Verslun
Leit
SÍA
Leit

2. október 2006

Fulltrúar UEFA skoða velli hér á landi

Í dag koma fulltrúar UEFA til að skoða vallaraðstæður fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí 2007.  Þetta er önnur vettvangsheimsókn UEFA.

Landslið

30. september 2006

U17 karla tryggði sig áfram

Íslenska U17 karlalandsliðið tryggð sér áframhaldandi þátttökurétt í undankeppni fyrir Evrópumót landsliða U17.  Strákarnir sigruðu Litháa í dag með fjórum mörkum gegn einu.

Landslið

29. september 2006

Landsliðshópurinn gegn Lettum og Svíum

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt 20 manna hóp fyrir næstu leiki í undankeppni EM 2008. Leikið er í Lettlandi laugardaginn 7. október og á Laugardalsvelli gegn Svíum miðvikudaginn 11. október.

Landslið

28. september 2006

Leikið við Portúgal í dag

Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í dag þegar þær leika lokaleik sinn í undankeppni fyrir HM 2007.  Leika þær við Portúgal og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Landslið

28. september 2006

Stórsigur á Portúgölum

Íslenska landsliðið lék lokaleik sinn í undankeppni fyrir HM 2007 í dag þegar þær mættu Portúgal í Lissabon.  Íslensku stelpurnar léku við hvern sinn fingur og sigruðu með sex mörkum gegn engu.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk í sínum 25. landsleik.

Landslið

28. september 2006

Guðlaug lék sinn síðasta landsleik gegn Portúgal

Guðlaug Jónsdóttir tilkynnti eftir leikinn gegn Portúgal í dag að hún hefði leikið sinn síðasta landsleik.  Guðlaug á að baki langan og farsælan feril með landsliðinu og var leikurinn í dag 54. landsleikur hennar.

Landslið

27. september 2006

Sænski landsliðshópurinn tilkynntur

Sænski landsliðsþjáfarinn, Lars Lagerback, tilkynnti í gær landsliðshóp sinn fyrir leik liðsins gegn Spánverjum og Íslendingum.  Svíar koma á Laugardalsvöllinn, miðvikudaginn 11. október og eru um 1400 miðar eftir á leikinn.

Landslið

27. september 2006

Leikið við Frakka í dag

Íslenska U17 karlalandsliðið mætir Frökkum í dag í undankeppni fyrir EM en leikið er í Rúmeníu.  Strákarnir gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum við heimamenn í Rúmeníu.  Lúka Kostic hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Landslið

27. september 2006

Tap gegn sterkum Frökkum

Íslenska U17 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Frökkum í dag með þremur mörkum gegn einu.  Kristinn Steindórsson skoraði mark Íslands á 71. mínútu en þá höfðu Frakkar skorað þrjú mörk.  Strákarnir leika við Litháa á laugardaginn.

Landslið

26. september 2006

Úrtaksæfingar hjá U19 karla næstu daga

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtakssæfingum vegna U19 landsliða karla.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Guðna Kjartanssonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Landslið

25. september 2006

Strákarnir í U17 leika við Rúmeníu í dag

Landslið U17 karla er statt í Rúmeníu þar sem þeir leika í undakeppni fyrir EM.  Fyrsti leikur liðsins er í dag og er þá leikið við heimamenn.  Hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Landslið

25. september 2006

Jafntefli við Rúmena í fyrsta leik

Íslenska U17 karlalandsliðið hóf í dag þátttöku sína í undankeppni EM.  Léku þeir við heimamenn í Rúmeníu og lauk leiknum með jafntefli, 1-1.  Liðið leikur annan leik sinn á mótinu, gegn Frökkum, á miðvikudag.

Landslið

25. september 2006

Tvær breytingar á landsliðshópnum

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshópnum er heldur til Porútgal á morgun og leikur við heimamenn á fimmtudaginn.

Landslið

22. september 2006

Kristrún þjálfar U17 kvenna

Kristrún Lilja Daðadóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari hjá U17 kvenna. Kristrún hefur undanfarið þjálfað meistaraflokk og 2. flokk kvenna hjá Þrótti en var áður þjálfari yngri flokka kvenna hjá Breiðablik.

Landslið

20. september 2006

Úrtaksæfingar hjá U19 karla um helgina

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 32 leikmenn til æfinga um helgina.  Æft verður tvisvar, laugardag og sunnudag og fara æfingar fram á Bessastaðavelli.

Landslið

19. september 2006

Landsliðshópur U17 karla valinn

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn í landslið Íslands sem keppir í undankeppni Evrópumóts U17 landsliða í Rúmeníu 25. – 30. september.

Landslið

15. september 2006

Ísland niður um 3 sæti á styrkleikalista FIFA

Íslenska kvennalandsliðið fellur niður um þrjú sæti nýjum styrkleikalista FIFA kvennalandsliða er birtur var í dag.  Þýskaland er sem fyrr í efsta sæti listans og Bandaríkin eru í öðru sæti.

Landslið

13. september 2006

Nýr styrkleikalisti karla frá FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer upp um 19 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Situr Ísland nú í sæti 87 á þessum lista og er komið upp fyrir næstu andstæðinga sína, Letta.

Landslið