12. október 2005
Landslið Íslands og Svíþjóðar hafa mæst sex sinnum á þessu ári og hefur Svíum ekki enn tekist að sigra. Öll yngri landslið karla hafa leikið gegn sænskum landsliðum á árinu, sem og A landslið kvenna.
11. október 2005
Ákveðið hefur verið hvar Norðurlandamót yngri landsliða fara fram árin 2006 - 2012. Þrjú mót eru áætluð á Íslandi - U17 kvenna 2008, U21 kvenna 2009 og U17 karla 2011.
11. október 2005
Þrír leikmenn í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svíum í lokaumferð undankeppni HM 2006 í Stokkhólmi á miðvikudag leika með sænskum liðum. Allir eru þeir meðal yngstu leikmanna í hópnum.
11. október 2005
Fimm leikmenn í 22 manna hópi Svía sem tilkynntur var fyrir leikina gegn Króötum og Íslendingum leika með sænskum félagsliðum. Sex leikmenn í 20 manna hópi Íslands leika hér á landi.
11. október 2005
Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið kvenna fara fram í Fífunni í Kópavogi um næstu helgi. Alls hafa leikmenn 35 frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.
11. október 2005
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 liðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Svíum, en liðin mætast í lokaumferð undankeppni EM í Eskilstuna í dag og hefst leikurinn kl. 16:30 að íslenskum tíma.
11. október 2005
U21 landslið karla lagði Svía að velli á glæsilegan hátt með fjórum mörkum gegn einu þegar liðin mættust í lokaumferð undankeppni EM í Eskilstuna í Svíþjóð fyrr í dag, þriðjudag.
10. október 2005
Lokaumferðin í undankeppni EM U21 landsliða karla fer fram á þriðjudag. Ísland mun hafna í fjórða sæti, hvernig sem leikir dagsins fara, en íslenska liðið getur þó haft áhrif á lokastöðu riðilsins.
10. október 2005
Lokaumferð undankeppni HM 2006 fer fram á miðvikudag. Í 8. riðli þurfa Svíar a.m.k. jafntefli gegn Íslendingum á Råsunda til að tryggja sæti í lokakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar.
7. október 2005
Nokkrar breytingar voru gerðar á byrjunarliði U19 landsliðs karla fyrir leikinn gegn Bosníu/Hersegóvínu í undankeppni EM í dag, sem hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma. Hvorugt liðið á möguleika á að komast áfram í riðlinum.
7. október 2005
U19 landslið karla vann í dag, föstudag, góðan 2-0 sigur á liði Bosníu/Hersegóvínu í lokaumferð síns riðils í undankeppni EM, en riðillinn fór einmitt fram í Sarajevo í Bosníu. Bæði mörk íslenska liðsins komu seint í leiknum.
7. október 2005
Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Pólverjum í dag. Liðin mætast í Varsjá og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma og er sýndur beint á Sýn.
7. október 2005
Íslenska landsliðið tapaði vináttulandsleik gegn Pólverjum í Varsjá í dag, föstudag. Fimm mörk voru skoruð í leiknum og átti íslenska liðið tvö þeirra, bæði í fyrri hálfleik. Tveir leikmenn léku sinn fyrsta A-landsleik.
5. október 2005
Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í undankeppni EM í dag. Riðillinn fer fram í Sarajevo í Bosníu.
5. október 2005
Heiðar Helguson verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Pólverjum á föstudag og hafa landsliðsþjálfararnir kallað á Hannes Þ. Sigurðsson í hans stað.
5. október 2005
Dómgæslan í báðum leikjum A-landsliðs karla sem framundan eru verður í höndum Rússa - í vináttulandsleiknum gegn Pólverjum og leiknum í undankeppni HM 2006 gegn Svíum.
5. október 2005
Króatar gerðu dramatískt sigurmark gegn Íslandi á lokamínútunni í undankeppni EM U19 landsliða karla, en liðin mættust í Sarajevo í Bosníu í dag, miðvikudag. Íslenska liðið á því ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum.
4. október 2005
Áfram Ísland klúbburinn verður með upphitun fyrir leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni HM 2006 þann 12. október næstkomandi. Upphitunin fer fram á Crazy Horse, Sturegatan 12, í miðbæ Stokkhólms.