3. ágúst 2006
Þann 2. september nk. hefur íslenska landsliðið þátttöku sína í undankeppni fyrir EM 2008. Leika þeir þá við Norður Írland ytra og er leikið á Windsor Park í Belfast. Stuðningsmenn Íslands geta keypt miða hjá KSÍ og kostar hann 3.500 krónur.
2. ágúst 2006
Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar er hafin á ksi.is og midi.is og gengur mjög vel. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is..
1. ágúst 2006
Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karlalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum í dag kl. 13:30. Leikurinn er annar leikur liðsins á Norðurlandamótinu í Færeyjum. Liðið sigraði Finna í gær með fimm mörkum gegn tveimur.
1. ágúst 2006
Íslenska U17 karlalandsliðið tapaði gegn Dönum í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Færeyjum. Lokatölur urðu 1-3 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslendinga.
31. júlí 2006
Íslenska U17 karlalandsliðið hefur leik á Norðurlandamótinu í Færeyjum í dag. Fyrsti leikur þeirra er við Finna og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma. Danir og Færeyingar eru einnig í riðli með Íslendingum.
31. júlí 2006
Íslenska U17 karlalandsliðið fór vel af stað á Norðurlandamótinu er fram fer í Færeyjum. Sigruðu strákarnir Finna 5-2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir aðeins sjö mínútur.
27. júlí 2006
Staðfestur hefur verið leiktími á vináttulandsleik Íslands og Spánar, sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 15. ágúst. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.
24. júlí 2006
Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt um ráðningu nýs þjálfara U21 landsliðs karla, en Íslendingar og Ítalir eru saman í riðli í undankeppni EM. Nýr þjálfari Ítala er Pierluigi Casiraghi, sem lék 44 sinnum með A-landsliði Ítala og skoraði 13 mörk.
24. júlí 2006
Kristinn Jakobsson dæmir þessa dagana í úrslitakeppni EM U19 karla, sem fram fer í Póllandi. Á sunnudag dæmdi hann viðureign Austurríkis og Belgíu, sem lauk með 4-1 sigri Austurríkismanna.
24. júlí 2006
Kristinn Jakobsson verður varadómari á undanúrslitaleik Skotlands og Tékklands í úrslitakeppni EM U19 landsliða karla á miðvikudag og á möguleika á að dæma úrslitaleik keppninnar á sunnudag.
24. júlí 2006
Úrtaksæfingar fyrir U18 og U19 landslið karla fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 29. og 30. júlí. Alls hafa um 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.
22. júlí 2006
Íslenska U21 kvennalandsliðið tapaði fyrir Svíum í dag og enduðu því mótið í fjórða sætið. Árangurinn er engu að síður mjög góður og sá besti er U21 lið Íslands hefur náð á þessu móti. Liðið var aðeins einu marki frá úrslitaleiknum.
20. júlí 2006
Elísabet Gunnarsdóttir hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum kl. 14:00 í dag. Leikurinn er lokaleikur liðsins í riðlakeppni Norðurlandamóts U21 en leikið er í Noregi. Íslenska liðið er í harðri baráttu um efsta sætið í riðlinum.
20. júlí 2006
Íslenska U21 kvennalandsliðið rótburstaði Dani í lokaleik sínum í riðlakeppni Norðurlandamótsins. Lokatölur urðu 6-1, eftir að Danir höfðu komist yfir á 11. mínútu.
20. júlí 2006
Ísland mun leika við Svía um þriðja sætið á Norðurlandamóti U21 kvenna sem fram fer í Stavanger í Noregi. Þetta varð ljóst eftir úrslit í leik Bandaríkjanna og Noregs en fyrr í dag burstuðu íslensku stelpurnar stöllur sínar frá Danmörku..
18. júlí 2006
Íslenska U21 landslið kvenna leikur annan leik sinn á Norðurlandamótinu í dag en leikið er í Stavanger í Noregi. Mæta þá íslensku stelpurnar þeim bandarísku en þær sigruðu danskar stöllur sínar, 3-0. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.
18. júlí 2006
Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið liðið er heldur til Færeyja og tekur þar þátt í Norðurlandamóti U17 karla. Mótið stendur byrjar 30. júlí og lýkur 6. ágúst.
18. júlí 2006
Íslenska U21 kvennalandsliðið gerði jafntefli við Bandaríkjamenn á Norðurlandamóti U21 kvenna er fram fer í Noregi. Lokatölur urðu 1-1 og kom Margrét Lára Viðarsdóttir Íslendingum yfir áður en Bandaríkin jöfnuðu úr vítaspyrnu.