14. ágúst 2006
Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar, þriðjudaginn 15. ágúst, gengur mjög vel og í morgun voru nokkur hundruð miðar eftir í sæti. Ljóst er að sætismiðar munu seljast upp í dag en einnig er hægt að kaupa miða í stæði á þennan leik.
14. ágúst 2006
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki með í vináttulandsleiknum gegn Spáni. Í samráði við lækna íslenska liðsins og landsliðsþjálfara var ákveðið að gefa Eiði frí í þessum leik.
14. ágúst 2006
Í dag seldust upp síðustu miðarnir í sæti á vináttulandsleik Íslands og Spánar er hefst kl. 20:00, þriðjudaginn 15. ágúst. Enn er hægt að kaupa miða í stæði en forsöluafsláttur er til miðnættis í kvöld.
13. ágúst 2006
Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar, er fram fer þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00, gengur mjög vel. Í dag, sunnudag, eru aðeins um 1000 miðar óseldir í sæti. Einnig eru seldir miðar í stæði á þennan vináttulandsleik.
11. ágúst 2006
Miðasala á leik Íslands og Spánar gengur vel en selt er í fyrsta skipti í gegnum nýtt miðasölukerfi á vegum midi.is. Einnig er hægt að kaupa miða í verslunum Skífunnar og BT-tölva.
11. ágúst 2006
Luis Aragones hefur tilkynnt hópinn er kemur til Íslands og mætir Íslendingum í vináttulandsleik, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00. Lið Spánverja er stjörnum prýtt og mæta þeir með sitt sterkasta lið.
11. ágúst 2006
Miðarnir renna hratt út á vináttulandsleik Íslands og Spánar sem fram fer þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00. Um 2500 sæti voru eftir á leikinn seinni partinn í dag, föstudag. Salan tók góðan kipp í dag eftir að hópur Spánverja var tilkynntur.
10. ágúst 2006
Eyjólfur Sverrisson hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum fyrir leikinn gegn Spáni, þriðjudaginn 15. ágúst. Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg kemur inn í hópinn í stað Brynjars Björns Gunnarssonar sem er meiddur.
10. ágúst 2006
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Spánn afhenta föstudaginn 11. ágúst frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasöluskúrum sem staðsettir eru sunnan við austurstúku Laugardalsvallar.
10. ágúst 2006
Íslenska landsliðið mun leika í glænýjum búningum í vináttulandsleik þeirra gegn Spáni, 15. ágúst nk. Um er að ræða nýja búninga frá Errea og verða Íslendingar albláir í leiknum.
9. ágúst 2006
Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn er mætir Tékkum, laugardaginn 19. ágúst kl. 16:00. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2007 og er Ísland sem stendur í þriðja sæti riðilsins með jafnmörg stig og Tékkar.
8. ágúst 2006
Knattspyrnusamband Íslands hefur þekkst boð Bandaríska knattspyrnusambandsins um að íslenska kvennalandsliðið mun leika vináttulandsleik við Bandaríkin, sunnudaginn 8. október næstkomandi.
8. ágúst 2006
Íslenska U17 karlalandsliðið sigraði U19 Færeyja með tveimur mörkum gegn einu í leiknum um fimmta sætið. Íslenska liðið endaði því í fimmta sæti á þessu Norðurlandamóti er fram fór í Færeyjum. Danir urðu Norðurlandameistarar.
8. ágúst 2006
Ákveðnir hafa verið leiktímar á landsleiki Íslendinga í riðlakeppninni fyrir EM 2008. Um er að ræða leiki gegn Norður-Írum, Dönum og Svíum. Leikirnir gegn Danmörku og Svíþjóð eru leiknir heima en leikurinn gegn Norður-Írum fer fram í Belfast.
8. ágúst 2006
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00. Miðasala er í fullum gangi á ksi.is og midi.is og gengur mjög vel.
3. ágúst 2006
Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Austurríkismönnum í Ritzing þann 16. ágúst í riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007.
3. ágúst 2006
Lúka Kostic landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Færeyingum á Norðurlandamótinu í Færeyjum. Leikið verður svo til úrslita um sæti á laugardaginn.
3. ágúst 2006
U17 karlalandslið Íslands beið í dag, lægri hlut gegn Færeyingum á Norðurlandamótinu sem fram fer í Færeyjum. Sigruðu heimamenn með tveimur mörkum gegn engu.