23. nóvember 2005
A landslið kvenna mætir Hollandi í vináttulandsleik 12. apríl á næsta ári og hefur leikstaður nú þegar verið ákveðinn. Leikurinn fer fram á Oosterenk leikvanginum í Zwolle, um 125 kílómetrum frá Amsterdam.
23. nóvember 2005
A landslið karla hefur fallið um eitt sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og er nú í 93. sæti. Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, en tékkar lauma sér upp fyrir Hollendinga í 2. sætið og þar fyrir neðan eru Argentínumenn og Frakkar.
22. nóvember 2005
Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar U17 og U19 landsliða kvenna.
15. nóvember 2005
Dagana 19. og 20. nóvember næstkomandi fara fram úrtaksæfingar fyrir U19 landslið kvenna á Stjörnuvelli í Garðabæ og í Egilshöll í Reykjavík. Æfingarnar fara fram undir stjórn Ólafs Þórs Guðbjörnssonar, þjálfara liðsins.
10. nóvember 2005
Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006.
8. nóvember 2005
Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram í Fífunni og Egilshöll um næstu helgi. Alls hafa 36 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni og koma þeir frá félögum víðs vegar um landið.
8. nóvember 2005
FIFA hefur sektað KSÍ um 5.000 svissneska franka, andvirði um 230.000 króna, vegna fjögurra áminninga sem leikmenn Íslands hlutu í lokaleik liðsins í undankeppni HM 2006, gegn Svíum á Råsunda 12. október.
7. nóvember 2005
Í byrjun mánaðarins fóru fram tveir leikir í riðli Íslands í undankeppni HM kvennalandsliða, síðustu leikirnir í riðlinum á þessu ári. Portúgal lék heimaleiki við Svía og Tékka og tapaði þeim báðum með þriggja marka mun.
1. nóvember 2005
Úrtaksæfingar yngi landsliða karla og kvenna hefjast næstu helgi með æfingum U19 landsliðs karla í Fífunni og Egilshöll og næstu helgar þar á eftir verða úrtaksæfingar hjá fjórum öðrum yngri landsliðum karla og kvenna.
1. nóvember 2005
Lúkas Kostic hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og mun hann stjórna liðinu í næstu tveimur keppnum, en samningur hans og KSÍ er til þriggja ára. Lúka hefur stjórnað U17 landsliði karla frá 2003.
1. nóvember 2005
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 29 leikmenn úr 17 félögum á úrtaksæfingar U19 landsliðs karla um komandi helgi.
24. október 2005
Ísland er í 92. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út í síðustu viku, og stendur því í stað frá því listinn var síðast gefinn út. Brasilíumenn eru efstir sem fyrr og Hollendingar eru áfram í öðru sæti.
19. október 2005
Ísland er í milliriðli í EM U19 landsliða kvenna með Englandi, Danmörku og Rúmeníu, en dregið var í riðla í Osló í Noregi í dag, miðvikudag. Milliriðlarnir fara fram í lok apríl á næsta ári.
14. október 2005
A landslið karla er í 5. styrkleikaflokki samkvæmt flokkun UEFA fyrir undankeppni EM 2008. Dregið verður í riðla í Montreux í Sviss 27. janúar næstkomandi. Úrslitakeppnin fer fram í Austurríki og Sviss.
14. október 2005
Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við þjálfara A landsliðs karla, þá Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson, en samningar þeirra renna út 31. október næstkomandi.
14. október 2005
Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Eyjólf Sverrisson sem þjálfara A landsliðs karla. Samningurinn er til næstu tveggja ára - gildir frá 1. nóvember 2005 til 31. október 2007.
12. október 2005
Þrjár breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 2006 á Råsunda í kvöld. Árni Gautur Arason, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar Helguson koma inn í liðið.
12. október 2005
Baráttuglaðir Íslendingar biðu lægri hlut gegn sterku liði Svía í lokaumferð undankeppni HM 2006, en liðin mættust á Råsunda í Stokkhólmi í dag. Íslenska liðið tók forystuna í leiknum, en Svíar stóðu uppi sem sigurvegarar, 3-1.