15. febrúar 2006
A landslið karla er í 96. sæti á styrkleikalista FIFA í febrúar og fellur því um eitt sæti milli mánaða. Stærstu breytingar á listanum koma til vegna Afríkukeppni landsliða.
14. febrúar 2006
Fjórða söluþrep í miðasölu fyrir úrslitakeppni HM opnar 15. febrúar á fifaworldcup.com. Um 30.000 miðar eru í boði að þessu sinni og góðar líkur eru á því að fleiri miðar verði í boði eftir því sem líður á þrepið.
14. febrúar 2006
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt fyrsta hóp sinn síðan hann tók við stjórn liðsins síðastliðið haust. Íslenska liðið mætir Trinidad & Tobago í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum 28. febrúar.
14. febrúar 2006
U21 landslið karla mætir Skotum í vináttulandsleik á Firhill Stadium í Glasgow 28. febrúar næstkomandi. Lúkas Kostic, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt hópinn fyrir leikinn, sem er sá fyrsti undir hans stjórn.
14. febrúar 2006
Leo Beenhakker, þjálfari landsliðs Trinidad & Tobago, leitar nú að sterkum leikmönnum um allan heim sem eiga rætur sínar að rekja til landsins og gætu leikið með liðinu á HM í sumar.
14. febrúar 2006
Leikjaniðurröðun í F-riðli í undankeppni EM 2008 hefur verið ákveðin. Fyrsti leikur Íslands í keppninni verður á útivelli gegn Norður-Írlandi 2. september, en fyrsti heimaleikurinn verður fjórum dögum síðan gegn Dönum.
14. febrúar 2006
Leo Beenhakker hefur valið 20 manna landsliðshóp Trinidad & Tobago, sem mætir Íslandi í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum 28. febrúar. Beenhakker mun nota leikinn til að gefa nokkrum nýjum leikmönnum tækifæri.
14. febrúar 2006
KSÍ hefur samið við Knattspyrnusamband Spánar um að A-karlalandslið þjóðanna leiki vináttuleik á Laugardalsvelli 16. ágúst næstkomandi. Liðin eru jafnframt saman í riðli í undankeppni EM 2008.
13. febrúar 2006
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur boðað 26 leikmenn á æfingar liðsins í febrúar. Liðið mætir Englendingum í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich 9. mars næstomandi.
13. febrúar 2006
Þriðjudaginn 14. febrúar funda forystumenn og landsliðsþjálfarar þjóðanna sjö sem eru í F-riðli í undankeppni EM 2008. Þar verður leikjaniðurröðun riðilsins ákveðin og verður hún birt hér á vefnum um leið og hún liggur fyrir.
8. febrúar 2006
Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttuleik U21 karlalandsliða Skotlands og Íslands, sem fram fer ytra 28. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Firhill Stadium í Glasgow, heimavelli Partick Thistle.
6. febrúar 2006
Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttuleik A landsliðs kvenna gegn Englandi 9. mars næstkomandi. Leikið verður á Carrow Road, heimavelli knattspyrnuliðsins Norwich City.
6. febrúar 2006
Trinidad & Tobago verður í sumar fámennasta þjóðin sem tekur þátt í úrslitakeppni HM frá upphafi. Í landinu býr 1,1 milljón manna á rúmlega 5 þúsund ferkílómetrum.
6. febrúar 2006
Alls hafa um 60 leikmenn verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fram fara um næstu helgi. U17 hópurinn er nokkuð stærri, en henn telur 34 leikmenn.
3. febrúar 2006
Tæplega 30 leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla, sem fara fram í Reykjaneshöll dagana 11. og 12. febrúar. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins.
2. febrúar 2006
Ákveðið hefur verið að U21 landslið karla mæti Skotum í vináttulandsleik 28. febrúar næstkomandi í Skotlandi. Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn. Sama dag leikur A landslið karla vináttuleik gegn Trinidad og Tobago.
31. janúar 2006
Um næstu helgi fara fram æfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna. Um 50 leikmenn hafa verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, en æft verður í Fífunni, Reykjaneshöll, á Fylkisvelli og í Egilshöll.
27. janúar 2006
Í morgun var dregið í undankeppni EM U21 landsliða karla og mætir Ísland Andorra í forkeppni, þar sem leikið er heima og heiman. Liðið sem kemst áfram verður í riðli með Ítalíu og Austurríki, þar sem leikin er einföld umferð.