Verslun
Leit
SÍA
Leit

10. október 2006

Helgi Valur og Veigar Páll ekki með gegn Svíum

Fleiri skörð hafa verið höggvin í landsliðshópinn sem mætir Svíum í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli á miðvikudag. Veigar Páll Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson verða ekki með vegna meiðsla og veikinda.

Landslið

10. október 2006

Jónas Guðni og Ásgeir Gunnar valdir í landsliðshópinn

Eyjólfur Sverrisson hefur valið Keflvíkinginn Jónas Guðna Sævarsson og FH-inginn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Svíum í stað Veigars Páls Gunnarssonar og Helga Vals Daníelssonar.

Landslið

9. október 2006

Brynjar Björn í leikbanni og Kári meiddur

Brynjar Björn Gunnarsson verður í leikbanni gegn Svíum á miðvikudag og Kári Árnason getur ekki verið með vegna meiðsla. Varnarmaðurinn Ólafur Örn Bjarnason hefur verið valinn í hópinn í þeirra stað.

Landslið

8. október 2006

Íslendingar lágu gegn Lettum

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Lettum í undankeppni fyrir EM 2008.  Heimamenn fögnuðu góðum sigri í Riga en lokatölur urðu 4-0, Lettum í vil.  Íslenska liðið tekur á móti, efsta liði riðilsins, Svíum á miðvikudag.

Landslið

8. október 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik í dag.  Leikið er í Richmond í Virginíu og má búast við erfiðum leik gegn geysisterku bandarísku liði.

Landslið

8. október 2006

Leikur við Svía hjá U19 karla í dag

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur sinn annan leik í undanriðli fyrir EM í dag.  Leikið verður við heimamenn í Svíþjóð og mætast þá liðin sem að sigruðu leiki sína í fyrstu umferð riðilsins.

Landslið

8. október 2006

Sigurmark Bandaríkjamanna í uppbótartíma

A landslið kvenna mætti í dag liði Bandaríkjanna í vináttuleik í Richmond í Virginíufylki í Bandaríkjunum. Íslenska liðið átti í vök að verjast allan leikinn en var mjög nálægt því að ná jafntefli gegn gríðarsterku liði heimamanna.

Landslið

8. október 2006

U19 karla - Tveggja marka tap gegn Svíum

U19 landslið karla tapaði í dag 0-2 gegn Svíum í undankeppni EM.  Svíar, sem leika á heimavelli, skoruðu fyrra markið á 15. mínútu og það síðara á þeirri 48.  Á sama tíma unnu Pólverjar Færeyinga 2-1.

Landslið

6. október 2006

U19 karla mætir Pólverjum í dag

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sig er mætir Pólverjum í dag.  Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM og er leikið í Svíþjóð.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Landslið

6. október 2006

Góður sigur á Pólverjum hjá U19

Íslenska U19 karlalandsliðið vann góðan sigur á Pólverjum í dag með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna i undankeppni fyrir EM og er riðillinn leikinn í Svíþjóð.

Landslið

6. október 2006

Byrjunarliðið gegn Lettum

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Lettum, en liðin mætast í undankeppni EM 2008 í Riga í dag og hefst leikurinn kl. 18:00, í beinni á Sýn.

Landslið

5. október 2006

Aðgöngumiðar á Svíaleikinn fyrir handhafa A-passa

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Svíþjóð afhenta föstudaginn 6. október frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu vallarstjóra sem staðsett er í norðurenda  vesturstúku.

Landslið

5. október 2006

Landsliðshópur Lettlands

Jurijs Andrejevs, landsliðsþjálfari Lettlands, hefur tilkynnt hóp sinn er mætir Íslendingum og Norður-Írum á næstu dögum.  Flestir leikmenn hópsins leika í heimalandinu.

Landslið

5. október 2006

Pétur Marteinsson meiddur

Pétur Marteinsson hefur dregið sig úr landsliðshópnum en hann á við meiðsli að stríða.  Pétur mun því hvorki leika með gegn Lettum á laugardag né gegn Svíum á miðvikudag. 

Landslið

4. október 2006

Jörundur velur hópinn gegn Bandaríkjunum

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er heldur til Bandaríkjanna og leikur þar vináttulandsleik gegn heimamönnum.  Leikurinn fer fram í Richmond Stadium í Virginíufylki, 8. október kl. 14:05 að staðartíma.

Landslið

4. október 2006

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um helgina

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um helgina.  Úrtaksæfingar eru svo fyrirhugaðar á næstunni með leikmönnum af Norður- og Austurlandi.

Landslið

4. október 2006

Úrtaksæfingar hjá U19 kvenna um helgina

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um næstu helgi.  Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli og í Egilshöllinni.

Landslið

4. október 2006

U19 hópurinn sem fer til Svíþjóðar

Guðni Kjartansson hefur valið U19 landslið karla sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins í Svíþjóð 5. - 12. október. Liðið leikur í riðli með Pólverjum, Svíum og Færeyingum.

Landslið