25. janúar 2007
Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U19 karla um helgina og verða þær undir stjórn landsliðsþjálfarana Guðna Kjartanssonar og Kristins Rúnars Jónssonar. Æft verður í knattspyrnuhúsinu Fífunni.
23. janúar 2007
Luka Kostic, landsliðsþjálfari , hefur valið landsliðshópa fyrir úrtaksæfingar hjá U17 karla. Um tvo hópa er að ræða, þ.e. leikmenn fædda árið 1990 annarsvegar og leikmenn fædda 1991 hinsvegar.
22. janúar 2007
Landslið kvenna U19 mun leika vináttulandsleik við Svíþjóð 18. júní næstkomandi og verður leikið ytra. Leikurinn er lokaleikur liðsins fyrir úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna sem hefst hér á landi 18. júlí.
22. janúar 2007
KSÍ hefur komist að samkomulagi við enska knattspyrnusambandið um landsleik á milli kvennalandsliða þjóðanna. Leikið verður ytra þann 17. maí næstkomandi. Ekki er búið að staðfesta á hvaða velli verður leikið en það verður tilkynnt í febrúar.
20. janúar 2007
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 13. janúar sl. að jafna dagpeningagreiðslur til karla- og kvennalandsliðsins. Jafnframt var ákveðið að kvennalandsliðið fái 10 m. kr. afreksstyrk komist liðið í úrslitakeppni EM 2009.
18. janúar 2007
Úrslitakeppni EMU19 kvenna hefst þann 18. júlí, eftir nákvæmlega 6 mánuði. Milliriðlar fyrir úrslitakeppnina fara fram í apríl og í lok maí verður dregið í riðla við hátíðlega athöfn í Reykjavík
15. janúar 2007
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi. Valdir voru 27 leikmenn og mun hópurinn æfa tvisvar sinnum um helgina, í Fífunni og í Reykjaneshöll.
15. janúar 2007
Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U17 kvenna og U19 kvenna um helgina. Landsliðsþjálfararnir, Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.
10. janúar 2007
Ákveðið hefur verið á hvaða völlum verður leikið í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí næstkomandi og verður leikið á sjö völlum. Dregið verður í riðla úrslitakeppninnar í lok maí.
10. janúar 2007
Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í hinu geysisterka Algarve Cup 2007 og fer mótið fram í marsmánuði. Ísland er í C-riðli með Ítalíu, Portúgal og Írlandi og hafa leikdagar verið staðfestir i riðlinum.
9. janúar 2007
Landslið U17 og U19 karla munu vera með úrtaksæfingar um helgina. Um tvö lið er um að ræða í báðum aldursflokkum. Lúka Kostic mun sjá um bæði lið hjá U17 karla en þeir Guðni Kjartansson og Kristinn R. Jónsson munu sjá um liðin hjá U19.
29. desember 2006
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt æfingahóp fyrir æfingar A landsliðs kvenna sem fram fara helgina 6.-7. janúar. Æfingarnar eru hluti að undirbúningi liðsins fyrir Algarve Cup í mars.
29. desember 2006
Fyrstu helgina á nýju ári, 6. og 7. janúar, munu fara fram æfingar hjá U17 og U19 kvenna. Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar þessara liða, hafa valið eftirfarandi leikmenn til æfinga.
22. desember 2006
KSÍ hefur gert tveggja ára samning við Kristin R. Jónsson um þjálfun U19 karlalandslið Íslands. Þá voru samningar endurnýjaðir við Luka Kostic, Frey Sverrisson og Ólaf Þór Guðbjörnsson.
19. desember 2006
A landslið kvenna tekur þátt í Algarve Cup 2007 og verður í C riðli ásamt landsliðum Ítalíu, Portúgals og Írlands. Leikið verður í riðlinum 7., 9. og 12. mars en þann 14. mars verður leikið um sæti, en tvö efstu lið riðilsins leika gegn liðum úr A og B riðlum.
18. desember 2006
Íslenska karlalandsliðið er í 93. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA. Er það sama sæti og Ísland vermdi síðast þegar að þessi listi var birtur. Brasiliumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans.
14. desember 2006
Af óviðráðanlegum ástæðum hefur æfingatímum U17 og U21 landsliða karla næstkomandi sunnudag, 17. desember, verið breytt. Leiknir verða tveir æfingaleikir kl. 15:00 og 16:30 í stað 9:00 og 10:30.
13. desember 2006
Í dag var dregið í riðla í undankeppni fyrir EM 2009 en úrslitakeppnin fer fram í Finnlandi. Ísland var í öðrum styrkleikaflokki og lenti í þriðja riðli með Frakklandi, Serbíu, Slóveníu og Grikklandi.