23. ágúst 2006
Íslenska U18 karlalandsliðið tapaði gegn Slóvakíu í dag en leikurinn var liður í alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi. Lauk leiknum 1-3 en Íslendingar komust yfir snemma leiks.
22. ágúst 2006
Íslenska U18 karlalandsliðið er statt í Tékklandi þar sem það tekur þátt í alþjóðlegu móti. Ísland leikur í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Póllandi á mótinu. Fyrsti leikur liðsins í mótinu er í dag kl. 15:00 þegar liðið leikur við Belga.
22. ágúst 2006
Svíar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00. Lið Svía er geysisterkt og mjög leikreynt en sex leikmenn hafa leikið yfir 100 landsleiki.
22. ágúst 2006
Verið er að vinna í uppsetningu á miðasölukerfi vegna leiks Íslands og Danmerkur. Vegna þess mun opnun á miðasölu seinka en opnað verður síðar í dag. Fylgist með hér á síðunni um opnun miðasölunnar.
22. ágúst 2006
Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur í Evrópukeppni landsliða er hafin á ksi.is og midi.is. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is. Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í.
22. ágúst 2006
Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur, hefst kl. 12:00 í dag, þriðjudag. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 6. september kl. 18:05. Hægt er að kaupa miða á netinu og verslunum Skífunnar og BT-tölva.
21. ágúst 2006
Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við Bandaríkin 8. október næstkomandi. Leikið verður á velli háskólans í Richmond í Virginíu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ESPN2 í Bandaríkjunum.
19. ágúst 2006
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu laut í lægra haldi gegn Tékkum í dag. Lauk leiknum með því að Tékkar skoruðu fjögur mörk gegn tveimur íslenskum. Íslenska liðið leikur gegn Svíum laugardaginn 26. ágúst á Laugardalsvelli.
18. ágúst 2006
Íslenska kvennalandsliðið leikur á morgun, laugardag, gegn Tékkum í undankeppni fyrir HM 2007. Leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Ókeypis er á völlinn og getur stuðningur skipt sköpum fyrir stelpurnar í leiknum.
18. ágúst 2006
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Tékkum á laugardag kl. 16:00 á Laugardalsvelli. Ókeypis aðgangur er á leikinn og eru landsmenn hvattir til þess að mæta.
17. ágúst 2006
Íslenska kvennalandsliðið í knattspynu undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum. Liðið kom saman á þriðjudaginn og æfa einu sinni á dag fram að leik. Leikurinn er á laugardaginn á Laugardalsvelli og er ókeypis inn á völlinn.
16. ágúst 2006
Í dag kl. 15:00 leika Íslendingar við Austurríkismenn í riðlakeppni fyrir EM hjá U21 landsliðum. Leikurinn er fyrsti leikur riðilsins en Ítalir skipa einnig þennan riðil. Aðeins er leikinn einn leikur við hvora þjóð.
16. ágúst 2006
Íslenska A-landslið kvenna verður í eldlínunni á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Tékkum. Leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Leikurinn er liður í riðlakeppni HM 2007. Frítt verður á þennan leik.
16. ágúst 2006
U21 karlalandslið Íslands og Austurríkis gerðu markalaust jafntefli í undankeppni EM í dag, miðvikudag, en leikurinn fór fram í Austurríki. Nokkuð jafnræði var með liðunum í leiknum og segja má að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit.
15. ágúst 2006
Sala stæðismiða á ksi.is og midi.is og einnig við Laugardalsvöll frá kl. 10:00 við aðalinngang vallarins í vesturstúku. Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega því aðgöngumiðar eru skannaðir inn við aðgönguhlið.
15. ágúst 2006
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U18 landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn í landslið Íslands sem keppir á alþjóðlegu móti í Tékklandi 21. ágúst - 27. ágúst.
15. ágúst 2006
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik í kvöld kl. 20:00.
15. ágúst 2006
Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Spánverja í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld. Lauk leiknum með markalausu jafntefli og var leikurinn prýðilegur af hálfu Íslendinga.