Verslun
Leit
SÍA
Leit

13. september 2006

Landsliðshópurinn gegn Portúgal

Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Portúgal í lokaleik liðsins í riðlakeppni fyrir HM 2007.  Leikið verður 28. september í Lissabon.  Jörundur hefur valið sama hóp og var valinn fyrir leikinn gegn Svíum.

Landslið

12. september 2006

Úrtaksæfingar hjá U17 karla í vikunni

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga fyrir verkefni U17 karla sem framundan eru.  Úrtakshópurinn mun æfa fjórum sinnum í vikunni og fara æfingarnar fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ.

Landslið

6. september 2006

Hópur valinn til úrtaksæfinga hjá U17 karla

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til æfinga fyrir komandi verkefni hjá U17 karla.  Valdir eru 29 leikmenn, víðsvegar af að landinu og munu þeir æfa tvisvar um komandi helgi.

Landslið

6. september 2006

300 miðar í sölu á Ísland-Danmörk í kvöld

Hafin er sala á um 300 miðum á landsleik Íslands og Danmerkur í kvöld þar sem sætum hefur verið komið fyrir í efstu raðir í tveimur hólfum og svæði danskra áhorfenda minnkað.  Leikurinn hefst kl. 18:05 og eru áhorfendur hvattir til þess að mæta tímanlega og forðast þannig biðraðir við inngönguhliðin.

Landslið

6. september 2006

Byrjunarliðið gegn Dönum í kvöld

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Dönum, en liðin mætast í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18:05. Ein breyting er gerð frá síðasta leik.

Landslið

6. september 2006

Danskur sigur í dalnum

Íslenska landsliðið beið lægri hlut fyrir Dönum í kvöld í undankeppni fyrir EM 2008.  Lauk leiknum þannig að Danir skoruðu tvo mörk gegn engu marki Íslendinga.  Bæði mörk Dana komu í fyrri hálfleik.

Landslið

6. september 2006

Annar sigur hjá U19 gegn Skotum

Íslenska U19 karlalandsliðið, undir stjórn Guðna Kjartanssonar, gerði góða ferð til Skotlands og lagði þar heimamenn í tveimur vináttulandsleikjum.  Leiknum í dag lauk með sigri Íslendinga, 2-1.  Fyrri leiknum lauk einnig með sigri Íslands, 3-1.

Landslið

6. september 2006

Ísland - Danmörk í kvöld kl. 18:05

Í kvöld kl. 18:05 flautar Rússinn Nikolai Ivanov til leiks í leik Íslands og Danmerkur.  Þetta er leikur sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu og er uppselt á þennan leik.  Þetta er fyrsti leikur Dana í F riðli riðlakeppni EM 2008 en Íslendingar unnu sinn fyrsta leik, gegn Norður-Írum á útivelli.

Landslið

5. september 2006

Fjölskylduhátíð í Laugardalnum frá kl. 16:00

Fjölskylduhátíð verður í Laugardalnum á morgun fyrir leik Íslands og Danmerkur.  Fer hún fram á Gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum og hefst kl. 16:00.  Leikur Íslands og Danmerkur hefst svo kl. 18:05 á Laugardalsvelli.

Landslið

4. september 2006

Uppselt á Ísland - Danmörk

Af gefnu tilefni er rétt að árétta að uppselt er á landsleik Íslands og Danmerkur sem fram fer miðvikudaginn 6. september kl. 18:05.  Miðasala á Ísland-Svíþjóð, sem fram fer 11. október er hinsvegar í fullum gangi.

Landslið

4. september 2006

Byrjunarlið U19 gegn Skotlandi í dag

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur tvo leiki við Skota ytra.  Fer fyrri leikurinn fram í dag og sá seinni á miðvikudaginn.  Guðni Kjartansson hefur tilkynnt byrjunarliðið er byrja leikinn í dag.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Landslið

4. september 2006

Góður sigur U19 karla á Skotum

U19 landslið karla vann góðan 1-3 sigur á jafnöldrum sínum frá Skotlandi í fyrri af tveimur vináttuleikjum þjóðanna í þessari viku.

Landslið

2. september 2006

Eins marks tap gegn Ítölum á Laugardalsvelli

Ísland er úr leik í EM U21 landsliða karla eftir eins marks tap gegn Ítalíu á Laugardalsvelli á föstudagskvöld. Eina mark leiksins kom þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðar hálfleik.

Landslið

2. september 2006

Ágætis byrjun

A landslið karla vann í dag frábæran 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2008, en liðin mættust á Windsor Park í Belfast. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Íslendingar leggja N.-Íra á útivelli.

Landslið

1. september 2006

Ein breyting á byrjunarliði U21 karla

Luka Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ítölum í kvöld, en liðin mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM og hefst leikurinn kl. 19:00. Ein breyting er gerð á liðinu frá síðasta leik.

Landslið

1. september 2006

Kristján inn fyrir Daða

Daði Lárusson meiddist á æfingu í Belfast í dag, föstudag, og hefur Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, kallað á Kristján Finnbogason í hans stað. Kristján, sem leikur með KR og á 20 A-landsleiki að baki, heldur út í kvöld.

Landslið

1. september 2006

U19 karla mætir Skotum tvisvar í næstu viku

U19 landslið karla mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum í næstu viku. Þessar tvær viðureignir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM í október.

Landslið

31. ágúst 2006

Strákarnir kljást við ítalskar stjörnur

Þeir fjölmörgu aðdáendur ítalska boltans hér á landi munu vafalaust kætast yfir komu U21 liðsins hingað og leik þeirra við Íslendinga á föstudaginn.  Nokkrir leikmenn liðsins eru vel þekktir og leika margir stór hlutverk hjá sínum félagsliðum.

Landslið