landslið

26. maí 2006

U21 hópurinn gegn Andorra

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Andorra á Akranesvelli á fimmtudaginn kemur.  Leikurinn er seinni leikur þjóðanna og er leikið um sæti í riðlakeppni EM 2007.  

Landslið

19. maí 2006

Kvennalandsliðið upp um eitt sæti

Íslenska kvennalandsliðið fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA.  Hafa þær sætaskipti við landslið Úkraínu og stíga upp í 18. sætið.  Heims- og Evrópumeistarar Þjóðverja eru, sem fyrr, á toppi styrkleikalistans.

Landslið

16. maí 2006

Ásthildur í banni

Ásthildur Helgadóttir landsliðsfyrirliði hlaut sína aðra áminningu í forkeppni HM í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi 6. maí síðastliðinn og verður í leikbanni í landsleik Íslands og Portúgal sem fram fer 18. júní næstkomandi.

Landslið

13. maí 2006

Útsendingar frá leikjum A-landsliðanna 2006-2009

Samið hefur verið um útsendingar frá leikjum A-landsliðanna næstu 4 árin, 2006-2009. Heimalandsleikir verða beint á RÚV. Landsleikir A liðs karla á útivelli verða á Sýn og þegar sýnt verður frá útilandsleikjum A liðs kvenna verður það á RÚV.

Landslið

6. maí 2006

Með þrjú stig í farteskinu frá Minsk

A landslið kvenna vann góðan sigur á Hvít-Rússum í undankeppni HM 2007 í dag, laugardag, en leikið var í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Sigurinn var verðskuldaður og er Ísland nú með 7 stig eftir fjóra leiki í riðlinum.

Landslið