Verslun
Leit
SÍA
Leit

27. janúar 2006

Mjög spennandi riðill í undankeppni EM 2008

Dregið hefur verið í riðla í undankeppni EM 2008 og er óhætt að segja að riðillinn sem Ísland hafnaði í sé mjög spennandi.  Þrjú Norðurlandalið eru í riðlinum og fjögur af liðunum sjö léku í úrslitakeppni EM 2004.

Landslið

26. janúar 2006

Hvaða lið fær U21 lið Íslands í forkeppninni?

Það verður ekki bara dregið í riðla í undankeppni EM A-landsliða karla á föstudag, heldur einnig í undankeppni EM U21 liða karla. Ísland leikur í forkeppni ásamt 15 öðrum þjóðum.

Landslið

26. janúar 2006

U18 karla til Tékklands

Knattspyrnusambandið hefur þekkst boð Tékka um að senda lið skipað leikmönnum fæddum 1989 og síðar á mót í Tékklandi 21. - 27. ágúst.

Landslið

25. janúar 2006

Hvaða þjóðir verða með Íslandi í riðli?

Á föstudag kl. 11:00 verður dregið í riðla í undankeppni EM karlalandsliða 2008 og fer drátturinn fram í Montreux í Sviss.  Ísland er í 5. styrkleikaflokki, en hvernig gæti riðill íslenska liðsins litið út? Taktu þátt í könnuninni hér til hliðar.

Landslið

24. janúar 2006

Dregið í undankeppni EM á föstudag

Dregið verður í riðla í undankeppni EM föstudaginn 27. janúar í Montreux í Sviss kl. 11.00 að íslenskum tíma.

Landslið

24. janúar 2006

60 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla

Um 60 leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla um næstu helgi. KR á flesta fulltrúa í U19 æfingahópnum, en Blikar eru fjölmennastir hjá U17.

Landslið

19. janúar 2006

Ísland í 95. sæti á FIFA-listanum

Ísland er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út fyrr í vikunni, og fellur því um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Brasilíumenn eru lang efstir sem fyrr.

Landslið

19. janúar 2006

Miðasala á Trinidad & Tobago - Ísland

KSÍ hefur fengið miða til sölu á landsleikinn við Trinidad og Tobago 28. febrúar á Loftus Road leikvanginum í London. Miðaverð er kr. 2.500 fyrir fullorðna og kr. 600 fyrir yngri en 16 ára.

Landslið

18. janúar 2006

Æfingar U17 og U19 kvenna 21. og 22. janúar

Rúmlega 50 leikmenn hafa verið boðaðir á æfingar U17 og U19 landsliða kvenna um næstu helgi, dagana 21. og 22. janúar. U19 liðið æfir á Fylkisvelli og í Egilshöll, en U17 í Fífunni og Reykjaneshöll.

Landslið

17. janúar 2006

Æfingar U21 karla

Tuttugu og níu leikmenn úr þrettán félögum hafa verið boðaðir á undirbúningsæfingar U21 landsliðs karla um komandi helgi.

Landslið

11. janúar 2006

Úrtaksæfingar U16 karla 21. og 22. janúar

Alls hafa 35 leikmenn verið boðaðir til úrtaksæfinga fyrir U16 landslið karla, sem fram fara í Boganum á Akureyri 21. og 22. janúar næstkomandi. Um er að ræða leikmenn frá félögum á Norður- og Austurlandi.

Landslið

11. janúar 2006

Aldrei mætt Trinidad og Tobago áður

Íslenska landsliðið hefur aldrei áður mætt liði Trinidad og Tobago, en eins og greint hefur verið frá munu liðin mætast í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum, heimavelli enska liðsins QPR, 28. febrúar næstkomandi.

Landslið

10. janúar 2006

Um 60 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla

Alls hafa um 60 leikmenn verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fara fram dagana 14. og 15. janúar.  Æft verður í Egilshöll, Fífunni og Reykjaneshöll.

Landslið

10. janúar 2006

Guðni, Lúkas og Freyr endurráðnir

Knattspyrnusambandið hefur endurráðið þá Guðna Kjartansson, Lúkas Kostic og Frey Sverrisson til eins árs til að þjálfa yngri landslið karla. Þá hefur Lúkas verið ráðinn til að sinna útbreiðslustörfum í fullu starfi á árinu 2006.

Landslið

10. janúar 2006

Leikið við Trinidad og Tobago 28. febrúar

Knattspyrnusambandið hefur samið við knattspyrnusamband Trinidad og Tobago um að leika vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum þriðjudaginn 28. febrúar.

Landslið

9. janúar 2006

A landslið kvenna leikur gegn Englandi í mars

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Englendingum ytra fimmtudaginn 9. mars næstkomandi. Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn, en þó er ljóst að leikið verður í nágrenni Lundúna.

Landslið

5. janúar 2006

Viltu starfa við HM 2006 í Þýskalandi?

Alls munu um 15.000 sjálfboðaliðar starfa við úrslitakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar.  Áhugasamir aðilar geta sótt um þátttöku til og með 28. febrúar, en nú þegar hafa um 40.000 manns sótt um.

Landslið

4. janúar 2006

Eiður Smári íþróttamaður ársins annað árið í röð

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var á þriðjudagskvöld krýndur íþróttamaður ársins 2005 af samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Eiður hlýtur þennan heiður.

Landslið