Verslun
Leit
SÍA
Leit

14. júlí 2006

Landsleikurinn við Spánverja 15. ágúst

Spánverjar munu sækja Íslendinga heim og leika vináttulandsleik á Laugardalsvelli.  Leikurinn fer fram þriðjudaginn 15. ágúst og er það breytt dagsetning en leika átti leikinn 16. ágúst.

Landslið

14. júlí 2006

U21 kvenna heldur til Noregs

Íslenska U21 landslið kvenna heldur Noregs á morgun til að taka þátt á Norðurlandamóti U21 kvenna.  Leikið verður í Stavanger og eiga stelpurnar sinn fyrsta leik á sunnudag þegar þær takast á við stöllur sínar frá Noregi.

Landslið

12. júlí 2006

Nýr og breyttur styrkleikalisti FIFA

Nýr styrkleikalisti FIFA hefur verið gefinn út og er hann markaður af nýafstaðinni Heimsmeistarakeppni.  Einnig hafa átt sér stað róttækar breytingar í útreikningum á listanum  Hefur þetta í för með sér miklar breytingar á styrkleikalistanum.

Landslið

10. júlí 2006

Tap gegn Dönum í leik um fimmta sætið

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði 2-1 í lokaleik sínum á opna Norðurlandamótinu sem lauk í Finnlandi um helgina.  Íslensku stúlkurnar léku gegn Dönum í leik um 5. sætið á mótinu.

Landslið

7. júlí 2006

U17 kvenna leika við Dani um fimmta sætið

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði gegn sænskum stöllum sínum í gærkvöldi, 0-3.  Leikurinn var síðasti leikurinn í riðlakeppni Norðurlandamóts U17 kvenna. Íslensku stelpurnar leika við Dani um fimmta sætið á mótinu.

Landslið

7. júlí 2006

U21 landslið kvenna valið

Elísabet Gunnardóttir landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landslið Íslands fyrir Norðurlandamót U21 kvenna sem fram fer í Noregi 15.-23. júlí næstkomandi.  Í liðinu eru 5 eldri leikmenn en leyfilegt er að tefla þeim fram í þessu móti.

Landslið

7. júlí 2006

Hópur valinn til úrtaksæfinga hjá U17 karla

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Landslið

6. júlí 2006

Byrjunarliðið hjá U17 gegn Svíum

Jón Óli Daníelsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Svíum í dag kl. 17:00.  Leikurinn, sem er liður í Norðurlandamóti U17 kvenna,  er síðasti leikur Íslands í riðlinum.  Leikið er í Kokkola í Finnlandi.

Landslið

5. júlí 2006

Ósigur gegn Þjóðverjum hjá U17 kvenna

Stelpurnar í U17 landsliðinu töpuðu gegn Þjóðverjum í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu er fram fer í Kokkola í Finnlandi.  Lokatölur urðu 5-0 Þjóðverjum í vil en sigur vannst í fyrsta leiknum gegn Hollendingum,1-0.

Landslið

3. júlí 2006

Stelpurnar leika gegn Hollandi kl. 17:00 í dag

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum yngri en 17 ára leikur fyrsta leik sinn á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Í dag leikur liðið gegn Hollendingum og hefur Jón Ólafur Daníelsson valið eftirtalda leikmenn til að hefja leikinn.

Landslið

3. júlí 2006

Glæsilegur sigur á Hollendingum

Norðurlandamótið hjá U17 kvenna hófst í dag í Finnlandi og léku íslensku stelpurnar við Holland í sínum fyrsta leik.  Gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu hollenska liðið með einu marki gegn engu.  Það var Fanndís Friðriksdóttir sem skoraði markið á 5. mínútu.

Landslið

28. júní 2006

40 landsliðskonur komu saman fyrir 100. leikinn

Alls mættu um 40 landsliðskonur í hóf sem haldið var í Laugardalshöll í tilefni af 100. kvennalandsleik Íslands. Á meðfylgjandi mynd eru 37 þessara landsliðskvenna en a.m.k. þrjár til viðbótar mættu en voru fjarstaddar þegar myndin var tekin.

Landslið

26. júní 2006

Riðlaskipting fyrir Norðurlandamót U17 karla

Skipt hefur verið í riðla á Norðurlandamóti U17 karla er fram fer í Færeyjum í júlí- og ágústmánuði.  Íslendingar eru í riðli með Dönum, Finnum og heimamönnum frá Færeyjum.

Landslið

26. júní 2006

U17 hópur kvenna á NM í Finnlandi

Jón Óli Daníelsson hefur valið liðið sem mun leika fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti U17 kvenna er fram fer í Finnlandi í júlí.  Ísland er í riðli með Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi.

Landslið

19. júní 2006

Undirbúningshópur fyrir U17 kvenna valinn

Jón Ólafur Daníelsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 25 leikmenn í undirbúningshóp fyrir Norðurlandamótið sem fram í júlí í Finnlandi.  18 manna hópur fyrir Norðurlandamót verður síðan tilkynntur mánudaginn 26. júní.

Landslið

19. júní 2006

Fengu afhenta viðurkenningu fyrir 50 landsleiki

Í tengslum við 100. A landsleik kvenna, leik Íslands og Portúgals, fengu þrír leikmenn afhenta viðurkenningu fyrir 50 landsleiki.  Þetta voru þær Olga Færseth, Guðlaug Jónsdóttir og Katrín Jónsdóttir.

Landslið

18. júní 2006

Góður sigur í hundraðasta leiknum

Íslenska kvennalandsliðið lagði það portúgalska með þremur mörkum gegn engu en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM 2007.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt mark.

Landslið

17. júní 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Portúgal.  Leikurinn er í undakeppni fyrir HM 2007 og hefst kl. 16:00, sunnudaginn 18. júní á Laugardalsvelli.

Landslið