30. ágúst 2006
Ítalir hafa verið gríðarlega öflugir í U21 aldursflokki karla undanfarin 15 ár, en þeir hafa hampað sigri á EM í fimm af síðustu átta skiptum sem keppnin hefur farið fram. Hollendingar eru núverandi Evrópumeistarar.
30. ágúst 2006
Á föstudag mætast U21 landslið Íslands og Ítalíu í riðlakeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:00. Takist okkar piltum að vinna sigur á Ítölum eiga þeir góða möguleika á að komast áfram í umspil um sæti í lokakeppninni.
30. ágúst 2006
Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 er hafin. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is. Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í.
30. ágúst 2006
Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, hefur valið hópinn sem mætir Íslendingum í Belfast laugardaginn 2. september. Leikurinn er fyrsti leikur beggja þjóða í riðlakeppninni fyrir EM 2008.
30. ágúst 2006
Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Danmörk afhenta föstudaginn 1. september frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasöluskúrum sem staðsettir eru sunnan við austurstúku Laugardalsvallar.
29. ágúst 2006
Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 hefst á hádegi á morgun, miðvikudag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05. Uppselt er á leik Íslands og Danmerkur.
28. ágúst 2006
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er heldur til Skotlands. Mun liðið leika þar tvo vináttulandsleiki við heimamenn og fara leikirnir fram 4. og 6. september.
27. ágúst 2006
Miðasala á leik Íslands og Danmerkur, er fram fer miðvikudaginn 6. september kl. 18:05 á Laugardalsvelli, gengur mjög vel. Örfáir miðar eru eftir á leikinn og eru allra síðustu forvöð til þess að tryggja sér miða.
26. ágúst 2006
Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir því sænska á Laugardalsvelli í dag. Lokatölur urðu 0-4 eftir að staðan var 0-1 í hálfleik. Íslenska liðið barðist vel í leiknum en sænska liðið reyndist of sterkt.
25. ágúst 2006
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Svíum. Leikurinn hefst kl. 14:00, laugardaginn 26. ágúst og fer fram á Laugardalsvelli. Aðgangur á leikinn er ókeypis.
25. ágúst 2006
Aganefnd UEFA hefur úrskurðað Jörund Áka Sveinsson, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, í tveggja leikja bann vegna brottvísunar hans í leik Íslendinga og Tékka þann 19. ágúst síðastliðinn.
25. ágúst 2006
Dómari leiks Íslands og Svíþjóðar á laugardaginn er einn þekktasti dómari Evrópu, Nicole Petignat frá Sviss. Hún dæmdi m.a. úrslitaleik Heimsmeistarakeppni kvenna árið 1999 þegar að Kína og Bandaríkin mættust í Los Angeles.
25. ágúst 2006
Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli 26. ágúst kl. 14:00 og er leikurinn í riðlakeppni HM. Þessi leikur er síðasti heimaleikur íslenska liðsins í keppninni og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að koma á völllinn og hvetja stelpurnar. Aðgangur á leikinn er ókeypis.
25. ágúst 2006
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Pólverjum í dag. Leikurinn er liður í alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi. Liðið hefur gert jafntefli við Belga og tapað gegn Slóvakíu.
25. ágúst 2006
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópinn er mætir Norður-Írum og Dönum. Leikurinn við Norður-Íra er leikinn í Belfast 2. september en leikurinn við Dani er á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 6. september.
24. ágúst 2006
Lúka Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Ítölum í riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007. Leikurinn er leikinn á Laugardalsvelli, föstudaginn 1. september kl. 19:00.
23. ágúst 2006
Íslenska U18 karlalandsliðið gerði í gær jafntefli við Belga á alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi. Lauk leiknum með því að hvort lið skoraði eitt mark. Liðið leikur í dag gegn Slóvakíu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.
23. ágúst 2006
Íslenska kvennalandsliðið leikur gegn Svíum á Laugardalsvelli, laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00. Leikurinn er síðasti heimaleikur liðsins í riðlakeppni fyrir HM 2007. Svíar eru efstir í riðlinum og hafa aðeins tapað stigi gegn Íslendingum.