15. nóvember 2006
Sunnudaginn 26. nóvember munu verða haldnar úrtaksæfingar hjá U17 kvenna í Boganum á Akureyri. Tvær æfingar verða þennan dag undir stjórn Kristrúnar Lilju Daðadóttur landsliðsþjálfara.
14. nóvember 2006
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp sem æfir tvisvar um komandi helgi. Liðið mun svo mæta enskum stöllum sínum í tveimur vináttulandsleikjum, 21. og 23. nóvember næstkomandi.
8. nóvember 2006
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn á landsliðsæfingar kvenna sem fram fara um næstu helgi. Æft verður á Stjörnuvelli og í Egilshöll.
6. nóvember 2006
Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga um næstu helgi. Æft verður laugardag á Stjörnuvelli og á sunnudag í Egilshöll.
3. nóvember 2006
Íslenska U19 karlalandsliðið hefur tryggt sér þátttökurétt í milliriðlum fyrir EM. Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli og kemst áfram sem það lið er var með bestan árangur liða þriðja sæti úr riðlunum tólf.
3. nóvember 2006
Englendingar hafa tilkynnt U 19 kvenna landsliðshóp sinn er kemur hingað til lands og leikur tvö vináttulandsleiki við Ísland. Leikirnir fara fram í hinni nýju Akraneshöll 21. nóvember og í Egilshöllinni 23. nóvember.
31. október 2006
Úrtaksæfingar hjá U17 karla og U21 karla verða laugardaginn 4. nóvember og sunnudaginn 5. nóvember. Lúka Kostic landsliðsþjálfari, er þjálfar bæði þessi lið, hefur valið leikmenn til þessa æfinga.
31. október 2006
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp til æfinga um helgina. Leikmennirnir eru 25 og munu æfa laugardag og sunnudag. Framundan eru tveir leikir við England, 21. og 23. nóvember.
30. október 2006
Vegna fréttar Fréttablaðsins um greiðslur til leikmanna A landsliða Íslands í knattspyrnu vill KSÍ koma eftirfarandi á framfæri:
26. október 2006
Næstu helgar munu verða haldnar úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum Íslands. Fyrirhugaðar æfingar verða sem hér segir að neðan en hugsanlegt er að einhverjar breytingar verði á dagskránni og verða þær þá tilkynntar síðar.
25. október 2006
Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur tvo vináttulandsleiki við Englendinga í nóvember. Leikirnir fara fram í hinni nýju Akraneshöll og Egilshöllinni. Leikirnir eru undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna er fer fram hér á landi næsta sumar.
24. október 2006
Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá þremur yngri landsliðum karla - U16, U17 og U19. Alls hafa rúmlega 100 leikmenn verið boðaðir til æfinga, sem fram fara á Stjörnuvelli í Garðabæ, í Fífunni í Kópavogi og í Egilshöll í Reykjavík.
18. október 2006
Íslenska karlalandsliðið fellur um átta sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag. Ísland er í 95. sæti listans sem er leiddur, sem fyrr, af Brasilíumönnum. Heimsmeistarar Ítala eru í öðru sæti.
11. október 2006
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Svíum í kvöld kl. 18:05. Eyjólfur stillir upp leikaðferðinni 4-4-2 í þessum leik og verður spennandi að sjá strákana taka á móti efsta liði riðilsins.
11. október 2006
Íslendingar töpuðu fyrir Svíum í kvöld með einu marki gegn tveimur. Leikurinn var fjörgur og voru Íslendingar síst lakari aðilinn. Arnar Þór Viðarsson skoraði mark Íslendinga á 7. mínútu með þrumuskoti.
11. október 2006
Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Færeyinga í dag með þremur mörkum gegn einu. Leikurinn var lokaleikur liðanna í riðlinum og enduðu þrjú lið með 6 stig en íslenska liðið lenti í þriðja sæti þegar innbyrðisviðureignir eru reiknaðar.
11. október 2006
Íslenska karlalandsliðið U19 mætir Færeyingum í dag í lokaleik liðanna í riðlakeppni fyrir EM. Leikið er í Svíþjóð og hefst leikurinn kl. 13:00. Guðni Kjartansson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.
10. október 2006
Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 er í fullum gangi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is. Einnig er hægt að kaupa miða í verslunum Skífunnar og verslunum BT-tölva á landsbyggðinni.