Verslun
Leit
SÍA
Leit

13. desember 2006

Leikdagar staðfestir fyrir EM 2009

Leikdagar fyrir undankeppni EM kvenna 2009 eru tilbúnir og mun Ísland leika við Grikkland á útivelli í fyrsta leik sínum í riðlinum.  Fer sá leikur fram 31. maí.  Síðasti leikur Íslands í riðlinum er einnig útileikur en þá verður leikið við Frakkland.

Landslið

12. desember 2006

Dregið í undankeppni EM 2009 á miðvikudag

Í dag, miðvikudaginn 13. desember, verður dregið í riðla í undankeppni fyrir EM 2009 kvenna en úrslitakeppnin fer fram í Finnlandi.  Ísland er í öðrum styrkleikaflokki en 30 þjóðir eru í pottinum og verður dregið í sex fimm liða riðla.

Landslið

12. desember 2006

Úrtaksæfingar verða um helgina

Úrtaksæfingar verða um helgina og verða þrjú landslið á fullri ferð.  Lúka Kostic verður með æfingar hjá U17 og U21 karla og Guðni Kjartansson verður með æfingar hjá U19 karla.  Úrtakshópana má sjá hér að neðan.

Landslið

7. desember 2006

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari A landsliðs kvenna

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem þjálfara A landsliðs kvenna og Guðna Kjartansson sem aðstoðarmann hans.  Sigurður og Guðni munu stýra liðinu næstu tvö ár og stýra liðinu í næstu Evrópukeppni.

Landslið

5. desember 2006

Riðlarnir klárir hjá U17 og U19 karla

Í dag var dregið í milliriðla í Evrópukeppni U17 og U19 karla.  Ísland komst áfram í báðum þessum aldursflokkum og voru því í pottinum í dag.  Einnig var dregið í riðla hjá U19 kvenna en úrslitakeppni EM fer fram hér á landi í júlí 2007.

Landslið

4. desember 2006

Dregið í riðla hjá U17 og U19 karla

Þriðjudaginn 5. desember verður dregið í riðla í Evrópukeppni landsliða karla U17 og U19.  Í pottana fara 28 þjóðir sem hafa unnið sér þátttökurétt í þessum milliriðlum og er Ísland með lið í báðum aldursflokkum.

Landslið

29. nóvember 2006

Æfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina

Um helgina munu úrtakshópar hjá U17 kvenna og U19 kvenna æfa og eru það síðustu æfingar þessara liða fyrir áramót.  Munu liðin æfa tvisvar sinnum um helgina og má sjá hópana hér að neðan.

Landslið

24. nóvember 2006

Tap gegn Englandi í Egilshöll

Annar vináttulandsleikur Íslands og Englands, U19 kvenna, fór fram í gærkvöldi í Egilshöll og lauk leiknum með sigri gestanna.  Eftir markalausan fyrri hálfleik, skoruðu ensku stúlkurnar þrjú mörk í seinni hálfleik og tryggðu sér sigur.

Landslið

24. nóvember 2006

U19 kvenna til Spánar í mars

U19 landslið kvenna mun taka þátt á boðsmóti er fram fer á La Manga á Spáni.  Liðið mun halda utan 10. mars og leika þrjá leiki, 12., 14. og 16. mars.  Er þetta mót mikilvægur liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni EM í júlí 2007.

Landslið

23. nóvember 2006

Leikið við England í Egilshöll í kvöld

Í kvöld kl. 20:00 fer fram seinni vináttulandsleikur Íslands og Englands, hjá U19 kvenna, en leikið er í Egilshöll.  Þjóðirnar léku í Akraneshöllinni sl. þriðjudag og fóru þá ensku stúlkurnar með sigur af hólmi.  Ókeypis aðgangur er á leikinn.

Landslið

22. nóvember 2006

Stelpurnar töpuðu fyrir Englandi á Akranesi

U19 landslið kvenna beið lægri hlut gegn stöllum sínum frá Englandi og urðu lokatölur 0-4 eftir að staðan í hálfleik var 0-3.  Þjóðirnar mætast að nýju á fimmtudaginn í Egilshöllinni kl. 20:00.

Landslið

22. nóvember 2006

Karlalandsliðið upp um tvö sæti

Íslenska karlalandsliðið færist upp um tvö sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Ísland er í nítugasta og þriðja sæti en Brasilíumenn er sem fyrr í efsta sæti listans en Ítalir sækja mjög að þeim.

Landslið

22. nóvember 2006

Æfingar hjá U17 karla um helgina

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Er um tvo hópa að ræða og æfa þeir báðir tvisvar sinnum um helgina, á Stjörnuvelli og Egilshöll.

Landslið

22. nóvember 2006

U19 karla með æfingar um helgina

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið úrtakshóp sem mun æfa tvisvar um komandi helgi.  Báðar æfingarnar fara fram í Fífunni og eru 34 leikmenn boðaðir til þessa æfinga.

Landslið

21. nóvember 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Englandi

Í dag kl. 18:00 mætast Ísland og England í vináttulandsleik hjá U19 kvenna.  Leikurinn fer fram í hinni nýju Akraneshöll og er aðgangur ókeypis á leikinn.  Þjóðirnar mætast öðru sinni á fimmtudaginn kl. 20:00 í Egilshöll.

Landslið

21. nóvember 2006

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna á Akureyri

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga er fram fara á Akureyri sunnudaginn 26. nóvember.  Kristrún hefur valið 27 leikmenn frá félögum af Norðurlandi.

Landslið

20. nóvember 2006

Leikið við England í Akraneshöllinni í dag kl. 18:00

Framundan eru tveir vináttulandsleikir hjá íslenska U19 landsliði kvenna við England.  Fyrri leikurinn er leikinn í hinni nýju Akraneshöll, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 18:00.  Sá seinni er í Egilshöllinni, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20:00.

Landslið

15. nóvember 2006

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um komandi helgi

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmenn í úrtakshóp til þess að taka þátt í æfingum U17 kvenna um komandi helgi.  Æft verður á Stjörnuvelli á laugardag og í Egilshöll á sunnudag.

Landslið