Verslun
Leit
SÍA
Leit

3. ágúst 2006

Miðar á leik N-Írlands og Íslands 2. september

Þann 2. september nk. hefur íslenska landsliðið þátttöku sína í undankeppni fyrir EM 2008.  Leika þeir þá við Norður Írland ytra og er leikið á Windsor Park í Belfast.  Stuðningsmenn Íslands geta keypt miða hjá KSÍ og kostar hann 3.500 krónur.

Landslið

2. ágúst 2006

Miðasala á Ísland - Spánn hafin

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar er hafin á ksi.is og midi.is og gengur mjög vel. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.. 

Landslið

1. ágúst 2006

Byrjunarlið U17 gegn Dönum í dag

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karlalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum í dag kl. 13:30.  Leikurinn er annar leikur liðsins á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Liðið sigraði Finna í gær með fimm mörkum gegn tveimur.

Landslið

1. ágúst 2006

Tap gegn Dönum hjá U17 karla

Íslenska U17 karlalandsliðið tapaði gegn Dönum í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Lokatölur urðu 1-3 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1.  Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslendinga.

Landslið

31. júlí 2006

U17 karla hefja leik í dag

Íslenska U17 karlalandsliðið hefur leik á Norðurlandamótinu í Færeyjum í dag.  Fyrsti leikur þeirra er við Finna og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma.  Danir og Færeyingar eru einnig í riðli með Íslendingum.

Landslið

31. júlí 2006

Finnar lagðir í fyrsta leiknum

Íslenska U17 karlalandsliðið fór vel af stað á Norðurlandamótinu er fram fer í Færeyjum.  Sigruðu strákarnir Finna 5-2,  eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir aðeins sjö mínútur.

Landslið

27. júlí 2006

Staðfestur leiktími á á Ísland-Spánn

Staðfestur hefur verið leiktími á vináttulandsleik Íslands og Spánar, sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 15. ágúst. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Landslið

24. júlí 2006

Nýr þjálfari U21 landsliðs Ítala ráðinn

Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt um ráðningu nýs þjálfara U21 landsliðs karla, en Íslendingar og Ítalir eru saman í riðli í undankeppni EM. Nýr þjálfari Ítala er Pierluigi Casiraghi, sem lék 44 sinnum með A-landsliði Ítala og skoraði 13 mörk.

Landslið

24. júlí 2006

Kristinn dæmdi viðureign Austurríkis og Belgíu

Kristinn Jakobsson dæmir þessa dagana í úrslitakeppni EM U19 karla, sem fram fer í Póllandi.  Á sunnudag dæmdi hann viðureign Austurríkis og Belgíu, sem lauk með 4-1 sigri Austurríkismanna.

Landslið

24. júlí 2006

Kristinn varadómari í undanúrslitaleik

Kristinn Jakobsson verður varadómari á undanúrslitaleik Skotlands og Tékklands í úrslitakeppni EM U19 landsliða karla á miðvikudag og á möguleika á að dæma úrslitaleik keppninnar á sunnudag.

Landslið

24. júlí 2006

Úrtaksæfingar fyrir U18 og U19 karla

Úrtaksæfingar fyrir U18 og U19 landslið karla fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 29. og 30. júlí. Alls hafa um 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Landslið

22. júlí 2006

U21 kvenna í fjórða sæti á Norðurlandamótinu

Íslenska U21 kvennalandsliðið tapaði fyrir Svíum í dag og enduðu því mótið í fjórða sætið.  Árangurinn er engu að síður mjög góður og sá besti er U21 lið Íslands hefur náð á þessu móti.  Liðið var aðeins einu marki frá úrslitaleiknum.

Landslið

20. júlí 2006

Byrjunarlið U21 kvenna gegn Danmörku

Elísabet Gunnarsdóttir hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum kl. 14:00 í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í riðlakeppni Norðurlandamóts U21 en leikið er í Noregi.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um efsta sætið í riðlinum.

Landslið

20. júlí 2006

Danir teknir í kennslustund

Íslenska U21 kvennalandsliðið rótburstaði Dani í lokaleik sínum í riðlakeppni Norðurlandamótsins.  Lokatölur urðu 6-1, eftir að Danir höfðu komist yfir á 11. mínútu.

Landslið

20. júlí 2006

Ísland leikur við Svía um þriðja sætið

Ísland mun leika við Svía um þriðja sætið á Norðurlandamóti U21 kvenna sem fram fer í Stavanger í Noregi.  Þetta varð ljóst eftir úrslit í leik Bandaríkjanna og Noregs en fyrr í dag burstuðu íslensku stelpurnar stöllur sínar frá Danmörku..

Landslið

18. júlí 2006

Byrjunarliðið hjá U21 kvenna gegn Bandaríkjunum

Íslenska U21 landslið kvenna leikur annan leik sinn á Norðurlandamótinu í dag en leikið er í Stavanger í Noregi.  Mæta þá íslensku stelpurnar þeim bandarísku en þær sigruðu danskar stöllur sínar, 3-0.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Landslið

18. júlí 2006

Lið U17 karla valið er spilar í Færeyjum

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið liðið er heldur til Færeyja og tekur þar þátt í Norðurlandamóti U17 karla.  Mótið stendur byrjar 30. júlí og lýkur 6. ágúst.

Landslið

18. júlí 2006

Stelpurnar gerðu jafntefli við Bandaríkin

Íslenska U21 kvennalandsliðið gerði jafntefli við Bandaríkjamenn á Norðurlandamóti U21 kvenna er fram fer í Noregi.  Lokatölur urðu 1-1 og kom Margrét Lára Viðarsdóttir Íslendingum yfir áður en Bandaríkin jöfnuðu úr vítaspyrnu.

Landslið